Geggjuð tilfinning en eins og þetta væri eitthvert aprílgabb Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. desember 2017 06:30 Ágúst Elí hefur verið mjög öflugur í marki FH í vetur. fréttablaðið/stefán „Ég var í prófum og því með slökkt á símanum. Ég veit því ekki hvort Geir var eitthvað að reyna að ná í mig. Ég sá því bara á netinu að ég hefði verið valinn í EM-hópinn,“ segir Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, en hann mun þreyta frumraun sína á stórmóti í Króatíu í janúar. Það var ljóst að Björgvin Páll Gústavsson væri að fara á EM en baráttan um hitt markvarðarsætið var hörð. Ágúst Elí búinn að vera mjög öflugur í vetur og sömu sögu má segja um reynsluboltann Hreiðar Levý Guðmundsson sem hefur farið á kostum í marki Gróttu.Öskraði ekki „Tilfinningin var gríðarlega góð er ég sá fréttina á föstudaginn. Geggjuð tilfinning þó svo ég hafi ekki öskrað. Ég var samt ótrúlega glaður. Það kemur eitthvert stundarbrjálæði yfir mann. Tilfinning eins og þetta sé eitthvert aprílgabb en svo áttar maður sig á því að þetta er ekkert grín og ég er á leiðinni á stórmót. Þá kemur yfir mann smá stress og maður verður að tækla það. Ég mun gera það,“ segir hinn 22 ára gamli Ágúst Elí sem er sálfræðinemi í HÍ. Eins og áður segir var baráttan um markvarðarsætin í hópnum hörð en FH-ingurinn var nokkuð bjartsýnn á að hann fengi sæti. „Ég var búinn að ímynda mér að það færu þrír markverðir út og var að vonast eftir því að vera einn af þeim. Ég stefndi á þetta en maður veit aldrei hvað þjálfarinn er að pæla eða hvað honum finnst um mig,“ segir markvörðurinn ungi en Geir Sveinsson landsliðsþjálfari hefur ýjað að því að bæta þriðja markverðinum við hópinn sem setur meiri pressu á þá sem hafa þegar verið valdir. „Ég er samt ekkert að pæla mikið í hvað ef. Ég reyni að einbeita mér að því að ég sé nógu góður og eigi skilið þetta sæti í hópnum. Þetta mun alltaf ráðast af frammistöðunni í leikjum og æfingum.“Var fjarlægur draumur Bæði Björgvin Páll og Aron Rafn Eðvarðsson komu heim fyrir tímabilið og því voru allir þeir markverðir sem hafa verið í landsliðshópunum síðustu misseri að spila í Olís-deildinni. Það gaf Ágústi meiri von en ella um að hann næði markmiði sínu að komast í landsliðið. „Þetta hefur alltaf verið fjarlægur draumur en þegar þeir koma heim þá veit ég að nú get ég miðað mig betur við þessa kalla. Svo kom Evrópukeppnin inn hjá okkur í FH og þá sá ég að ég er á pari við marga góða markverði úti í heimi sem og bestu markmenn á Íslandi. Þá hvarf efinn um að ég væri ekki nógu góður og þá kviknaði vonin um að þetta gæti gerst,“ segir Ágúst Elí og ákvað að leggja enn meira á sig. „Ég hef verið gríðarlega duglegur að æfa. Roland Eradze er markmannsþjálfarinn minn og svo er ég í styrktarþjálfun líka. Svo hef ég kíkt til markþjálfara. Ég hef sett aukapúður í þetta og það er að skila sér.“Flott að fá meiri pressu Ágúst Elí verður í eldlínunni í kvöld þegar FH spilar lokaleik sinn á árinu. Það er enginn smá leikur því Haukarnir eru að koma í heimsókn. Þá verður strax meiri pressa á honum enda orðinn landsliðsmarkvörður á leið á stórmót. „Ég geri mér fulla grein fyrir því og tek því fagnandi að fólk sé að setja meiri pressu á mig. Þetta verður mjög skemmtilegur leikur. Einn af okkar stærstu leikjum og meira en tvö stig í húfi. Það er heiðurinn í bænum.“ EM 2018 í handbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
