Segir ákvæði um húsnæðismál óskýrt Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. desember 2017 08:00 Forseti ASÍ segir að í Sviss sé einungis heimilt að nýta séreignarsparnað til húsnæðiskaupa. vísir/vilhelm „Ég get ekki botnað það hvað er átt við,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um ákvæði í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar um aðgerðir í húsnæðismálum. Þar kemur fram að ríkisstjórnin muni fara í aðgerðir sem lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. „Í því augnamiði verða stuðningskerfi hins opinbera endurskoðuð þannig að stuðningurinn nýtist fyrst og fremst þessum hópum. Meðal annars verða skoðaðir möguleikar á því að hægt verði að nýta lífeyrissparnað til þessa.“Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍFréttablaðið hefur ítrekað spurt Ásmund Einar Daðason, nýjan velferðarráðherra, hvað þarna er átt við, en hann hefur ekki svarað fyrirspurninni. Í aðdraganda síðustu þingkosninga kynnti Framsóknarflokkurinn svokallaða svissneska leið í húsnæðismálum. Gylfi Arnbjörnsson segir ekkert nýtt í þeirri aðferð. Hann bendir á að í Sviss sé einungis heimilt að nýta séreignarsparnað til húsnæðiskaupa. Ekki sé heimilt að nota fé úr samtryggingarsjóðum. Hér á landi sé nú þegar búið að heimila nýtingu séreignarsparnaðar til fyrstu íbúðakaupa. „Það er fjöldi fólks að gera það og þarf ekkert að heimila það aftur,“ segir Gylfi. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra hafa nú þegar um 700 manns fengið heimild sem tók gildi 1. júlí síðastliðinn til að nýta séreignarsparnaðinn skattfrjálst til útborgunar í kaup á fyrstu íbúð eða greiðslu inn á lán. Síðan hafa 44 þúsund nýtt sér heimild frá 2014 til útgreiðslu séreignarsparnaðar til að kaupa íbúð til eigin nota eða greiðslu inn á lán. Gylfi segir að í þessu ljósi sé vandséð hverjar fyrirætlanirnar séu. Hann bendir líka á að langstærstu lánveitendurnir til fasteignakaupa séu lífeyrissjóðirnir. „Þeir hafa verið að auka sinn hlut á þessum markaði og þeir gera það á kjörum sem eru miklu hagstæðari en bankarnir bjóða upp á. Það hefur alltaf verið mjög veigamikill þáttur í fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða að lána sínum sjóðsfélögum.“ Gylfi segir að það yrði mjög varhugavert ef ríkið myndi heimila launþegum að nýta samtryggingarréttinn til að fjármagna fyrstu íbúðakaup. „Við vörum algerlega við því. Ef ungt fólk er að fara að gera það þá missir það fjórðung til þriðjung lífeyrisréttinda,“ segir hann og bætir við að það sé ekki hyggilegt að ungt fólk fórni tryggingum sínum til að koma sér þaki yfir höfuðið. „Lífeyriskerfið okkar er með alveg gríðarlega miklar fjölskyldutryggingar. Bæði hvað varðar örorkulífeyri, makalífeyri og barnalífeyri. Þetta eru allt þættir sem skipta sköpum fyrir þá sem lenda í alvarlegum slysum eða veikindum. Þá er það þetta sem skiptir sköpum, miklu meira en opinberi geirinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Sjá meira
„Ég get ekki botnað það hvað er átt við,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um ákvæði í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar um aðgerðir í húsnæðismálum. Þar kemur fram að ríkisstjórnin muni fara í aðgerðir sem lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. „Í því augnamiði verða stuðningskerfi hins opinbera endurskoðuð þannig að stuðningurinn nýtist fyrst og fremst þessum hópum. Meðal annars verða skoðaðir möguleikar á því að hægt verði að nýta lífeyrissparnað til þessa.“Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍFréttablaðið hefur ítrekað spurt Ásmund Einar Daðason, nýjan velferðarráðherra, hvað þarna er átt við, en hann hefur ekki svarað fyrirspurninni. Í aðdraganda síðustu þingkosninga kynnti Framsóknarflokkurinn svokallaða svissneska leið í húsnæðismálum. Gylfi Arnbjörnsson segir ekkert nýtt í þeirri aðferð. Hann bendir á að í Sviss sé einungis heimilt að nýta séreignarsparnað til húsnæðiskaupa. Ekki sé heimilt að nota fé úr samtryggingarsjóðum. Hér á landi sé nú þegar búið að heimila nýtingu séreignarsparnaðar til fyrstu íbúðakaupa. „Það er fjöldi fólks að gera það og þarf ekkert að heimila það aftur,“ segir Gylfi. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra hafa nú þegar um 700 manns fengið heimild sem tók gildi 1. júlí síðastliðinn til að nýta séreignarsparnaðinn skattfrjálst til útborgunar í kaup á fyrstu íbúð eða greiðslu inn á lán. Síðan hafa 44 þúsund nýtt sér heimild frá 2014 til útgreiðslu séreignarsparnaðar til að kaupa íbúð til eigin nota eða greiðslu inn á lán. Gylfi segir að í þessu ljósi sé vandséð hverjar fyrirætlanirnar séu. Hann bendir líka á að langstærstu lánveitendurnir til fasteignakaupa séu lífeyrissjóðirnir. „Þeir hafa verið að auka sinn hlut á þessum markaði og þeir gera það á kjörum sem eru miklu hagstæðari en bankarnir bjóða upp á. Það hefur alltaf verið mjög veigamikill þáttur í fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða að lána sínum sjóðsfélögum.“ Gylfi segir að það yrði mjög varhugavert ef ríkið myndi heimila launþegum að nýta samtryggingarréttinn til að fjármagna fyrstu íbúðakaup. „Við vörum algerlega við því. Ef ungt fólk er að fara að gera það þá missir það fjórðung til þriðjung lífeyrisréttinda,“ segir hann og bætir við að það sé ekki hyggilegt að ungt fólk fórni tryggingum sínum til að koma sér þaki yfir höfuðið. „Lífeyriskerfið okkar er með alveg gríðarlega miklar fjölskyldutryggingar. Bæði hvað varðar örorkulífeyri, makalífeyri og barnalífeyri. Þetta eru allt þættir sem skipta sköpum fyrir þá sem lenda í alvarlegum slysum eða veikindum. Þá er það þetta sem skiptir sköpum, miklu meira en opinberi geirinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Sjá meira