Trump heimilar hernum að fjárfesta í flugskýlunum á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. desember 2017 11:27 Donald Trump skrifaði undir frumvarpið í vitna viðurvist. Vísir/Getty Bandaríski sjóherinn hefur fengið heimild til þess að eyða fjórtán milljónum dollurum, um 1,5 milljarði króna, í að gera nauðsynlegar endurbætur á flugskýlum hersins hér á landi á næsta ári. Frumvarp þess efnis varð að lögum í gær þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði undir frumvarpið. Heimildin er hluti af umfangsmiklum lögum sem miða að því að auka það fjármagn sem bandaríska varnarmálaráðuneytið fær í varnarmál. Í frétt á vef ráðuneytisins er þó tekið fram að Bandaríkjaþing sé enn að ræða það frumvarp sem fjármagnar þær framkvæmdir og aðgerðir sem það frumvarp sem varð að lögum í gær heimilar að ráðist verði í á næsta ári. Við undirritunina sagði Trump að frumvarpið væri sögulegt og „risastórt skref í uppbyggingu bandaríska hersins.“ Frumvarpið heimilar varnarmálaráðuneytinu meðal annars að fjölga hermönnum í bandaríska hernum, veita þeim 2,4 prósenta launahækkun, að kaupa 90 nýjar F-35 herþotur og fjórtán ný herskip auk þess sem að umtalsvert fjármagn er eyrnamerkt þjálfun herliða í Írak og Sýrlandi. Þá hvatti Trump þingmenn úr röðum beggja flokka á þingi til þess að hleypa því fjárveitingarfrumvarpi sem fjármagnar þær heimildir sem urðu að lögum í gær í gegnum þingið. Þingmenn Demókrata eru sagðir vilja auka fjárveitingu til ýmissa verkefna heima fyrir í skiptum fyrir að styðja aukna fjárveitingu til hermála sem hin nýju lög boða. Alls heimila lögin varnarmálaráðuneytinu að eyða 686 milljörðum dollara í varnarmál, um 72 þúsund milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar mætti byggja 1440 nýja Landspítala fyrir þá upphæð, sé miðað við að nýr Landspítali muni kosta 50 milljarða króna.Hér að neðan má sjá ræðu Trump áður en hann skrifaði undir frumvarpið.Til marks um aukið hernaðarlegt mikilvægi Íslands Bandaríski sjóherinn hefur hug á því að gera nauðsynlegar endurbætur á flugskýlum hersins hér á landi svo flugvöllurinn sé betur í stakk búinn til þess að taka á móti og þjónusta fleiri P-8 Poseidon flugvélar hér á landi. Flugvélarnir eru sérhæfðar kafbátaflugvélaleitarvélar. Að undanförnu hefur töluvert verið fjallað um aukin umsvif rússneska flotans í kringum Ísland. Í ítarlegri umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks á RÚV á dögunum kom fram að allt að átta slíkar flugvélar hafi verið á flughlaðinu í Keflavík á sama tíma, en aðeins séu 59 slíkar flugvélar í umferð. Þetta sé til marks um aukið hernaðarlegt mikilvægi Íslands.Foreign Policy fjallaði einnig um þessa þróun á dögunum. Þar var haft eftir talsmanni bandarískra varnarmálaráðuneytisins að þarlend yfirvöld hafi í samráði við íslensk stjórnvöld ákveðið að fjölga skiptunum sem P-8 flugvélarnar koma til Íslands á næsta ári. Var þar einnig haft eftir sérfræðingi í öryggismálum að mikilvægi Íslands í þessum efnum myndi aukast til muna á næstu árum, sem gæti úrskýrt aukin áhuga bandaríska hersins á Íslandi. „Ísland er lykillinn,“ sagði sérfræðingurinn. „Það er ósökkvandi flugmóðurskipið í miðju Atlantshafi sem hægt er að nota sem bækistöð“. Donald Trump Tengdar fréttir Ísland „ósökkvandi flugmóðurskipið í miðju Atlantshafi“ Lagt er til að bandaríski sjóherinn fái rúmlega 14 milljónir dollara, um 1,5 milljarð dollara, til þess að gera nauðsynlegar endurbætur á flugskýlum hersins hér á land 4. desember 2017 15:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Bandaríski sjóherinn hefur fengið heimild til þess að eyða fjórtán milljónum dollurum, um 1,5 milljarði króna, í að gera nauðsynlegar endurbætur á flugskýlum hersins hér á landi á næsta ári. Frumvarp þess efnis varð að lögum í gær þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði undir frumvarpið. Heimildin er hluti af umfangsmiklum lögum sem miða að því að auka það fjármagn sem bandaríska varnarmálaráðuneytið fær í varnarmál. Í frétt á vef ráðuneytisins er þó tekið fram að Bandaríkjaþing sé enn að ræða það frumvarp sem fjármagnar þær framkvæmdir og aðgerðir sem það frumvarp sem varð að lögum í gær heimilar að ráðist verði í á næsta ári. Við undirritunina sagði Trump að frumvarpið væri sögulegt og „risastórt skref í uppbyggingu bandaríska hersins.“ Frumvarpið heimilar varnarmálaráðuneytinu meðal annars að fjölga hermönnum í bandaríska hernum, veita þeim 2,4 prósenta launahækkun, að kaupa 90 nýjar F-35 herþotur og fjórtán ný herskip auk þess sem að umtalsvert fjármagn er eyrnamerkt þjálfun herliða í Írak og Sýrlandi. Þá hvatti Trump þingmenn úr röðum beggja flokka á þingi til þess að hleypa því fjárveitingarfrumvarpi sem fjármagnar þær heimildir sem urðu að lögum í gær í gegnum þingið. Þingmenn Demókrata eru sagðir vilja auka fjárveitingu til ýmissa verkefna heima fyrir í skiptum fyrir að styðja aukna fjárveitingu til hermála sem hin nýju lög boða. Alls heimila lögin varnarmálaráðuneytinu að eyða 686 milljörðum dollara í varnarmál, um 72 þúsund milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar mætti byggja 1440 nýja Landspítala fyrir þá upphæð, sé miðað við að nýr Landspítali muni kosta 50 milljarða króna.Hér að neðan má sjá ræðu Trump áður en hann skrifaði undir frumvarpið.Til marks um aukið hernaðarlegt mikilvægi Íslands Bandaríski sjóherinn hefur hug á því að gera nauðsynlegar endurbætur á flugskýlum hersins hér á landi svo flugvöllurinn sé betur í stakk búinn til þess að taka á móti og þjónusta fleiri P-8 Poseidon flugvélar hér á landi. Flugvélarnir eru sérhæfðar kafbátaflugvélaleitarvélar. Að undanförnu hefur töluvert verið fjallað um aukin umsvif rússneska flotans í kringum Ísland. Í ítarlegri umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks á RÚV á dögunum kom fram að allt að átta slíkar flugvélar hafi verið á flughlaðinu í Keflavík á sama tíma, en aðeins séu 59 slíkar flugvélar í umferð. Þetta sé til marks um aukið hernaðarlegt mikilvægi Íslands.Foreign Policy fjallaði einnig um þessa þróun á dögunum. Þar var haft eftir talsmanni bandarískra varnarmálaráðuneytisins að þarlend yfirvöld hafi í samráði við íslensk stjórnvöld ákveðið að fjölga skiptunum sem P-8 flugvélarnar koma til Íslands á næsta ári. Var þar einnig haft eftir sérfræðingi í öryggismálum að mikilvægi Íslands í þessum efnum myndi aukast til muna á næstu árum, sem gæti úrskýrt aukin áhuga bandaríska hersins á Íslandi. „Ísland er lykillinn,“ sagði sérfræðingurinn. „Það er ósökkvandi flugmóðurskipið í miðju Atlantshafi sem hægt er að nota sem bækistöð“.
Donald Trump Tengdar fréttir Ísland „ósökkvandi flugmóðurskipið í miðju Atlantshafi“ Lagt er til að bandaríski sjóherinn fái rúmlega 14 milljónir dollara, um 1,5 milljarð dollara, til þess að gera nauðsynlegar endurbætur á flugskýlum hersins hér á land 4. desember 2017 15:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Ísland „ósökkvandi flugmóðurskipið í miðju Atlantshafi“ Lagt er til að bandaríski sjóherinn fái rúmlega 14 milljónir dollara, um 1,5 milljarð dollara, til þess að gera nauðsynlegar endurbætur á flugskýlum hersins hér á land 4. desember 2017 15:30
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?