„Ég var í prófum og því með slökkt á símanum. Ég veit því ekki hvort Geir var eitthvað að reyna að ná í mig. Ég sá því bara á netinu að ég hefði verið valinn í EM-hópinn,“ segir Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, en hann mun þreyta frumraun sína á stórmóti í Króatíu í janúar. Það var ljóst að Björgvin Páll Gústavsson væri að fara á EM en baráttan um hitt markvarðarsætið var hörð. Ágúst Elí búinn að vera mjög öflugur í vetur og sömu sögu má segja um reynsluboltann Hreiðar Levý Guðmundsson sem hefur farið á kostum í marki Gróttu.Öskraði ekki „Tilfinningin var gríðarlega góð er ég sá fréttina á föstudaginn. Geggjuð tilfinning þó svo ég hafi ekki öskrað. Ég var samt ótrúlega glaður. Það kemur eitthvert stundarbrjálæði yfir mann. Tilfinning eins og þetta sé eitthvert aprílgabb en svo áttar maður sig á því að þetta er ekkert grín og ég er á leiðinni á stórmót. Þá kemur yfir mann smá stress og maður verður að tækla það. Ég mun gera það,“ segir hinn 22 ára gamli Ágúst Elí sem er sálfræðinemi í HÍ. Eins og áður segir var baráttan um markvarðarsætin í hópnum hörð en FH-ingurinn var nokkuð bjartsýnn á að hann fengi sæti. „Ég var búinn að ímynda mér að það færu þrír markverðir út og var að vonast eftir því að vera einn af þeim. Ég stefndi á þetta en maður veit aldrei hvað þjálfarinn er að pæla eða hvað honum finnst um mig,“ segir markvörðurinn ungi en Geir Sveinsson landsliðsþjálfari hefur ýjað að því að bæta þriðja markverðinum við hópinn sem setur meiri pressu á þá sem hafa þegar verið valdir. „Ég er samt ekkert að pæla mikið í hvað ef. Ég reyni að einbeita mér að því að ég sé nógu góður og eigi skilið þetta sæti í hópnum. Þetta mun alltaf ráðast af frammistöðunni í leikjum og æfingum.“Var fjarlægur draumur Bæði Björgvin Páll og Aron Rafn Eðvarðsson komu heim fyrir tímabilið og því voru allir þeir markverðir sem hafa verið í landsliðshópunum síðustu misseri að spila í Olís-deildinni. Það gaf Ágústi meiri von en ella um að hann næði markmiði sínu að komast í landsliðið. „Þetta hefur alltaf verið fjarlægur draumur en þegar þeir koma heim þá veit ég að nú get ég miðað mig betur við þessa kalla. Svo kom Evrópukeppnin inn hjá okkur í FH og þá sá ég að ég er á pari við marga góða markverði úti í heimi sem og bestu markmenn á Íslandi. Þá hvarf efinn um að ég væri ekki nógu góður og þá kviknaði vonin um að þetta gæti gerst,“ segir Ágúst Elí og ákvað að leggja enn meira á sig. „Ég hef verið gríðarlega duglegur að æfa. Roland Eradze er markmannsþjálfarinn minn og svo er ég í styrktarþjálfun líka. Svo hef ég kíkt til markþjálfara. Ég hef sett aukapúður í þetta og það er að skila sér.“Flott að fá meiri pressu Ágúst Elí verður í eldlínunni í kvöld þegar FH spilar lokaleik sinn á árinu. Það er enginn smá leikur því Haukarnir eru að koma í heimsókn. Þá verður strax meiri pressa á honum enda orðinn landsliðsmarkvörður á leið á stórmót. „Ég geri mér fulla grein fyrir því og tek því fagnandi að fólk sé að setja meiri pressu á mig. Þetta verður mjög skemmtilegur leikur. Einn af okkar stærstu leikjum og meira en tvö stig í húfi. Það er heiðurinn í bænum.“
EM 2018 í handbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira