Rakaskemmdir og mygla: Stefnir í þúsundir málaferla vegna illa byggðra húsa Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 13. desember 2017 11:15 Verkfræðingur og líffræðingur hjá Eflu segja að þúsundir íbúða hafi verið illa byggðar á síðustu 10 til 15 árum og stefnir í röð málaferla. Vísir/Getty „Við viljum ekki hafa steinull inni á veggjum og rakasperru,“ segir Ríkharður Kristjánsson verkfræðingur hjá Eflu. Ríkarður var í viðtali í Bítinu í morgun ásamt Sylgju Dögg Sigurjónsdóttur líffræðingi og starfsmanni stofunnar. Hann segir að þar sem bannað sé að byggja hús sem mygli, stefni í fjölda málskókna vegna illa byggðra húsa síðustu tíu til fimmtán ár.Afturför í byggingariðnaði„Allar framfarir sem við gerum í byggingariðnaðinum eru alltaf afturför. Við byggðum bestu húsin átjánhundruð og eitthvað, gömlu timburhúsin. En ef við horfum á það sem við erum að gera núna, þar sem við steypum húsin, einungrum að innan með steinull í málmgrind, rakagrind að innan og skerum göt á rakavörnina og setjum rafmagnið í gegn – katastrófa,“ segir Ríkharður um mörg þeirra húsa sem hafa verið byggð hér á landi eftir hrun. Hann segir að ef það eigi að einangra hús þurfi að fara út fyrir þau. Aðspurður hvort það verði bylting í því hvernig hús verði klædd og svarar Ríkharður: „Við erum að tala um röð, langa langa röð, af væntanlegum málaferlum sem eru byrjuð.“ Hann bendir á að í reglugerðum segi að það megi ekki byggja hús sem mygli. Það sé aftur á móti ekki tilgreint hvernig eigi að framkvæma það.Milljarða tjón vegna raka Á þessu ári kom í ljós að tjón vegna rakaskemmda og myglu í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls nemur milljörðum króna. Kaup og lagfæringar á höfuðstöðvunum nema milljörðum króna. Efla hefur fengið yfir hundrað milljónir fyrir vinnu sína við Orkuveituhúsið eftir að myglan kom upp. Annars vegar fyrir rannsókn á umfangi myglu og ráðgjöf til OR og starfsmanna vegna heilsufarsáhrifa. Hins vegar fyrir verkefnisstjórn, hönnun vegna hreinsiaðgerða og tilraunaviðgerðar og eftirlit. Húsið var ekki vinnuhæft vegna rakaskemmdanna. Ríkhaður Kristjánsson verkfræðingur og Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur.BylgjanMyglan elskar gifsið„Vandamálið er að við reyndum að fá Mannvirkjastofnun til að banna þetta, þeir treystu sér ekki í það. Það var hópur allra sérfræðinga í myglu og eðlisfræði og byggingarmálum, við vorum kannski tíu sem skrifuðum bréf til Mannvirkjastofnunar, meira að segja yfirverkfræðingur Mannvirkjastofnunar var með. Við báðum þá um að beina því til byggingarfulltrúa að hætta þessu, að banna þetta eins og við leystum alkalímálið á sínum tíma.“ Ríkharður segir að búið sé að gera ítrekaðar tilraunir til að fá þetta bannað og bendir á að verkfræðistofan Efla komi ekki nálægt svona verkefnum og taki ekki þátt í að byggja svona hús. Annað vandamál þegar kemur að myglu er gifsveggir. „Myglan elskar gifsið og límið og pappírinn,“ segir Sylgja Dögg. „Maður á í rauninni ekki að nota gifs þar sem er votrými. En ef þau eru góð þá er ekkert að því að nota gifsplötur þar sem ekki er hætta á raka.“ Gifs hefur þó verið notað þar sem er votrými í húsum hér á landi síðustu tíu ár og segir Sylgja að það sé eitthvað sem þurfi að skoða. „Við viljum fyrirbyggja þessi vandamál, við viljum ekki missa fókusinn af því. Við erum alltaf að slökkva elda um allan bæ en við viljum fyrirbyggja það þannig að eldurinn kvikni ekki,“ bætir hún svo við.Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, kynnti stöðuna á blaðamannafundi í ágúst þar sem sýndi voru dæmi um rakaskemmdir innandyra í vesturhúsi höfuðstöðva OR.Endurteknar villur og ekki hlustað á sérfærðinga Ríkharður og Sylgja segja að þúsundir íbúða hafi verið byggð með þessum hætti undanfarin ár. Mannvirkjastofnun er núna að setja saman minnispunkta fyrir hönnuði sem verða þá ábyrgir fyrir þessu. „Ef þeir gera vitlaust þá verða þeir ábyrgir fyrir því,“ segir Ríkharður „Menn eru að tala um að það sé einhver histería í gangi í þjóðfélaginu. Ég er búinn að tala um þetta í mörg ár og það hefur enginn haft áhyggjur af þessu, enginn hlustað, engin histería. Mig vantar histeríuna sko,“ útskýrir Ríkharður. Hann segir að hér á landi sé ekki hlustað nógu mikið á þá sem hafa rannsakað íslensk hús og hafa sérþekkinguna. „Menn endurtaka villur mjög hratt.“ Ríkharður segir að það sé núna verið að fyrirbyggja þegar kemur að myglunni. Hann er ekki sammála því að það sé eitthvað panikk í gangi í myglumálum. „Við erum að reyna að koma því þannig fyrir að mygla verði ekki til hérna hjá okkur,“ segir Ríkharður. Húsnæðismál Tengdar fréttir Vinna Eflu kostað OR 107 milljónir króna Af þeim 460 milljónum króna sem varið hefur verið í aðgerðir eftir að mygla uppgötvaðist í Orkuveituhúsinu hafa 107 milljónir farið til verkfræðistofunnar Eflu. Línuhönnun, sem síðar varð Efla, kom að upphaflegri hönnun hússins. 9. september 2017 07:00 Full ástæða til að taka myglusvepp alvarlega þrátt fyrir að orsakatengslin liggi ekki fyrir Ofnæmislæknir segir að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að sýna fram á bein orsakatengsl milli myglusvepps og veikinda hafi fjölmargar rannsóknir leitt í ljós skaðleg áhrif rakaskemmda á heilsufar fólks, og segir fulla ástæðu til þess að taka þessi mál alvarlega. 5. september 2017 20:15 Útveggirnir kostuðu hundruð milljóna Útveggjakerfið sem var hannað fyrir hús Orkuveitu Reykjavíkur kostaði yfir tvö hundruð milljónir. Óháður dómkvaddur matsmaður mun skera úr um hvort kerfið hafi verið ranglega sett upp. 29. ágúst 2017 06:00 Sjö og hálfur milljaður í höfuðstöðvar Orkuveitunnar Kaup og lagfæringar á höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur mun kosta félagið rúmlega sjö og hálfan milljarð króna. 24. nóvember 2017 06:02 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Fleiri fréttir Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Sjá meira
„Við viljum ekki hafa steinull inni á veggjum og rakasperru,“ segir Ríkharður Kristjánsson verkfræðingur hjá Eflu. Ríkarður var í viðtali í Bítinu í morgun ásamt Sylgju Dögg Sigurjónsdóttur líffræðingi og starfsmanni stofunnar. Hann segir að þar sem bannað sé að byggja hús sem mygli, stefni í fjölda málskókna vegna illa byggðra húsa síðustu tíu til fimmtán ár.Afturför í byggingariðnaði„Allar framfarir sem við gerum í byggingariðnaðinum eru alltaf afturför. Við byggðum bestu húsin átjánhundruð og eitthvað, gömlu timburhúsin. En ef við horfum á það sem við erum að gera núna, þar sem við steypum húsin, einungrum að innan með steinull í málmgrind, rakagrind að innan og skerum göt á rakavörnina og setjum rafmagnið í gegn – katastrófa,“ segir Ríkharður um mörg þeirra húsa sem hafa verið byggð hér á landi eftir hrun. Hann segir að ef það eigi að einangra hús þurfi að fara út fyrir þau. Aðspurður hvort það verði bylting í því hvernig hús verði klædd og svarar Ríkharður: „Við erum að tala um röð, langa langa röð, af væntanlegum málaferlum sem eru byrjuð.