Góðar líkur á hvítum jólum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. desember 2017 11:08 Spáð er snjókomu á Þorláksmessu og aðfangadag. Vísir/Eyþór Góðar líkur eru á því að landsmenn muni fagna hvítum jólum, samkvæmt textaspá á vef Veðurstofunnar. Hlýindin sem leika við landið í dag eru ekki komin til að vera og má búast við því að það kólni aftur á morgun. „Eftir daginn í dag verður meira og minna grátt á landinu, eða autt. Svo kemur snjór en hann fer aftur og kemur svo aftur að öllum líkindum á Þorláksmessu,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hann tekur þó fram að enn eru sex dagar í jól og því geti margt gerst fram að því. Það eigi að rigna í dag en búast megi við éljagangi á morgun og á miðvikudag. „Svo kemur aftur rigning á föstudaginn. Þá gæti snjórinn farið sem kemur í éljaganginum á morgun og hinn. En svo kólnar aftur á Þorláksmessu og það verður komið frost á öllu landinu á Aðfangadag og það er svona úrkomubakkar að lóna hérna við Suðurlandið, sem gætu gert jólasnjó. Mér finnst mjög líklegt að það snjói norðan- og austanlands. Gæti líka gert það sunnanlands líka.“Þannig að landsmenn mega gera ráð fyrir hvítum jólum? „það eru alveg góðar líkur á því nokkuð víða á landinu, að það komi jólasnjór.“Veðurhorfur á landinu Suðlægur vindur, 8-15 m/s og sums staðar lítils háttar væta, en þurrviðri NA-til. Fer að rigna kringum hádegi, talsverð og jafn vel mikil rigning S-til í kvöld, einnig dálítil rigning NA-til. Hiti 3 til 11 stig, hlýjast á A-landi. Suðvestan 10-18 og víða skúrir eða él á morgun, hvassast við sjávarsíðuna, en hægari og léttir til fyrir austan. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag: Suðvestanátt, víða 13-18 m/s og éljagangur, en þurrt og bjart norðaustan- og austanlands. Hiti kringum frostmark.Á fimmtudag: Allhvöss suðvestanátt og éljagangur framan af degi, en dregur úr vindi og éljum eftir hádegi. Léttskýjað austantil á landinu. Frost 0 til 4 stig.Á föstudag: Gengur í allhvassa suðaustanátt með rigningu eða slyddu, einkum sunnanlands. Hiti 1 til 7 stig, hlýjast syðst. Norðaustan strekkingur og snjókoma á norðanverðu landinu um kvöldið, en þá úrkomulítið sunnantil.Á laugardag (Þorláksmessa): Norðaustlæg eða breytileg átt og líkur á snjókomu eða éljum í flestum landshlutum. Víða vægt frost, en hiti rétt yfir frostmarki með suðurströndinni.Á sunnudag (aðfangadagur jóla): Ákveðin norðaustanátt með éljum norðan- og austanlands, en líkur á snjókomu um tíma sunnanlands. Úrkomulítið á Vesturlandi. Frost 1 til 7 stig. Jól Veður Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira
Góðar líkur eru á því að landsmenn muni fagna hvítum jólum, samkvæmt textaspá á vef Veðurstofunnar. Hlýindin sem leika við landið í dag eru ekki komin til að vera og má búast við því að það kólni aftur á morgun. „Eftir daginn í dag verður meira og minna grátt á landinu, eða autt. Svo kemur snjór en hann fer aftur og kemur svo aftur að öllum líkindum á Þorláksmessu,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hann tekur þó fram að enn eru sex dagar í jól og því geti margt gerst fram að því. Það eigi að rigna í dag en búast megi við éljagangi á morgun og á miðvikudag. „Svo kemur aftur rigning á föstudaginn. Þá gæti snjórinn farið sem kemur í éljaganginum á morgun og hinn. En svo kólnar aftur á Þorláksmessu og það verður komið frost á öllu landinu á Aðfangadag og það er svona úrkomubakkar að lóna hérna við Suðurlandið, sem gætu gert jólasnjó. Mér finnst mjög líklegt að það snjói norðan- og austanlands. Gæti líka gert það sunnanlands líka.“Þannig að landsmenn mega gera ráð fyrir hvítum jólum? „það eru alveg góðar líkur á því nokkuð víða á landinu, að það komi jólasnjór.“Veðurhorfur á landinu Suðlægur vindur, 8-15 m/s og sums staðar lítils háttar væta, en þurrviðri NA-til. Fer að rigna kringum hádegi, talsverð og jafn vel mikil rigning S-til í kvöld, einnig dálítil rigning NA-til. Hiti 3 til 11 stig, hlýjast á A-landi. Suðvestan 10-18 og víða skúrir eða él á morgun, hvassast við sjávarsíðuna, en hægari og léttir til fyrir austan. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag: Suðvestanátt, víða 13-18 m/s og éljagangur, en þurrt og bjart norðaustan- og austanlands. Hiti kringum frostmark.Á fimmtudag: Allhvöss suðvestanátt og éljagangur framan af degi, en dregur úr vindi og éljum eftir hádegi. Léttskýjað austantil á landinu. Frost 0 til 4 stig.Á föstudag: Gengur í allhvassa suðaustanátt með rigningu eða slyddu, einkum sunnanlands. Hiti 1 til 7 stig, hlýjast syðst. Norðaustan strekkingur og snjókoma á norðanverðu landinu um kvöldið, en þá úrkomulítið sunnantil.Á laugardag (Þorláksmessa): Norðaustlæg eða breytileg átt og líkur á snjókomu eða éljum í flestum landshlutum. Víða vægt frost, en hiti rétt yfir frostmarki með suðurströndinni.Á sunnudag (aðfangadagur jóla): Ákveðin norðaustanátt með éljum norðan- og austanlands, en líkur á snjókomu um tíma sunnanlands. Úrkomulítið á Vesturlandi. Frost 1 til 7 stig.
Jól Veður Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira