Fátækar fjölskyldur á Suðurnesjum: „Sumir halda náttfatajól því það eru ekki til spariföt“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 16. desember 2017 20:30 73 fjölskyldur af Suðurnesjum þáðu matar- og jólagjafir frá Velferðarsjóði Suðurnesja og Hjálparstarfi kirkjunnar til að geta haldið gleðiðleg jól. Úthlutunin fór fram á fimmtudag. Hver fjölskylda fær inneign í matvöruverslun og allir fá jólagjöf sem góðgerðarfélagið Litlu hjörtun hefur séð um að safna fyrir og kaupa. „Við erum rík í þessu samfélagi þegar svo margir hugsa um þá sem minna hafa og við gátum gefið góðar gjafir,“ segir Þórunn Þórisdóttir, rekstrarstjóri Keflavíkurkirkju og umsjónarmaður úthlutunarinnar. Þórunn segir alls konar fólk sækja aðstoð, láglaunafólk, verkafólk, öryrkja og þeir sem hafa orðið undir í lífinu af ýmsum ástæðum. „Þetta er að megninu til barnafjölskyldur, sumar mjög barnstórar með fimm til sex börn og fólk jafnvel í fullri vinnu en ná bara ekki endum saman.“ Fjöldinn er svipaður og síðustu ár þrátt fyrir betra atvinnuástand á Suðurnesjum. „Launin eru oft ansi lág. Fólk getur ekki lifað af launum í fullri vinnu en er samt að spara og standa sig vel.“ Þórunn segir fólk finna nýjar leiðir til að halda jól án þess að það kosti of mikið. „Sumir halda náttfatajól því það eru ekki til spariföt og ekki peningur fyrir sparifötum. Börnunum finnst það bara kósý. Fólk býr sér til sína umgjörð og sinn frið í hjarta,“ segir Þórunn. Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Fleiri fréttir Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Sjá meira
73 fjölskyldur af Suðurnesjum þáðu matar- og jólagjafir frá Velferðarsjóði Suðurnesja og Hjálparstarfi kirkjunnar til að geta haldið gleðiðleg jól. Úthlutunin fór fram á fimmtudag. Hver fjölskylda fær inneign í matvöruverslun og allir fá jólagjöf sem góðgerðarfélagið Litlu hjörtun hefur séð um að safna fyrir og kaupa. „Við erum rík í þessu samfélagi þegar svo margir hugsa um þá sem minna hafa og við gátum gefið góðar gjafir,“ segir Þórunn Þórisdóttir, rekstrarstjóri Keflavíkurkirkju og umsjónarmaður úthlutunarinnar. Þórunn segir alls konar fólk sækja aðstoð, láglaunafólk, verkafólk, öryrkja og þeir sem hafa orðið undir í lífinu af ýmsum ástæðum. „Þetta er að megninu til barnafjölskyldur, sumar mjög barnstórar með fimm til sex börn og fólk jafnvel í fullri vinnu en ná bara ekki endum saman.“ Fjöldinn er svipaður og síðustu ár þrátt fyrir betra atvinnuástand á Suðurnesjum. „Launin eru oft ansi lág. Fólk getur ekki lifað af launum í fullri vinnu en er samt að spara og standa sig vel.“ Þórunn segir fólk finna nýjar leiðir til að halda jól án þess að það kosti of mikið. „Sumir halda náttfatajól því það eru ekki til spariföt og ekki peningur fyrir sparifötum. Börnunum finnst það bara kósý. Fólk býr sér til sína umgjörð og sinn frið í hjarta,“ segir Þórunn.
Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Fleiri fréttir Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Sjá meira