Hóta að bera öryrkja og hund út fyrir jól Sigurður Mikael Jónsson skrifar 14. desember 2017 07:00 Sigurbjörg Hlöðversdóttir segir að hún og hundurinn Hrollur fari hvergi og að hússjóður ÖBÍ verði að láta bera hana út. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég get ekkert farið, ég hef engan samastað, enga peninga til að leigja mér eitt né neitt. Ég væri ekki hérna ef ég gæti verið annars staðar,“ segir Sigurbjörg Hlöðversdóttir, öryrki og íbúi í Hátúni 10, húsnæði Brynju hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands, sem í gær barst bréf frá lögfræðistofu þar sem henni er hótað útburði. Fréttablaðið hefur fjallað ítarlega um mál Sigurbjargar að undanförnu, en leigusamningur hennar var ekki endurnýjaður þar sem hún hafði gerst brotleg við húsreglur um dýrahald. Sigurbjörg býr í íbúð sinni í Hátúni ásamt pomeranian-hundinum Hrolli sem hefur reynst eigandanum mikilvægur félagsskapur í gegnum tíðina. Upphaflega bar Sigurbjörgu að skila íbúðinni 1. desember síðastliðinn. Hún kærði ákvörðun Brynju til kærunefndar húsnæðismála í velferðarráðuneytinu og hélt hún hefði keypt sér tíma meðan málið væri til meðferðar.Bréfið sem barst.Annað kom á daginn í gær þegar hún var heimsótt af fulltrúa Lögfræðistofu Reykjavíkur sem afhenti henni ómerkt umslag. Í því var að finna áskorun, dagsetta 4. desember, um að hún tæmi íbúðina nú þegar og skili lyklunum til Brynju. Í bréfinu er henni hótað útburði, en þar segir: „Verði ekki orðið við því innan 3ja daga frá birtingu áskorunar þessarar mun verða farið fram á aðfararheimild hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og þess síðan krafist að þú verðir borin út úr húsnæðinu með atbeina sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.“ Sigurbjörg er hvumsa yfir þessu útspili og furðar sig á að hægt sé að fara út í aðgerðir sem þessar áður en úrskurður kærunefndar liggur fyrir. „En ég er ekki lögfræðingur, ég er bara öryrki hérna. Ég er að brjóta húsreglur, engin spurning um það, en ég er á því að Brynja sé að brjóta lög með þessari mismunun,“ segir hún og vísar þar í að fjöldi íbúa í Hátúni haldi gæludýr. Hún kveðst ekki ætla að verða við áskoruninni. „Ég verð bara að sitja og bíða. Leyfa þeim að bera mig út, hvenær sem það verður. 24. desember kannski.“ Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Sigurbjörg og Hrollur fá aðstoð frá Ingu Sæland Kærði uppsögn hússjóðs ÖBÍ á leigusamningi vegna hundahalds til kærunefndar húsnæðismála. Átti að skila af sér íbúðinni 1. desember en bíður niðurstöðu. 2. desember 2017 07:00 Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurbjörg Hlöðversdóttir óttast að enda í tjaldi í Laugardal eftir að Brynja, hússjóður ÖBÍ, tilkynnti henni um mánaðamótin að hún þyrfti að afhenda íbúð sína í Hátúni 10 fyrir 1. desember. 6. nóvember 2017 06:00 Heilsuspursmál að Sigurbjörg fái að halda hundinum sínum Læknir mælir eindregið með því að Sigurbjörg Hlöðversdóttir fái að halda hundinum Hrolli, heilsu sinnar vegna. 9. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
„Ég get ekkert farið, ég hef engan samastað, enga peninga til að leigja mér eitt né neitt. Ég væri ekki hérna ef ég gæti verið annars staðar,“ segir Sigurbjörg Hlöðversdóttir, öryrki og íbúi í Hátúni 10, húsnæði Brynju hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands, sem í gær barst bréf frá lögfræðistofu þar sem henni er hótað útburði. Fréttablaðið hefur fjallað ítarlega um mál Sigurbjargar að undanförnu, en leigusamningur hennar var ekki endurnýjaður þar sem hún hafði gerst brotleg við húsreglur um dýrahald. Sigurbjörg býr í íbúð sinni í Hátúni ásamt pomeranian-hundinum Hrolli sem hefur reynst eigandanum mikilvægur félagsskapur í gegnum tíðina. Upphaflega bar Sigurbjörgu að skila íbúðinni 1. desember síðastliðinn. Hún kærði ákvörðun Brynju til kærunefndar húsnæðismála í velferðarráðuneytinu og hélt hún hefði keypt sér tíma meðan málið væri til meðferðar.Bréfið sem barst.Annað kom á daginn í gær þegar hún var heimsótt af fulltrúa Lögfræðistofu Reykjavíkur sem afhenti henni ómerkt umslag. Í því var að finna áskorun, dagsetta 4. desember, um að hún tæmi íbúðina nú þegar og skili lyklunum til Brynju. Í bréfinu er henni hótað útburði, en þar segir: „Verði ekki orðið við því innan 3ja daga frá birtingu áskorunar þessarar mun verða farið fram á aðfararheimild hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og þess síðan krafist að þú verðir borin út úr húsnæðinu með atbeina sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.“ Sigurbjörg er hvumsa yfir þessu útspili og furðar sig á að hægt sé að fara út í aðgerðir sem þessar áður en úrskurður kærunefndar liggur fyrir. „En ég er ekki lögfræðingur, ég er bara öryrki hérna. Ég er að brjóta húsreglur, engin spurning um það, en ég er á því að Brynja sé að brjóta lög með þessari mismunun,“ segir hún og vísar þar í að fjöldi íbúa í Hátúni haldi gæludýr. Hún kveðst ekki ætla að verða við áskoruninni. „Ég verð bara að sitja og bíða. Leyfa þeim að bera mig út, hvenær sem það verður. 24. desember kannski.“
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Sigurbjörg og Hrollur fá aðstoð frá Ingu Sæland Kærði uppsögn hússjóðs ÖBÍ á leigusamningi vegna hundahalds til kærunefndar húsnæðismála. Átti að skila af sér íbúðinni 1. desember en bíður niðurstöðu. 2. desember 2017 07:00 Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurbjörg Hlöðversdóttir óttast að enda í tjaldi í Laugardal eftir að Brynja, hússjóður ÖBÍ, tilkynnti henni um mánaðamótin að hún þyrfti að afhenda íbúð sína í Hátúni 10 fyrir 1. desember. 6. nóvember 2017 06:00 Heilsuspursmál að Sigurbjörg fái að halda hundinum sínum Læknir mælir eindregið með því að Sigurbjörg Hlöðversdóttir fái að halda hundinum Hrolli, heilsu sinnar vegna. 9. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Sigurbjörg og Hrollur fá aðstoð frá Ingu Sæland Kærði uppsögn hússjóðs ÖBÍ á leigusamningi vegna hundahalds til kærunefndar húsnæðismála. Átti að skila af sér íbúðinni 1. desember en bíður niðurstöðu. 2. desember 2017 07:00
Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurbjörg Hlöðversdóttir óttast að enda í tjaldi í Laugardal eftir að Brynja, hússjóður ÖBÍ, tilkynnti henni um mánaðamótin að hún þyrfti að afhenda íbúð sína í Hátúni 10 fyrir 1. desember. 6. nóvember 2017 06:00
Heilsuspursmál að Sigurbjörg fái að halda hundinum sínum Læknir mælir eindregið með því að Sigurbjörg Hlöðversdóttir fái að halda hundinum Hrolli, heilsu sinnar vegna. 9. nóvember 2017 06:00