Juku eigin skyldur en lækkuðu leiguverðið Sveinn Arnarsson skrifar 14. desember 2017 07:00 Heilbrigðisstofnunin hefur talsverðar tekjur af hverri framkvæmdri aðgerð fyrirtækisins Gravitas. vísir/pjetur Stuttu eftir að leigusamningur var undirritaður milli Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og einkafyrirtækisins Gravitas um leigu á skurðstofu til að framkvæma magabands- og magaermaraðgerðir var samningnum breytt, skyldur HSS auknar í samningnum en leigan um leið lækkuð. Halldór Jónsson, forstjóri HSS, segir þetta eiga sér eðlilegar skýringar. Einkafyrirtækið Gravitas framkvæmir magabands- og magaermaraðgerðir á einstaklingum í yfirvigt. Voru gerðar um 330 aðgerðir á síðasta ári og er fjöldinn í ár svipaður að sögn Halldórs. Í upphaflegum samningi greiddi fyrirtækið 100 þúsund krónur á aðgerð en fimm mánuðum seinna hafði leigan lækkað í 80 þúsund á hverja aðgerð. „Það er alveg ljóst að HSS er ekki að greiða með þessari starfsemi,“ segir Halldór. „Þegar við skoðum málið heildrænt erum við að nýta þá aðstöðu sem fyrir er, fá fyrir það greitt sem stendur fyllilega undir því sem við setjum í samninginn. Einnig verður til fjármagn sem við getum nýtt í annan rekstur. Því er það ábati fyrir okkur hjá HSS. Vonir standa til að þessi starfsemi eflist og eru viðræður í gangi við fleiri einkaaðila um að nýta aðstöðuna.“ Í maí árið 2015 er gerður samningur við fyrirtækið þar sem skyldur HSS eru listaðar. Auk aðgangs að húsnæði er hjúkrunarfræðingur HSS í vinnu á aðgerðadag sem sinnir móttöku og útskrift allan daginn og annar starfsmaður sinnir sótthreinsun. Auk þess skal HSS annast þrif á skurðstofugangi en ekki á skurðstofu. Greiddi Gravitas 100 þúsund krónur til HSS fyrir hverja aðgerð. Í október sama ár er samningurinn framlengdur. Kemur þar fram að fyrri samningur gildi en jafnframt eru skyldur HSS auknar. Annar hjúkrunarfræðingur er að störfum frá HSS í fjóra tíma á dag og á heilbrigðisstofnunin að annast aukalega þrif á skurðstofu fyrir hverja vinnulotu, útvega margnota tau á skurðstofu, fatnað á sjúklinga og annast þrif á því sem og að kaupa stærri skjá á skurðstofu samkvæmt beiðni Gravitas. Auk þess er verðið lækkað niður í 80 þúsund krónur á hverja skurðaðgerð. Einstaklingar sem ákveða að undirgangast þessar aðgerðir greiða fyrirtækinu beint. Magabandsaðgerð kostar rétt liðlega eina milljón króna. Magaermaraðgerð kostar hálfa aðra milljón króna. Ekki náðist í Auðun Sigurðsson, eiganda Gravitas, við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Sjá meira
Stuttu eftir að leigusamningur var undirritaður milli Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og einkafyrirtækisins Gravitas um leigu á skurðstofu til að framkvæma magabands- og magaermaraðgerðir var samningnum breytt, skyldur HSS auknar í samningnum en leigan um leið lækkuð. Halldór Jónsson, forstjóri HSS, segir þetta eiga sér eðlilegar skýringar. Einkafyrirtækið Gravitas framkvæmir magabands- og magaermaraðgerðir á einstaklingum í yfirvigt. Voru gerðar um 330 aðgerðir á síðasta ári og er fjöldinn í ár svipaður að sögn Halldórs. Í upphaflegum samningi greiddi fyrirtækið 100 þúsund krónur á aðgerð en fimm mánuðum seinna hafði leigan lækkað í 80 þúsund á hverja aðgerð. „Það er alveg ljóst að HSS er ekki að greiða með þessari starfsemi,“ segir Halldór. „Þegar við skoðum málið heildrænt erum við að nýta þá aðstöðu sem fyrir er, fá fyrir það greitt sem stendur fyllilega undir því sem við setjum í samninginn. Einnig verður til fjármagn sem við getum nýtt í annan rekstur. Því er það ábati fyrir okkur hjá HSS. Vonir standa til að þessi starfsemi eflist og eru viðræður í gangi við fleiri einkaaðila um að nýta aðstöðuna.“ Í maí árið 2015 er gerður samningur við fyrirtækið þar sem skyldur HSS eru listaðar. Auk aðgangs að húsnæði er hjúkrunarfræðingur HSS í vinnu á aðgerðadag sem sinnir móttöku og útskrift allan daginn og annar starfsmaður sinnir sótthreinsun. Auk þess skal HSS annast þrif á skurðstofugangi en ekki á skurðstofu. Greiddi Gravitas 100 þúsund krónur til HSS fyrir hverja aðgerð. Í október sama ár er samningurinn framlengdur. Kemur þar fram að fyrri samningur gildi en jafnframt eru skyldur HSS auknar. Annar hjúkrunarfræðingur er að störfum frá HSS í fjóra tíma á dag og á heilbrigðisstofnunin að annast aukalega þrif á skurðstofu fyrir hverja vinnulotu, útvega margnota tau á skurðstofu, fatnað á sjúklinga og annast þrif á því sem og að kaupa stærri skjá á skurðstofu samkvæmt beiðni Gravitas. Auk þess er verðið lækkað niður í 80 þúsund krónur á hverja skurðaðgerð. Einstaklingar sem ákveða að undirgangast þessar aðgerðir greiða fyrirtækinu beint. Magabandsaðgerð kostar rétt liðlega eina milljón króna. Magaermaraðgerð kostar hálfa aðra milljón króna. Ekki náðist í Auðun Sigurðsson, eiganda Gravitas, við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Sjá meira