Pólskur glæpahópur á Íslandi: „Skýrasta dæmi um skipulagða brotastarfsemi sem við höfum séð“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. desember 2017 21:00 Karl Steinar Valsson, tengiliður Íslands í Europol, segir þá brotastarfsemi sem þrír Pólverjar eru grunaðir að hafa staðið að hér á Íslandi vera að mörgu leyti merkilega fyrir okkur Íslendinga. „Fíkniefnaþátturinn er einn þáttur, peningaþvottur annar - og alls kyns svikastarfsemi. Þessi fjölþætta brotastarfsemi er skýrasta dæmi um skipulagða brotastarfsemi sem við höfum séð, í mjög langan tíma,“ segir Karl Steinar. Síðastliðið ár hafa lögregluyfirvöld á Íslandi, Í Hollandi og Póllandi rannsakað alþjóðlegan glæpahring sem á rætur sínar að rekja til Póllands. Í síðustu viku voru fimm Pólverjar handteknir hér á landi og þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um stórfelldan innflutning og framleiðslu fíkniefna, fjársvik og peningaþvætti. Lagt var hald á amfetamínbasa og MDMA-töflur að verðmæti 400 milljóna að götuvirði auk fasteigna, bíla, fjármuna og hluta í fyrirtækjum að virði 200 milljóna. Ekki er vitað til þess að glæpastarfsemin teygi sig til annarra Norðurlanda. „Ég held við verðum að horfast í augu við að ástæðan að hóparnir koma til Íslands er að þeir telja sig geta unnið hér með skipulögðum hætti.“Er komin pólsk mafía á Íslandi? „Ég veit ekki hvað við getum kallað það en í þessu tilviki er pólskur brotahópur sem við teljum hafa verið með margs konar brotastarfsemi hér á landi,“ segir Karl Steinar og að það henti tungutaki hvers og eins hvað við köllum það. „En það er alveg ljóst að þetta er nýr veruleiki sem við stöndum frammi fyrir og við þurfum að bregðast við því.“ Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Karl Steinar Valsson, tengiliður Íslands í Europol, segir þá brotastarfsemi sem þrír Pólverjar eru grunaðir að hafa staðið að hér á Íslandi vera að mörgu leyti merkilega fyrir okkur Íslendinga. „Fíkniefnaþátturinn er einn þáttur, peningaþvottur annar - og alls kyns svikastarfsemi. Þessi fjölþætta brotastarfsemi er skýrasta dæmi um skipulagða brotastarfsemi sem við höfum séð, í mjög langan tíma,“ segir Karl Steinar. Síðastliðið ár hafa lögregluyfirvöld á Íslandi, Í Hollandi og Póllandi rannsakað alþjóðlegan glæpahring sem á rætur sínar að rekja til Póllands. Í síðustu viku voru fimm Pólverjar handteknir hér á landi og þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um stórfelldan innflutning og framleiðslu fíkniefna, fjársvik og peningaþvætti. Lagt var hald á amfetamínbasa og MDMA-töflur að verðmæti 400 milljóna að götuvirði auk fasteigna, bíla, fjármuna og hluta í fyrirtækjum að virði 200 milljóna. Ekki er vitað til þess að glæpastarfsemin teygi sig til annarra Norðurlanda. „Ég held við verðum að horfast í augu við að ástæðan að hóparnir koma til Íslands er að þeir telja sig geta unnið hér með skipulögðum hætti.“Er komin pólsk mafía á Íslandi? „Ég veit ekki hvað við getum kallað það en í þessu tilviki er pólskur brotahópur sem við teljum hafa verið með margs konar brotastarfsemi hér á landi,“ segir Karl Steinar og að það henti tungutaki hvers og eins hvað við köllum það. „En það er alveg ljóst að þetta er nýr veruleiki sem við stöndum frammi fyrir og við þurfum að bregðast við því.“
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira