Fjármálaráðherra: Sjálfstæðisflokkurinn vill umfram allt bæta lífskjör hins venjulega vinnandi manns Heimir Már Pétursson skrifar 15. desember 2017 20:00 Fjármálaráðherra segir stefnu Sjálfstæðisflokksins snúast um það eitt umfram annað og það sé að bæta lífskjör hins venjulega vinnandi manns í landinu. Stjórnarandstaðan segir hins vegar erfitt að finna loforð um skattalækkanir í fjárlagafrumvarpinu og hundrað milljarða innspýtingu í innviði samfélagsins. Alþingismenn þurfa að hafa hraðar hendur við afgreiðslu fjárlaga ef því á að ljúka fyrir áramót. En fyrsta umræða um fjárlagafrumvarpið hófst á Alþingi í morgun og er stefnt að því að ljúka þeirri umræðu í kvöld. „Þetta fjárlagafrumvarp er fjárlagafrumvarp fyrir land sem er í sókn. Við erum að sækja fram á grundvelli þessa fjárlagafrumvarps, við erum í sókn til bættra lífskjara fyrir alla landsmenn,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar hann mælti fyrir fjárlagafrumvarpinu. Ágúst Ólafur Ágústsson fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd sagði frumvarpið langt frá loforðum Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningar um 100 milljarða aukningu til uppbyggingar innviða. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði miklum samgöngubótum. Nú kemur í ljós að viðbótin hér er einungis brot af því. Þetta hefur vegamálastjóri staðfest í gær. Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði líka að styrkja heilbrigðiskerfið. En forstjóri Landsspítalans staðfesti einnig í gær að enn vantar talsvert upp á að hægt sé að halda bara sjó þar,“ sagði Ágúst Ólafur.Fjármálaráðherra spurði þingmanninn hvar milljarða tugirnir væru þingmaðurinn ætlaði að sækja? „Og hver átti að greiða þá? (frammíkall frá Loga Einarssyni: Það varst þú sem lofaðir). Það var aldrei ég sem talaði fyrir skattahækkunum þótt Samfylkingin hafi verið sönn (frammíkal frá Loga: Það varst þú sem lofaðir 100 milljörðum) þótt Samfylkingin hafi verið sönn hugsjónum sínum um að tala fyrir hærri sköttum á vinnandi fólk, hærri sköttum á atvinnustarfsemina og hærri sköttum alls staðar þar sem hægt er að (frammíkall frá Loga: Svaraðu) við að koma,“ sagði Bjarni. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sló þá í bjölluna og sagði: „Forseti biður þingmenn að gefa hæstvirtum ráðherra færi á að svara. Það er guðvelkomið að skrá formann Samfylkingarinnar á mælendaskrá. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði ekki hægt að finna stefnu Sjálfstæðisflokksins um skattalækkanir í fjárlagafrumvarpinu. „Hæstvirtur fjármálaráðherra ríður hér á vaðið í nýrri ríkisstjórn undir forystu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og kynnir skattahækkanir. Meðal annars fimmtíu prósent hækkun á kolefnisgjaldi og látið fylgja sögunni að það sé bara byrjunin. Við megum eiga von á enn frekari hækkun þar og raunar ætli menn sér að finna fleiri skatta,“ sagði Sigmundur Davíð. Fjármálaráðherra gaf ekki mikið fyrir þessar fullyrðingar. „Hér er því einfaldlega haldið fram að fjárlagafrumvarpið og áherslur ríkisstjórnarinnar endurspegli ekki stefnu míns flokks. Það er bara einhver upplifun háttvirts þingmanns sem hann verður að lifa með og ég verð að sætta mig við. En staðreyndin er bara sú þegar öllu er á botninn er hvolft að þá snýst stefna míns flokks og aðkoma okkar að ríkisstjórn um eitt umfram allt annað. Sem er að bæta lífskjör hins venjulega vinnandi manns hér í landinu og það er að takast vel,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2018 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Fjármálaráðherra segir stefnu Sjálfstæðisflokksins snúast um það eitt umfram annað og það sé að bæta lífskjör hins venjulega vinnandi manns í landinu. Stjórnarandstaðan segir hins vegar erfitt að finna loforð um skattalækkanir í fjárlagafrumvarpinu og hundrað milljarða innspýtingu í innviði samfélagsins. Alþingismenn þurfa að hafa hraðar hendur við afgreiðslu fjárlaga ef því á að ljúka fyrir áramót. En fyrsta umræða um fjárlagafrumvarpið hófst á Alþingi í morgun og er stefnt að því að ljúka þeirri umræðu í kvöld. „Þetta fjárlagafrumvarp er fjárlagafrumvarp fyrir land sem er í sókn. Við erum að sækja fram á grundvelli þessa fjárlagafrumvarps, við erum í sókn til bættra lífskjara fyrir alla landsmenn,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar hann mælti fyrir fjárlagafrumvarpinu. Ágúst Ólafur Ágústsson fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd sagði frumvarpið langt frá loforðum Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningar um 100 milljarða aukningu til uppbyggingar innviða. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði miklum samgöngubótum. Nú kemur í ljós að viðbótin hér er einungis brot af því. Þetta hefur vegamálastjóri staðfest í gær. Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði líka að styrkja heilbrigðiskerfið. En forstjóri Landsspítalans staðfesti einnig í gær að enn vantar talsvert upp á að hægt sé að halda bara sjó þar,“ sagði Ágúst Ólafur.Fjármálaráðherra spurði þingmanninn hvar milljarða tugirnir væru þingmaðurinn ætlaði að sækja? „Og hver átti að greiða þá? (frammíkall frá Loga Einarssyni: Það varst þú sem lofaðir). Það var aldrei ég sem talaði fyrir skattahækkunum þótt Samfylkingin hafi verið sönn (frammíkal frá Loga: Það varst þú sem lofaðir 100 milljörðum) þótt Samfylkingin hafi verið sönn hugsjónum sínum um að tala fyrir hærri sköttum á vinnandi fólk, hærri sköttum á atvinnustarfsemina og hærri sköttum alls staðar þar sem hægt er að (frammíkall frá Loga: Svaraðu) við að koma,“ sagði Bjarni. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sló þá í bjölluna og sagði: „Forseti biður þingmenn að gefa hæstvirtum ráðherra færi á að svara. Það er guðvelkomið að skrá formann Samfylkingarinnar á mælendaskrá. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði ekki hægt að finna stefnu Sjálfstæðisflokksins um skattalækkanir í fjárlagafrumvarpinu. „Hæstvirtur fjármálaráðherra ríður hér á vaðið í nýrri ríkisstjórn undir forystu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og kynnir skattahækkanir. Meðal annars fimmtíu prósent hækkun á kolefnisgjaldi og látið fylgja sögunni að það sé bara byrjunin. Við megum eiga von á enn frekari hækkun þar og raunar ætli menn sér að finna fleiri skatta,“ sagði Sigmundur Davíð. Fjármálaráðherra gaf ekki mikið fyrir þessar fullyrðingar. „Hér er því einfaldlega haldið fram að fjárlagafrumvarpið og áherslur ríkisstjórnarinnar endurspegli ekki stefnu míns flokks. Það er bara einhver upplifun háttvirts þingmanns sem hann verður að lifa með og ég verð að sætta mig við. En staðreyndin er bara sú þegar öllu er á botninn er hvolft að þá snýst stefna míns flokks og aðkoma okkar að ríkisstjórn um eitt umfram allt annað. Sem er að bæta lífskjör hins venjulega vinnandi manns hér í landinu og það er að takast vel,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2018 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira