Koma í veg fyrir stjórnlausar fiskveiðar í Norður-Íshafi Kjartan Kjartansson skrifar 2. desember 2017 07:46 Hafísþekjan á norðurskautinu hefur verið að skreppa saman vegna hnattrænnar hlýnunar. Þar gæti möguleikinn á fiskveiðum opnast í framtíðinni. Vísir/EPA Markmið samkomulags um stjórn fiskveiða í Norður-Íshafi sem náðst hefur á milli hóps ríkja, þar á meðal Íslands, er að koma í veg fyrir stjórnlausar veiðar þar þegar ís heldur áfram að hopa og möguleiki á veiðum skapast. Bandaríkin, Danmörk fyrir hönd Færeyja og Grænlands, Ísland, Japan, Kanada, Kína, Noregur, Rússland, Suður-Kórea og Evrópusamband eiga aðild að samkomulaginu um drög að samningi sem náðist á fundi í Washington-borg í lok nóvember. Það varðar stjórnun fiskveiða, samstarf um vísindarannsóknir og vöktun fiskistofna og lífríkis í Norður-Íshafi, að því er segir í tilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins. Hafís í Norður-Íshafi hefur skroppið saman síðustu áratugina af völdum hnattrænnar hlýnunar. Fyrirséð er að sú þróun haldi áfram á þessari öld. Þó að ekki sé búist við að mögulegt verði að stunda fiskveiðar þar á allra næstu árum ákváðu aðilar samkomulagsins að stofna til samnings strax til að fyrirbyggja stjórnlausar veiðar. Samningurinn nær til úthafsins og felur í sér að aðilar hans munu skuldbinda sig til að heimila ekki veiðar á samningssvæðinu fyrr en vísindarannsóknir hafa lagt grunn að sjálfbærum fiskveiðum. Einnig eru ákvæði um vísindasamstarf og ákvarðanatöku um að koma á fót fiskveiðistjórnunarstofnun þegar slíkt er tímabært. Í frétt breska ríkisútvarpsins BBC af samkomulaginu kemur fram að hafsvæðið sem það nær til er um það bil á stærð við Miðjarðarhafið, um 2,8 milljón ferkílómetrar. Samkomulagið eigi að gilda í sextán ár á meðan lífríki hafsins er rannsakað. Utanríkisráðuneytið segir að með aðild Íslands að samningnum muni aðkoma Íslands að ákvarðanatöku og rannsóknasamstarfi á þessu mikilvæga hafsvæði verða tryggð. Loftslagsmál Tengdar fréttir Lágmarksútbreiðsla hafíssins sú áttunda minnsta í sögunni Þrátt fyrir að sumarið á norðurskautinu hafi ekki verið markvert veðurfarslega er lágmarksútbreiðsla hafíssins þar með minnsta móti. 20. september 2017 16:24 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Sjá meira
Markmið samkomulags um stjórn fiskveiða í Norður-Íshafi sem náðst hefur á milli hóps ríkja, þar á meðal Íslands, er að koma í veg fyrir stjórnlausar veiðar þar þegar ís heldur áfram að hopa og möguleiki á veiðum skapast. Bandaríkin, Danmörk fyrir hönd Færeyja og Grænlands, Ísland, Japan, Kanada, Kína, Noregur, Rússland, Suður-Kórea og Evrópusamband eiga aðild að samkomulaginu um drög að samningi sem náðist á fundi í Washington-borg í lok nóvember. Það varðar stjórnun fiskveiða, samstarf um vísindarannsóknir og vöktun fiskistofna og lífríkis í Norður-Íshafi, að því er segir í tilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins. Hafís í Norður-Íshafi hefur skroppið saman síðustu áratugina af völdum hnattrænnar hlýnunar. Fyrirséð er að sú þróun haldi áfram á þessari öld. Þó að ekki sé búist við að mögulegt verði að stunda fiskveiðar þar á allra næstu árum ákváðu aðilar samkomulagsins að stofna til samnings strax til að fyrirbyggja stjórnlausar veiðar. Samningurinn nær til úthafsins og felur í sér að aðilar hans munu skuldbinda sig til að heimila ekki veiðar á samningssvæðinu fyrr en vísindarannsóknir hafa lagt grunn að sjálfbærum fiskveiðum. Einnig eru ákvæði um vísindasamstarf og ákvarðanatöku um að koma á fót fiskveiðistjórnunarstofnun þegar slíkt er tímabært. Í frétt breska ríkisútvarpsins BBC af samkomulaginu kemur fram að hafsvæðið sem það nær til er um það bil á stærð við Miðjarðarhafið, um 2,8 milljón ferkílómetrar. Samkomulagið eigi að gilda í sextán ár á meðan lífríki hafsins er rannsakað. Utanríkisráðuneytið segir að með aðild Íslands að samningnum muni aðkoma Íslands að ákvarðanatöku og rannsóknasamstarfi á þessu mikilvæga hafsvæði verða tryggð.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Lágmarksútbreiðsla hafíssins sú áttunda minnsta í sögunni Þrátt fyrir að sumarið á norðurskautinu hafi ekki verið markvert veðurfarslega er lágmarksútbreiðsla hafíssins þar með minnsta móti. 20. september 2017 16:24 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Sjá meira
Lágmarksútbreiðsla hafíssins sú áttunda minnsta í sögunni Þrátt fyrir að sumarið á norðurskautinu hafi ekki verið markvert veðurfarslega er lágmarksútbreiðsla hafíssins þar með minnsta móti. 20. september 2017 16:24