Sigur Rós vinnur að Tónanda með dularfullu sýndarveruleikafyrirtæki Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2017 14:45 Sigur Rós á tónleikum í París í ágúst síðastliðnum. vísir/getty Meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rós hafa í rúm fjögur ár unnið með sýndarveruleikafyrirtækinu Magic Leap að forritinu Tónanda. Fyrirtækið dularfulla hefur safnað miklu fé til þróunar tækni sem gerir fyrirtækinu kleift að færa tölvuteiknaða hluti inn í raunheim okkar. Blaðamaður Pitchfork fékk nýverið að heimsækja höfuðstöðvar Magic Leap og þar prófaði hann, og meðlimir Sigur Rósar, Tónanda. Myndband úr Tónanda, án hljóðs, var birt á Twittersíðu Sigur Rósar í gær.after four years under wraps, we are more than excited to finally go public about our relationship with @magicleap - even now, though, we are still at the very inception of a project with near unlimited potential for creativity and fun. thanks to rony abowitz & magic leap pic.twitter.com/TREngXLdps — sigur rós (@sigurros) December 18, 2017 Þrátt fyrir að Magic Lense hafi vakið mikinn áhuga á undanförnum árum er lítið sem ekkert vitað um þá tækni sem starfsmenn þess eru að hanna. Blaðamaður Pitchfork, Marc Hogan, mátti til dæmis lítið sem ekkert segja um hana en lýsti þess í stað upplifun sinni af Tónanda.Sjá einnig: Dularfullt sýndarveruleikafyrirtæki Eins og Hogan lýsir þessu þá snertir hann hljóðbylgjur og heyrir mismunandi hljóð eftir því hvað hann er að snerta og á hvaða tímapunkti. Stafrænt umhverfi hans aðlagast herberginu sem hann er í og fara hljóðbylgjurnar um borð sem er þar. Hann segir þó frá því að meðlimir Sigur Rósar hafi hitt Rony Abovitz, stofnanda Magic Leap, eftir tónleika í Flórída í október 2013. Þeir hafi fengið að skoða þáverandi tækni fyrirtækisins og talað við Abovitz langt fram á nótt. Samstarf Sigur Rósar og Magic Leap varð til upp úr þeim fundi. „Ástæða þess að við löðumst að Rony er að hann býr í framtíðinni. Það veitir manni innblástur,“ sagði Jónsi Birgisson, söngvari Sigur Rósar, við Hogan. Hann sagði einnig að samstarfið gæti leitt eitthvað nýtt af sér. „Þetta gæti skipt út öllu sem við þekkjum. Símum, sjónvörpum, tölvum,“ bætti Georg Hólm, bassaleikari, við. Á meðal fyrirtækja sem hafa fjárfest í Magic Leap eru Alibaba, Google og JPMorgan.Kynningarmyndand Magic Leap Tækni Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rós hafa í rúm fjögur ár unnið með sýndarveruleikafyrirtækinu Magic Leap að forritinu Tónanda. Fyrirtækið dularfulla hefur safnað miklu fé til þróunar tækni sem gerir fyrirtækinu kleift að færa tölvuteiknaða hluti inn í raunheim okkar. Blaðamaður Pitchfork fékk nýverið að heimsækja höfuðstöðvar Magic Leap og þar prófaði hann, og meðlimir Sigur Rósar, Tónanda. Myndband úr Tónanda, án hljóðs, var birt á Twittersíðu Sigur Rósar í gær.after four years under wraps, we are more than excited to finally go public about our relationship with @magicleap - even now, though, we are still at the very inception of a project with near unlimited potential for creativity and fun. thanks to rony abowitz & magic leap pic.twitter.com/TREngXLdps — sigur rós (@sigurros) December 18, 2017 Þrátt fyrir að Magic Lense hafi vakið mikinn áhuga á undanförnum árum er lítið sem ekkert vitað um þá tækni sem starfsmenn þess eru að hanna. Blaðamaður Pitchfork, Marc Hogan, mátti til dæmis lítið sem ekkert segja um hana en lýsti þess í stað upplifun sinni af Tónanda.Sjá einnig: Dularfullt sýndarveruleikafyrirtæki Eins og Hogan lýsir þessu þá snertir hann hljóðbylgjur og heyrir mismunandi hljóð eftir því hvað hann er að snerta og á hvaða tímapunkti. Stafrænt umhverfi hans aðlagast herberginu sem hann er í og fara hljóðbylgjurnar um borð sem er þar. Hann segir þó frá því að meðlimir Sigur Rósar hafi hitt Rony Abovitz, stofnanda Magic Leap, eftir tónleika í Flórída í október 2013. Þeir hafi fengið að skoða þáverandi tækni fyrirtækisins og talað við Abovitz langt fram á nótt. Samstarf Sigur Rósar og Magic Leap varð til upp úr þeim fundi. „Ástæða þess að við löðumst að Rony er að hann býr í framtíðinni. Það veitir manni innblástur,“ sagði Jónsi Birgisson, söngvari Sigur Rósar, við Hogan. Hann sagði einnig að samstarfið gæti leitt eitthvað nýtt af sér. „Þetta gæti skipt út öllu sem við þekkjum. Símum, sjónvörpum, tölvum,“ bætti Georg Hólm, bassaleikari, við. Á meðal fyrirtækja sem hafa fjárfest í Magic Leap eru Alibaba, Google og JPMorgan.Kynningarmyndand Magic Leap
Tækni Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira