Fyrrverandi forseti Georgíu handtekinn eftir æsilegan eltingarleik á húsþökum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2017 15:35 Mikael Saakashvili glímdi við lögreglu í dag. Vísir/AFP Mikhael Saakashvili, fyrrverandi forseti Georgíu, var handtekinn í dag í Kiev, höfuðborg Úkraínu, eftir æsilegan eltingarleik á húsþökum í miðborg höfuðborgarinnar. Mótmælendum sem mótmæltu handtökunni tókst þó að leysa hann úr haldi lögreglu og tókst honum að flýja. Saakashvili, sem gerður var útlægur frá Georgíu og sviptur ríkisborgararétti þar árið 2015 eftir að hann gerðist úkraínskur ríkisborgari. Yfirvöld í Georgíu vilja hafa hendur í hári forsetans fyrrverandi sem lét af embætti árið 2013, en hann er sakaður um að hafa misbeitt valdi sínu sem forseti. Hefur hann á undanförnum árum gert sig gildandi í úkraínskum stjórnmálum og unnið náið með Petro Poroshenko, forseta Úkraínu. Kastast hefur þó í kekki á milli þeirra og var Saakashvili orðinn einn af helstu stjórnarandstæðingum í Úkraínu. Hann var sviptur úkraínskum ríkisborgararétt fyrr á árinu og virðist því nú vera án ríkisfangs. Lögregla réðist inn á heimili hans í Kiev í dag sem endaði með því að hann var handtekinn eftir eltingarleik á húsþökum við heimili sitt, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Hundruð mótmælenda voru þó samankomnir til að mótmæla handtökunni. Réðust þeir að lögreglubílnum og tókst þeim að frelsa Saakashvili sem gengur nú laus. Talið var líklegt að yfirvöld í Úkraínu hafi ætlað sér að framselja hann til Georgíu en óvíst er hvar hann er nú niðurkominn.Watch: Here's the moment when Ukrainian security forces arrested Georgia's former president Mikheil Saakashvili following a rooftop chase in downtown Kiev. Protesters later freed him from a police van https://t.co/HMKrgiCDJw pic.twitter.com/L5SaaF5RiX— Financial Times (@FT) December 5, 2017 Georgía Úkraína Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sjá meira
Mikhael Saakashvili, fyrrverandi forseti Georgíu, var handtekinn í dag í Kiev, höfuðborg Úkraínu, eftir æsilegan eltingarleik á húsþökum í miðborg höfuðborgarinnar. Mótmælendum sem mótmæltu handtökunni tókst þó að leysa hann úr haldi lögreglu og tókst honum að flýja. Saakashvili, sem gerður var útlægur frá Georgíu og sviptur ríkisborgararétti þar árið 2015 eftir að hann gerðist úkraínskur ríkisborgari. Yfirvöld í Georgíu vilja hafa hendur í hári forsetans fyrrverandi sem lét af embætti árið 2013, en hann er sakaður um að hafa misbeitt valdi sínu sem forseti. Hefur hann á undanförnum árum gert sig gildandi í úkraínskum stjórnmálum og unnið náið með Petro Poroshenko, forseta Úkraínu. Kastast hefur þó í kekki á milli þeirra og var Saakashvili orðinn einn af helstu stjórnarandstæðingum í Úkraínu. Hann var sviptur úkraínskum ríkisborgararétt fyrr á árinu og virðist því nú vera án ríkisfangs. Lögregla réðist inn á heimili hans í Kiev í dag sem endaði með því að hann var handtekinn eftir eltingarleik á húsþökum við heimili sitt, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Hundruð mótmælenda voru þó samankomnir til að mótmæla handtökunni. Réðust þeir að lögreglubílnum og tókst þeim að frelsa Saakashvili sem gengur nú laus. Talið var líklegt að yfirvöld í Úkraínu hafi ætlað sér að framselja hann til Georgíu en óvíst er hvar hann er nú niðurkominn.Watch: Here's the moment when Ukrainian security forces arrested Georgia's former president Mikheil Saakashvili following a rooftop chase in downtown Kiev. Protesters later freed him from a police van https://t.co/HMKrgiCDJw pic.twitter.com/L5SaaF5RiX— Financial Times (@FT) December 5, 2017
Georgía Úkraína Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sjá meira