Moore segir Bandaríkjamenn hafa hafnað guði Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2017 16:51 Moore var afar umdeildur jafnvel áður en hann var sakaður um kynferðisleg samskipti við unglingsstúlkur. Hann hafði sagt að múslimar gætu ekki tekið sæti á Bandaríkjaþingi og neitaði að viðurkenna dóm Hæstaréttar sem lögleiddi hjónabönd samkynhneigðra. Vísir/AFP Roy Moore, frambjóðandi repúblikana sem tapaði kosningum í Alabama á þriðjudag, sakar utanaðkomandi hópa um að hafa spillt kosningunum þar. Hann neitar enn að viðurkenna ósigur og segir að bandaríska þjóðin sé hætt að viðurkenna guð sem uppsprettu lífs hennar og frelsis. Demókratinn Doug Jones vann óvæntan og nauman sigur á Moore í sérstökum kosningum um laust sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings í Alabama á þriðjudag. Repúblikanar eru alla jafna með yfirburðastöðu í ríkinu en ásakanir um að Moore hefði átt kynferðisleg samskipti við unglingsstúlkur gerði Jones kleift að vinna, fyrstur demókrata þar í aldarfjórðung. Aðeins munaði 1,5 prósentustigum á Jones og Moore og hefur sá síðarnefndi neitað að viðurkenna ósigur. Í myndbandsávarpi sem Moore birti í dag fer hann mikinn um kosningarnar og hvert hann telur bandarískt samfélag stefna. „Siðleysi fer sem stormsveipur yfir landið,“ segir Moore. Bölsótaðist hann út í réttindi samkynhneigðra, fóstureyðingar og „rétt karlmanns til að segjast vera kona og öfugt“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Fóstureyðingar, samkynhneigð og efnishyggja hafa tekið við af lífi, frelsi og leitinni að hamingju,“ sagði Moore og vísaði þar til fleygra orða úr sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna. Fyrir utan að fullyrða að utanaðkomandi hópar „sem vilja halda völdum og spilltri hugmyndafræði sinni“ hafi dælt tugum milljóna dollara inn í kosningabaráttuna í Alabama kveiknar Moore sér undan því að utankjörfundaratkvæði fjarstaddra hermanna og annarra hafi enn ekki verið talin. Innanríkisráðherra Alabama segir að þau atkvæði gætu haldið áfram að berast þar til á þriðjudag en telur afar ólíklegt að það komi í veg fyrir að Jones verði lýstur endanlegur sigurvegari kosninganna. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Moore játar ekki ósigur Roy Moore, frambjóðandi Repúblikana í Alabama til öldungadeildar Bandaríkjaþings, laut í lægra haldi fyrir Demókratanum Doug Jones þegar talið var upp úr kjörkössunum í fyrrinótt. 14. desember 2017 07:00 Alabamabúar gætu kosið meintan barnaníðing á þing í dag Þrátt fyrir ásakanir um að annar frambjóðandinn hafi brotið gegn ungum stúlkum er afar tvísýnt um úrslit sérstakra kosninga til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama í dag. 12. desember 2017 12:30 Uppnám í Alabama Demókratinn Doug Jones fór með sigur af hólmi í kosningum sem fram fóru í gær um laust sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Alabamaríki. 13. desember 2017 06:57 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Roy Moore, frambjóðandi repúblikana sem tapaði kosningum í Alabama á þriðjudag, sakar utanaðkomandi hópa um að hafa spillt kosningunum þar. Hann neitar enn að viðurkenna ósigur og segir að bandaríska þjóðin sé hætt að viðurkenna guð sem uppsprettu lífs hennar og frelsis. Demókratinn Doug Jones vann óvæntan og nauman sigur á Moore í sérstökum kosningum um laust sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings í Alabama á þriðjudag. Repúblikanar eru alla jafna með yfirburðastöðu í ríkinu en ásakanir um að Moore hefði átt kynferðisleg samskipti við unglingsstúlkur gerði Jones kleift að vinna, fyrstur demókrata þar í aldarfjórðung. Aðeins munaði 1,5 prósentustigum á Jones og Moore og hefur sá síðarnefndi neitað að viðurkenna ósigur. Í myndbandsávarpi sem Moore birti í dag fer hann mikinn um kosningarnar og hvert hann telur bandarískt samfélag stefna. „Siðleysi fer sem stormsveipur yfir landið,“ segir Moore. Bölsótaðist hann út í réttindi samkynhneigðra, fóstureyðingar og „rétt karlmanns til að segjast vera kona og öfugt“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Fóstureyðingar, samkynhneigð og efnishyggja hafa tekið við af lífi, frelsi og leitinni að hamingju,“ sagði Moore og vísaði þar til fleygra orða úr sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna. Fyrir utan að fullyrða að utanaðkomandi hópar „sem vilja halda völdum og spilltri hugmyndafræði sinni“ hafi dælt tugum milljóna dollara inn í kosningabaráttuna í Alabama kveiknar Moore sér undan því að utankjörfundaratkvæði fjarstaddra hermanna og annarra hafi enn ekki verið talin. Innanríkisráðherra Alabama segir að þau atkvæði gætu haldið áfram að berast þar til á þriðjudag en telur afar ólíklegt að það komi í veg fyrir að Jones verði lýstur endanlegur sigurvegari kosninganna.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Moore játar ekki ósigur Roy Moore, frambjóðandi Repúblikana í Alabama til öldungadeildar Bandaríkjaþings, laut í lægra haldi fyrir Demókratanum Doug Jones þegar talið var upp úr kjörkössunum í fyrrinótt. 14. desember 2017 07:00 Alabamabúar gætu kosið meintan barnaníðing á þing í dag Þrátt fyrir ásakanir um að annar frambjóðandinn hafi brotið gegn ungum stúlkum er afar tvísýnt um úrslit sérstakra kosninga til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama í dag. 12. desember 2017 12:30 Uppnám í Alabama Demókratinn Doug Jones fór með sigur af hólmi í kosningum sem fram fóru í gær um laust sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Alabamaríki. 13. desember 2017 06:57 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Moore játar ekki ósigur Roy Moore, frambjóðandi Repúblikana í Alabama til öldungadeildar Bandaríkjaþings, laut í lægra haldi fyrir Demókratanum Doug Jones þegar talið var upp úr kjörkössunum í fyrrinótt. 14. desember 2017 07:00
Alabamabúar gætu kosið meintan barnaníðing á þing í dag Þrátt fyrir ásakanir um að annar frambjóðandinn hafi brotið gegn ungum stúlkum er afar tvísýnt um úrslit sérstakra kosninga til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama í dag. 12. desember 2017 12:30
Uppnám í Alabama Demókratinn Doug Jones fór með sigur af hólmi í kosningum sem fram fóru í gær um laust sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Alabamaríki. 13. desember 2017 06:57
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent