Framtíð án plasts í borginni okkar Sævar Þór Jónsson skrifar 18. desember 2017 21:04 Aukin notkun plasts hefur haft skaðleg áhrif á umhverfið og náttúruna. Þá hefur aukin umræða verið um svokallaðar plastagnir sem finnast í neysluvatni í mörgum borgum og hefur athugun á því hvort slíkar plastagnir finnist í neysluvatni hér á landi farið af stað. Umræðan erlendis um slíkar agnir eykst með ári hverju en taldar eru líkur á því að slíkar agnir valdi miklum skaða á lífríkinu og einnig átt sinn þátt í ýmsum heilsufarsvandamálum í fólki. Þrátt fyrir þessa miklu meinbugi á notkun plasts virðist hún ekki dragast saman hér á landi og ef eitthvað er þá eru vísbendingar um aukningu hennar til muna. Skýrasta myndin af því er gríðaleg plastsnotkun í umbúðum utan um neysluvarning. Má þá einnig benda á aðstæður í miðbænum um helgar en undirritaður hefur orðið þess var að þar er mikið af plastsúrgangi, s.s. plastglös og aðrir plasthlutir, á víð og dreif á götum borgarinnar eftir næturbrölt borgarbúa. Þá er deginum ljósara að allt þetta plast skilar sér ekki á réttan stað og því má leiða líkum að því að ákveðinn hluti þess fari út í sjó eða í umhverfið. Þá er ýmsum varningi í búðum pakkað í auknum mæli í plast umfram það sem getur talist eðlilegt og nauðsynlegt. Þrátt fyrir aukna áherslu á umhverfisvernd og flokkun sorps þá verður aldrei með góðu móti hægt að koma í veg fyrir skaðleg áhrif plasts á umhverfið í kringum okkur og á heilsu fólks. Það má því spyrja sig í hvaða tilvikum er notkun plasts nauðsynleg og hvenær er hægt að sleppa því. Er t.d. nauðsynlegt að við pökkum öllum varningi í plast t.d. setja matvörur og það sem við kaupum í búðum í plastpoka í stað taupoka. Verðum við ekki að ganga lengra en að tala um áhrif og láta í reynd verkin tala. Það er algjörlega óraunhæft að ætla að með því einu að leggja áherslu á vitundarvakningu almennings um skaðsemi plasts sé hægt að koma í veg fyrir skaðsemi þess. Ganga þarf enn lengra en gert er. Þótt ég sé ekki talsmaður þess að leggja hömlur á almenning og fyrirtæki þegar kemur að neyslu þá tel ég enga síður rétt miðað við alvarleika vandans vegna plastsnotkunar að t.d. borgaryfirvöld gangi lengra í þessu og banni notkun plasts eða takmarki notkun þess að verulegu leyti. Í þessu gæti falist að plastspokar verði bannaðir og að notkun á ílátum úr plasti verði takmörkuð að verulegu leyti þannig að notkun þess innan borgarinnar sé eingöngu heimil að takmörkuðu leyti. Þetta væri t.d. vel hægt út frá heilbrigðis- og hollustuvernd en fordæmi um svipaðar aðgerðir má finna í Evrópu. Hér er um mikið hagsmunamál fyrir velferð okkar út frá heilsufarslegum forsendum og umhverfislegum en í sífeldu mæli er verið að finna aukið magn af plasti í fiski og þar verðum við að vera í farabroddi að vinna gegn þeirri vá. Einnig verðum við að sýna gott fordæmi sem eftirsóttur áfangastaður fyrir erlenda ferðamenn og verðum að sýna í verki að við tökum umhverfismálin alvarlega. Með aukinni neyslu eykst vandinn og sé ekki tekið á honum með kerfisbreytingum og góðu fordæmi mun hann halda áfram að aukast til muna okkur öllum til skaða.Höfundur er lögmaður og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Mest lesið Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Sjá meira
Aukin notkun plasts hefur haft skaðleg áhrif á umhverfið og náttúruna. Þá hefur aukin umræða verið um svokallaðar plastagnir sem finnast í neysluvatni í mörgum borgum og hefur athugun á því hvort slíkar plastagnir finnist í neysluvatni hér á landi farið af stað. Umræðan erlendis um slíkar agnir eykst með ári hverju en taldar eru líkur á því að slíkar agnir valdi miklum skaða á lífríkinu og einnig átt sinn þátt í ýmsum heilsufarsvandamálum í fólki. Þrátt fyrir þessa miklu meinbugi á notkun plasts virðist hún ekki dragast saman hér á landi og ef eitthvað er þá eru vísbendingar um aukningu hennar til muna. Skýrasta myndin af því er gríðaleg plastsnotkun í umbúðum utan um neysluvarning. Má þá einnig benda á aðstæður í miðbænum um helgar en undirritaður hefur orðið þess var að þar er mikið af plastsúrgangi, s.s. plastglös og aðrir plasthlutir, á víð og dreif á götum borgarinnar eftir næturbrölt borgarbúa. Þá er deginum ljósara að allt þetta plast skilar sér ekki á réttan stað og því má leiða líkum að því að ákveðinn hluti þess fari út í sjó eða í umhverfið. Þá er ýmsum varningi í búðum pakkað í auknum mæli í plast umfram það sem getur talist eðlilegt og nauðsynlegt. Þrátt fyrir aukna áherslu á umhverfisvernd og flokkun sorps þá verður aldrei með góðu móti hægt að koma í veg fyrir skaðleg áhrif plasts á umhverfið í kringum okkur og á heilsu fólks. Það má því spyrja sig í hvaða tilvikum er notkun plasts nauðsynleg og hvenær er hægt að sleppa því. Er t.d. nauðsynlegt að við pökkum öllum varningi í plast t.d. setja matvörur og það sem við kaupum í búðum í plastpoka í stað taupoka. Verðum við ekki að ganga lengra en að tala um áhrif og láta í reynd verkin tala. Það er algjörlega óraunhæft að ætla að með því einu að leggja áherslu á vitundarvakningu almennings um skaðsemi plasts sé hægt að koma í veg fyrir skaðsemi þess. Ganga þarf enn lengra en gert er. Þótt ég sé ekki talsmaður þess að leggja hömlur á almenning og fyrirtæki þegar kemur að neyslu þá tel ég enga síður rétt miðað við alvarleika vandans vegna plastsnotkunar að t.d. borgaryfirvöld gangi lengra í þessu og banni notkun plasts eða takmarki notkun þess að verulegu leyti. Í þessu gæti falist að plastspokar verði bannaðir og að notkun á ílátum úr plasti verði takmörkuð að verulegu leyti þannig að notkun þess innan borgarinnar sé eingöngu heimil að takmörkuðu leyti. Þetta væri t.d. vel hægt út frá heilbrigðis- og hollustuvernd en fordæmi um svipaðar aðgerðir má finna í Evrópu. Hér er um mikið hagsmunamál fyrir velferð okkar út frá heilsufarslegum forsendum og umhverfislegum en í sífeldu mæli er verið að finna aukið magn af plasti í fiski og þar verðum við að vera í farabroddi að vinna gegn þeirri vá. Einnig verðum við að sýna gott fordæmi sem eftirsóttur áfangastaður fyrir erlenda ferðamenn og verðum að sýna í verki að við tökum umhverfismálin alvarlega. Með aukinni neyslu eykst vandinn og sé ekki tekið á honum með kerfisbreytingum og góðu fordæmi mun hann halda áfram að aukast til muna okkur öllum til skaða.Höfundur er lögmaður og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun