Lögregla og mótmælendur tókust á við fund þýsks öfgaflokks Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2017 08:18 Mótmælendurnir héldu meðal annars á borðum með slagorðum gegn þjóðernishyggju. Vísir/AFP Tíu mótmælendur voru handteknir og nokkrir slösuðust í átökum við lögreglu fyrir utan þing Valkosts fyrir Þýskalands, öfgahægriflokks sem vann sæti á þýska þinginu í fyrsta skipti í haust, í Hannover í gær. Innandyra kusu flokksmenn sér nýja forystu. Fimm mótmæli voru skipulögð fyrir utan fundarstað Valkosts fyrir Þýskaland (AfD). Ætluðu mótmælendurnir að reyna að slá herkví utan um fundarstaðinn. Lögreglumenn notuðu vatnsþrýstibyssur, kylfur og piparúða til að greiða leið flokksmanna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. AfD hlaut 12,6% atkvæða í þingkosningunum í september. Útlit er fyrir að hann verði stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á þingi nú þegar Kristilegi demókrataflokkur Angelu Merkel kanslara ræðir um samstarfs við sósíaldemókrata. Alexander Gauland og Jörg Meuthen voru kjörnir forystumenn flokksins en þeim er báðum lýst sem harðlínumönnum. Gauland hét því meðal annars að stöðva „innrás útlendinga“ inn í Þýskaland á fundinum. AfD hefur verið að færa sig lengra til hægri undanfarin misseri. Í upphafi var flokkurinn stofnaður til höfuðs evrunni en í seinni tíð eru stefnumál hans andstaða gegn innflytjendum og andúð á múslimum. Það er sagt hafa valdið átökum innan flokksins. Frauke Petry, sem hafði verið þekktasti leiðtogi flokksins, tilkynnti um brotthvarf sitt örfáum dögum eftir kosningarnar. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Lofar að vinna öfgamenn aftur á sitt band Stjórnarmyndunarviðræður taka nú við í Þýskalandi og er í raun aðeins ein meirihlutastjórn í kortunum þar sem Jafnaðarmannaflokkurinn (SDP) hefur lýst því yfir að hann verði í stjórnarandstöðu. 26. september 2017 08:00 Brestir í fylkingu þýskra hægriöfgamanna Ein helsta stjarna Valkosts fyrir Þýskalands ætlar ekki að starfa með þingflokki þjóðernissinnanna eftir kosningasigur þeirra í gær. 25. september 2017 10:13 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira
Tíu mótmælendur voru handteknir og nokkrir slösuðust í átökum við lögreglu fyrir utan þing Valkosts fyrir Þýskalands, öfgahægriflokks sem vann sæti á þýska þinginu í fyrsta skipti í haust, í Hannover í gær. Innandyra kusu flokksmenn sér nýja forystu. Fimm mótmæli voru skipulögð fyrir utan fundarstað Valkosts fyrir Þýskaland (AfD). Ætluðu mótmælendurnir að reyna að slá herkví utan um fundarstaðinn. Lögreglumenn notuðu vatnsþrýstibyssur, kylfur og piparúða til að greiða leið flokksmanna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. AfD hlaut 12,6% atkvæða í þingkosningunum í september. Útlit er fyrir að hann verði stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á þingi nú þegar Kristilegi demókrataflokkur Angelu Merkel kanslara ræðir um samstarfs við sósíaldemókrata. Alexander Gauland og Jörg Meuthen voru kjörnir forystumenn flokksins en þeim er báðum lýst sem harðlínumönnum. Gauland hét því meðal annars að stöðva „innrás útlendinga“ inn í Þýskaland á fundinum. AfD hefur verið að færa sig lengra til hægri undanfarin misseri. Í upphafi var flokkurinn stofnaður til höfuðs evrunni en í seinni tíð eru stefnumál hans andstaða gegn innflytjendum og andúð á múslimum. Það er sagt hafa valdið átökum innan flokksins. Frauke Petry, sem hafði verið þekktasti leiðtogi flokksins, tilkynnti um brotthvarf sitt örfáum dögum eftir kosningarnar.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Lofar að vinna öfgamenn aftur á sitt band Stjórnarmyndunarviðræður taka nú við í Þýskalandi og er í raun aðeins ein meirihlutastjórn í kortunum þar sem Jafnaðarmannaflokkurinn (SDP) hefur lýst því yfir að hann verði í stjórnarandstöðu. 26. september 2017 08:00 Brestir í fylkingu þýskra hægriöfgamanna Ein helsta stjarna Valkosts fyrir Þýskalands ætlar ekki að starfa með þingflokki þjóðernissinnanna eftir kosningasigur þeirra í gær. 25. september 2017 10:13 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira
Lofar að vinna öfgamenn aftur á sitt band Stjórnarmyndunarviðræður taka nú við í Þýskalandi og er í raun aðeins ein meirihlutastjórn í kortunum þar sem Jafnaðarmannaflokkurinn (SDP) hefur lýst því yfir að hann verði í stjórnarandstöðu. 26. september 2017 08:00
Brestir í fylkingu þýskra hægriöfgamanna Ein helsta stjarna Valkosts fyrir Þýskalands ætlar ekki að starfa með þingflokki þjóðernissinnanna eftir kosningasigur þeirra í gær. 25. september 2017 10:13