Fleiri ungir menn í Gistiskýlinu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 5. desember 2017 20:00 Síðustu daga höfum við fjallað um aðstæður heimilislausra. Gistiskýlið er neyðarskýli í miðbænum sem fyrst og fremst menn í neyslu sækja. Þar gista 25 menn á hverri nóttu og þegar kalt er í veðri þarf oft að vísa frá fimm til tíu manns. Menn geta verið í skýlinu frá fjögur á daginn til tíu morguninn eftir. Reglan fyrstur kemur, fyrstur fær gildir og menn með lögheimili í Reykjavík ganga fyrir. Mennirnir fá heitan mat, uppábúið rúm og þvottur þeirra er þveginn ef þeir óska þess. Áður voru tíu prósent hópsins útlendingar en með samstarfi við pólsk samtök, Barka-verkefnið, hafa 12 Pólverjar snúið heim í áfengismeðferð. „En aftur á móti höfum við fengið nýjan hóp, yngri menn sem eru í fjölbreyttari neyslu," segir Þór Gíslason, forstöðumaður Gistiskýlisins. „Það getur verið að rými hafi skapast þegar Pólverjarnir fóru og þeir hafi farið að leita meira hingað.“ Þór segir erfiðan húsnæðismarkað einnig hafa sín áhrif. „Þessi hópur er sá fyrsti sem dettur út af leigumarkaði þegar hann harðnar og síðasti sem fær inni. Það er kannski almenna skýringin á þessum mikla vexti heimilislausra," segir Þór. Af þeim 80-90 manna hópi sem alla jafna sækir þjónustuna eru einhverjir sem hafa komið hverja einustu nótt í áratugi og líta á staðinn sem heimili sitt. Þór segir að það vanti fjölbreytt langtímaúrræði, til að mynda búsetu með stuðningi eða langtímadvöl úti í sveit, fyrir fjölbreyttan hóp utangarðsmanna. Hann kallar eftir samstarfi ríkis og sveitarfélaga en eins stendur borgin að mestu ein að húsnæðismálum þessa hóps. „Ef við horfum á það hver ber mestan hag af því að vel gangi þá er það fyrst og fremst ríkið, því þá verða færri innlagnir á sjúkrahús, bráðamóttöku og geðbatteríin, og einnig minna álag á lögregluna. Þannig að það er mjög mikilvægt að það sé unnið heildstætt og sameiginlega að þessum málum.“ Tengdar fréttir Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Síðustu daga höfum við fjallað um aðstæður heimilislausra. Gistiskýlið er neyðarskýli í miðbænum sem fyrst og fremst menn í neyslu sækja. Þar gista 25 menn á hverri nóttu og þegar kalt er í veðri þarf oft að vísa frá fimm til tíu manns. Menn geta verið í skýlinu frá fjögur á daginn til tíu morguninn eftir. Reglan fyrstur kemur, fyrstur fær gildir og menn með lögheimili í Reykjavík ganga fyrir. Mennirnir fá heitan mat, uppábúið rúm og þvottur þeirra er þveginn ef þeir óska þess. Áður voru tíu prósent hópsins útlendingar en með samstarfi við pólsk samtök, Barka-verkefnið, hafa 12 Pólverjar snúið heim í áfengismeðferð. „En aftur á móti höfum við fengið nýjan hóp, yngri menn sem eru í fjölbreyttari neyslu," segir Þór Gíslason, forstöðumaður Gistiskýlisins. „Það getur verið að rými hafi skapast þegar Pólverjarnir fóru og þeir hafi farið að leita meira hingað.“ Þór segir erfiðan húsnæðismarkað einnig hafa sín áhrif. „Þessi hópur er sá fyrsti sem dettur út af leigumarkaði þegar hann harðnar og síðasti sem fær inni. Það er kannski almenna skýringin á þessum mikla vexti heimilislausra," segir Þór. Af þeim 80-90 manna hópi sem alla jafna sækir þjónustuna eru einhverjir sem hafa komið hverja einustu nótt í áratugi og líta á staðinn sem heimili sitt. Þór segir að það vanti fjölbreytt langtímaúrræði, til að mynda búsetu með stuðningi eða langtímadvöl úti í sveit, fyrir fjölbreyttan hóp utangarðsmanna. Hann kallar eftir samstarfi ríkis og sveitarfélaga en eins stendur borgin að mestu ein að húsnæðismálum þessa hóps. „Ef við horfum á það hver ber mestan hag af því að vel gangi þá er það fyrst og fremst ríkið, því þá verða færri innlagnir á sjúkrahús, bráðamóttöku og geðbatteríin, og einnig minna álag á lögregluna. Þannig að það er mjög mikilvægt að það sé unnið heildstætt og sameiginlega að þessum málum.“
Tengdar fréttir Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00