Verkfall er aldei markmið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. desember 2017 20:30 Samningar grunnskólakennara hafa verið lausir frá því á fimmtudag. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að stefnt sé á að funda tvisvar í viku næstu vikurnar og viðræður fari hægt en þó örugglega af stað. Helstu málefni eru laun kennara og hvernig sé hægt að tryggja nægan kennsluundirbúning. „Það eru þrjú hundruð manns að kenna án leyfa og eru með undanþágu til kennslu og við sjáum það að á næstu árum, mun verða verulegur skortur. Það er eitthvað til að hafa verulegar áhyggjur af. Og það er sama hvað margar nefndir eru settar í það mál, lausnin felst alltaf í að laga launin og starfsaðstæðurnar. Það er bara þannig," segir Ólafur. Á síðasta ári felldu grunnskólakennarar tvisvar nýja kjarasamninga enda ósáttir við þær launahækkanir sem voru boðnar og sögðu fjölmargir kennarar upp störfum fyrir ári vegna ástandsins. Ólafur segir of snemmt að segja hvort önnur uppsagnarbylgja verði en viðurkennir að neikvæð umræða hafi einkennt starfið síðustu ár. „Og við berum einhverja ábyrgð á því. Svo er það líka þannig að bæði við og fleiri erum orðin hundleið á því að þurfa að taka svona erfiðar kjaraviðræður. Við náum ekki einu sinni meðal grunnlaunum í landinu," segir Ólafur en er bjartsýnn á viðræðurnar og bendir á að málamiðlanir skili oft bestu langtímalausninni.Þannig að það er ekki endilega verkfallshugur í ykkur?„Á meðan viðræður eru í gangi, gangur í þeim, þá er engin ástæða til að velta því fyrir sér. Það er aldrei markmið, það er eitthvað sem menn grípa til í algjörri neyð.“ Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Fleiri fréttir Bolludagur, sprengidagur, öskudagur og maskadagur Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira
Samningar grunnskólakennara hafa verið lausir frá því á fimmtudag. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að stefnt sé á að funda tvisvar í viku næstu vikurnar og viðræður fari hægt en þó örugglega af stað. Helstu málefni eru laun kennara og hvernig sé hægt að tryggja nægan kennsluundirbúning. „Það eru þrjú hundruð manns að kenna án leyfa og eru með undanþágu til kennslu og við sjáum það að á næstu árum, mun verða verulegur skortur. Það er eitthvað til að hafa verulegar áhyggjur af. Og það er sama hvað margar nefndir eru settar í það mál, lausnin felst alltaf í að laga launin og starfsaðstæðurnar. Það er bara þannig," segir Ólafur. Á síðasta ári felldu grunnskólakennarar tvisvar nýja kjarasamninga enda ósáttir við þær launahækkanir sem voru boðnar og sögðu fjölmargir kennarar upp störfum fyrir ári vegna ástandsins. Ólafur segir of snemmt að segja hvort önnur uppsagnarbylgja verði en viðurkennir að neikvæð umræða hafi einkennt starfið síðustu ár. „Og við berum einhverja ábyrgð á því. Svo er það líka þannig að bæði við og fleiri erum orðin hundleið á því að þurfa að taka svona erfiðar kjaraviðræður. Við náum ekki einu sinni meðal grunnlaunum í landinu," segir Ólafur en er bjartsýnn á viðræðurnar og bendir á að málamiðlanir skili oft bestu langtímalausninni.Þannig að það er ekki endilega verkfallshugur í ykkur?„Á meðan viðræður eru í gangi, gangur í þeim, þá er engin ástæða til að velta því fyrir sér. Það er aldrei markmið, það er eitthvað sem menn grípa til í algjörri neyð.“
Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Fleiri fréttir Bolludagur, sprengidagur, öskudagur og maskadagur Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira