Safna fyrir heimili fyrir heimilislausa Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. desember 2017 21:45 Kærleikssamtökin og Náunginn hjálparsamtök hafa ákveðið að safna fyrir húsi handa heimilislausu fólki. Húsið er í Safamýri 89, það er fimm hundruð fermetrar og með sex íbúðum. Húsið hefur verið til sölu í sjö ár en það er útbúið fjölda herbergja með tilbúnum rúmum enda fór þar áður fram leigustarfsemi. Verðmiðinn er tvö hundruð milljónir. Sigurlaug Guðný Ingólfsdóttir, formaður Kærleikssamtakanna, hefur haft augastað á húsinu í nokkurn tíma. Hún segir söfnunina standa á núlli en nú sé verið að kynna hugmyndina, bæði fyrir almenningi og svo eigi samtökin fund með borgarstjóra á næstu dögum. „Síðan er í framhaldi að tala við fjárfesta, einstaklinga, og fyrirtæki sem hafa hug á að styrkja þetta. Þetta hús stendur tómt og við getum komið hingað inn á morgun en það eina sem stendur í vegi fyrir því er fjármagn," segir Sigurlaug og bendir á að húsið sé hentugt í þessa starfsemi. Heimilislausir er þó hópur ólíkra einstaklinga og ekki er enn nákvæmlega skilgreint fyrir hverja úrræðið er. Margrét Friðriksdóttir, formaður Náungans - hjálparsamtaka, segir þörfina sannarlega fyrir hendi. „Okkur hefur ekki fundist nógu mikið gert fyrir þennan hóp og alltaf stækkar hópurinn,“ segir Margrét. Tengdar fréttir Nauðsynlegt að koma fólki strax í skjól Fólki sem er á götunni í Reykjavík verður boðið að flytja inn í íbúðir í borginni og á Víðinesi á næstu dögum og vikum að sögn borgarstjóra, sem segir nauðsynlegt að koma fólkinu strax í skjól. Fréttastofa skoðaði nýtt úrræði fyrir heimilislausa í Kópavogi en fyrsti íbúinn flytur inn næstkomandi föstudag 3. desember 2017 19:15 Utangarðsfólk fær fleiri íbúðir Sextíu milljóna króna viðbótrarframlag til stuðnings við búsetu utangarðsfólks var samþykkt með breytingartillögum við fjárhagsáætlun borgarinnar í fyrradag. 7. desember 2017 20:00 Vill frekar tjaldsvæðið en að fara í Víðines Fimm íbúar á tjaldsvæðinu í Laugardal hafa lýst áhuga á að flytja í húsnæði Reykjavíkurborgar í Víðinesi. Hugsað sem tímabundið úrræði. "Ég þarf varanlegt húsnæði,“ segir einn íbúanna sem ætlar að vera áfram í Laugardal. 16. desember 2017 07:00 Íbúum tjaldsvæðsins hrollkalt í rafmagnsleysi Rafmagn fór af tjaldsvæðinu í Laugardal um miðnætti og var ekki komið á aftur á sjöunda tímanum í morgun. 8. desember 2017 07:30 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Kærleikssamtökin og Náunginn hjálparsamtök hafa ákveðið að safna fyrir húsi handa heimilislausu fólki. Húsið er í Safamýri 89, það er fimm hundruð fermetrar og með sex íbúðum. Húsið hefur verið til sölu í sjö ár en það er útbúið fjölda herbergja með tilbúnum rúmum enda fór þar áður fram leigustarfsemi. Verðmiðinn er tvö hundruð milljónir. Sigurlaug Guðný Ingólfsdóttir, formaður Kærleikssamtakanna, hefur haft augastað á húsinu í nokkurn tíma. Hún segir söfnunina standa á núlli en nú sé verið að kynna hugmyndina, bæði fyrir almenningi og svo eigi samtökin fund með borgarstjóra á næstu dögum. „Síðan er í framhaldi að tala við fjárfesta, einstaklinga, og fyrirtæki sem hafa hug á að styrkja þetta. Þetta hús stendur tómt og við getum komið hingað inn á morgun en það eina sem stendur í vegi fyrir því er fjármagn," segir Sigurlaug og bendir á að húsið sé hentugt í þessa starfsemi. Heimilislausir er þó hópur ólíkra einstaklinga og ekki er enn nákvæmlega skilgreint fyrir hverja úrræðið er. Margrét Friðriksdóttir, formaður Náungans - hjálparsamtaka, segir þörfina sannarlega fyrir hendi. „Okkur hefur ekki fundist nógu mikið gert fyrir þennan hóp og alltaf stækkar hópurinn,“ segir Margrét.
Tengdar fréttir Nauðsynlegt að koma fólki strax í skjól Fólki sem er á götunni í Reykjavík verður boðið að flytja inn í íbúðir í borginni og á Víðinesi á næstu dögum og vikum að sögn borgarstjóra, sem segir nauðsynlegt að koma fólkinu strax í skjól. Fréttastofa skoðaði nýtt úrræði fyrir heimilislausa í Kópavogi en fyrsti íbúinn flytur inn næstkomandi föstudag 3. desember 2017 19:15 Utangarðsfólk fær fleiri íbúðir Sextíu milljóna króna viðbótrarframlag til stuðnings við búsetu utangarðsfólks var samþykkt með breytingartillögum við fjárhagsáætlun borgarinnar í fyrradag. 7. desember 2017 20:00 Vill frekar tjaldsvæðið en að fara í Víðines Fimm íbúar á tjaldsvæðinu í Laugardal hafa lýst áhuga á að flytja í húsnæði Reykjavíkurborgar í Víðinesi. Hugsað sem tímabundið úrræði. "Ég þarf varanlegt húsnæði,“ segir einn íbúanna sem ætlar að vera áfram í Laugardal. 16. desember 2017 07:00 Íbúum tjaldsvæðsins hrollkalt í rafmagnsleysi Rafmagn fór af tjaldsvæðinu í Laugardal um miðnætti og var ekki komið á aftur á sjöunda tímanum í morgun. 8. desember 2017 07:30 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Nauðsynlegt að koma fólki strax í skjól Fólki sem er á götunni í Reykjavík verður boðið að flytja inn í íbúðir í borginni og á Víðinesi á næstu dögum og vikum að sögn borgarstjóra, sem segir nauðsynlegt að koma fólkinu strax í skjól. Fréttastofa skoðaði nýtt úrræði fyrir heimilislausa í Kópavogi en fyrsti íbúinn flytur inn næstkomandi föstudag 3. desember 2017 19:15
Utangarðsfólk fær fleiri íbúðir Sextíu milljóna króna viðbótrarframlag til stuðnings við búsetu utangarðsfólks var samþykkt með breytingartillögum við fjárhagsáætlun borgarinnar í fyrradag. 7. desember 2017 20:00
Vill frekar tjaldsvæðið en að fara í Víðines Fimm íbúar á tjaldsvæðinu í Laugardal hafa lýst áhuga á að flytja í húsnæði Reykjavíkurborgar í Víðinesi. Hugsað sem tímabundið úrræði. "Ég þarf varanlegt húsnæði,“ segir einn íbúanna sem ætlar að vera áfram í Laugardal. 16. desember 2017 07:00
Íbúum tjaldsvæðsins hrollkalt í rafmagnsleysi Rafmagn fór af tjaldsvæðinu í Laugardal um miðnætti og var ekki komið á aftur á sjöunda tímanum í morgun. 8. desember 2017 07:30