Ein besta skíðakona landsins lögð inn á spítala eftir „fimm daga helvíti“ | Birtir myndir af fætinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2017 23:02 Helga María Vilhjálmsdóttir. Mynd/Fésbókin Helga María Vilhjálmsdóttir hefur verið ein allra besta skíðakona Íslands síðustu ár en hún er ekki mikið að renna sér í brekkunum þessa dagana. Helga María varð nefnilega fyrir því óláni að fótbrotna í ágúst og ólukkan hefur haldið áfram að að elta stelpuna eftir fótbrotið. Endurhæfingin hefur gengið mjög hægt. Helga María segir frá því á fésbókinni að hún hafi fengið slæma sýkingu í fótinn. Hún var búin að vera á hækjum í þrjá mánuði eftir aðgerðina. Helga var búin að harka af sér eftir „fimm daga helvíti“ eins og hún orðar sjálf í færslu á fésbókinni. Hún fékk mikinn hita og var mjög veik vegna sýkingarinnar. Nýjustu fréttirnar af Helgu Maríu eru þó aðeins betri þótt að enn sé langt í það að hún komist aftur á skíðin. Góðu fréttirnar eru þó að hún fer að komast aftur heim til Íslands. „Ég verð í sýklalyfjameðferð í tvær vikur (allavegana) og þarf að liggja inni á meðan þar sem það er dælt beint inn í æð oft á dag. Það er þó búið að gefa grænt ljós á það (eins og staðan er núna) að ég fái að fara heim til Íslands á fimmtudaginn, eins og áætlað var og halda áfram meðferð þar. Meðferðin heldur raunar lengi áfram, bara ekki í æð,“ segir Helga María í nýjustu færslu sinni. Helga María býst við því að það þurfi að opna sárið aftur og til að skola og skafa betur en hún horfir jákvæðum augum á þetta allt saman og er ánægð með að fóturinn lítur mun betur út núna. Aðrar íþróttir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Sjá meira
Helga María Vilhjálmsdóttir hefur verið ein allra besta skíðakona Íslands síðustu ár en hún er ekki mikið að renna sér í brekkunum þessa dagana. Helga María varð nefnilega fyrir því óláni að fótbrotna í ágúst og ólukkan hefur haldið áfram að að elta stelpuna eftir fótbrotið. Endurhæfingin hefur gengið mjög hægt. Helga María segir frá því á fésbókinni að hún hafi fengið slæma sýkingu í fótinn. Hún var búin að vera á hækjum í þrjá mánuði eftir aðgerðina. Helga var búin að harka af sér eftir „fimm daga helvíti“ eins og hún orðar sjálf í færslu á fésbókinni. Hún fékk mikinn hita og var mjög veik vegna sýkingarinnar. Nýjustu fréttirnar af Helgu Maríu eru þó aðeins betri þótt að enn sé langt í það að hún komist aftur á skíðin. Góðu fréttirnar eru þó að hún fer að komast aftur heim til Íslands. „Ég verð í sýklalyfjameðferð í tvær vikur (allavegana) og þarf að liggja inni á meðan þar sem það er dælt beint inn í æð oft á dag. Það er þó búið að gefa grænt ljós á það (eins og staðan er núna) að ég fái að fara heim til Íslands á fimmtudaginn, eins og áætlað var og halda áfram meðferð þar. Meðferðin heldur raunar lengi áfram, bara ekki í æð,“ segir Helga María í nýjustu færslu sinni. Helga María býst við því að það þurfi að opna sárið aftur og til að skola og skafa betur en hún horfir jákvæðum augum á þetta allt saman og er ánægð með að fóturinn lítur mun betur út núna.
Aðrar íþróttir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Sjá meira