Fyrsta leik kvöldsins í bikarkeppni HSÍ, Coca Cola-bikarnum, er lokið en Selfoss lagði 1. deildarlið KA, 22-29, í skemmtilegum leik fyrir norðan.
Selfoss náði fljótt fjögurra marka forystu og hélt KA í seilingarfjarlægð allan tímann eftir það. Fjölmörgum áhofendum til mikillar gremju.
Heimamenn voru baráttuglaðir og sýndu lipur tilþrif inn á milli en það dugði ekki til gegn hinu sterka liði sem Selfoss teflir fram.
Haukur Þrastarson var markahæstur í liði Selfoss með átta mörk. Hergeir Grímsson, Ární Steinn Steinþórsson og Einar Sverrisson skoruðu allir fimm mörk.
Dagur Gautason, Áki Egilsnes og Sigþór Árni Heimisson skoruðu allir fjögur mörk fyrir KA.
Selfoss hristi af sér baráttuglaða KA-menn
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



„Hér verður enginn í hættu, það er loforð“
Íslenski boltinn

Ósáttur Ólafur á förum
Íslenski boltinn

Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn
Íslenski boltinn

Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn
Íslenski boltinn



Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum
Íslenski boltinn

Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“
Íslenski boltinn