“ Hann bendir á að í reglugerðum segi að það megi ekki byggja hús sem mygli. Það sé aftur á móti ekki tilgreint hvernig eigi að framkvæma það.Milljarða tjón vegna raka Á þessu ári kom í ljós að tjón vegna rakaskemmda og myglu í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls nemur milljörðum króna. Kaup og lagfæringar á höfuðstöðvunum nema milljörðum króna. Efla hefur fengið yfir hundrað milljónir fyrir vinnu sína við Orkuveituhúsið eftir að myglan kom upp. Annars vegar fyrir rannsókn á umfangi myglu og ráðgjöf til OR og starfsmanna vegna heilsufarsáhrifa. Hins vegar fyrir verkefnisstjórn, hönnun vegna hreinsiaðgerða og tilraunaviðgerðar og eftirlit. Húsið var ekki vinnuhæft vegna rakaskemmdanna. Ríkhaður Kristjánsson verkfræðingur og Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur.BylgjanMyglan elskar gifsið„Vandamálið er að við reyndum að fá Mannvirkjastofnun til að banna þetta, þeir treystu sér ekki í það. Það var hópur allra sérfræðinga í myglu og eðlisfræði og byggingarmálum, við vorum kannski tíu sem skrifuðum bréf til Mannvirkjastofnunar, meira að segja yfirverkfræðingur Mannvirkjastofnunar var með. Við báðum þá um að beina því til byggingarfulltrúa að hætta þessu, að banna þetta eins og við leystum alkalímálið á sínum tíma.“ Ríkharður segir að búið sé að gera ítrekaðar tilraunir til að fá þetta bannað og bendir á að verkfræðistofan Efla komi ekki nálægt svona verkefnum og taki ekki þátt í að byggja svona hús. Annað vandamál þegar kemur að myglu er gifsveggir. „Myglan elskar gifsið og límið og pappírinn,“ segir Sylgja Dögg. „Maður á í rauninni ekki að nota gifs þar sem er votrými. En ef þau eru góð þá er ekkert að því að nota gifsplötur þar sem ekki er hætta á raka.“ Gifs hefur þó verið notað þar sem er votrými í húsum hér á landi síðustu tíu ár og segir Sylgja að það sé eitthvað sem þurfi að skoða. „Við viljum fyrirbyggja þessi vandamál, við viljum ekki missa fókusinn af því. Við erum alltaf að slökkva elda um allan bæ en við viljum fyrirbyggja það þannig að eldurinn kvikni ekki,“ bætir hún svo við.Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, kynnti stöðuna á blaðamannafundi í ágúst þar sem sýndi voru dæmi um rakaskemmdir innandyra í vesturhúsi höfuðstöðva OR.Endurteknar villur og ekki hlustað á sérfærðinga Ríkharður og Sylgja segja að þúsundir íbúða hafi verið byggð með þessum hætti undanfarin ár. Mannvirkjastofnun er núna að setja saman minnispunkta fyrir hönnuði sem verða þá ábyrgir fyrir þessu. „Ef þeir gera vitlaust þá verða þeir ábyrgir fyrir því,“ segir Ríkharður „Menn eru að tala um að það sé einhver histería í gangi í þjóðfélaginu. Ég er búinn að tala um þetta í mörg ár og það hefur enginn haft áhyggjur af þessu, enginn hlustað, engin histería. Mig vantar histeríuna sko,“ útskýrir Ríkharður. Hann segir að hér á landi sé ekki hlustað nógu mikið á þá sem hafa rannsakað íslensk hús og hafa sérþekkinguna. „Menn endurtaka villur mjög hratt.“ Ríkharður segir að það sé núna verið að fyrirbyggja þegar kemur að myglunni. Hann er ekki sammála því að það sé eitthvað panikk í gangi í myglumálum. „Við erum að reyna að koma því þannig fyrir að mygla verði ekki til hérna hjá okkur,“ segir Ríkharður.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Vinna Eflu kostað OR 107 milljónir króna Af þeim 460 milljónum króna sem varið hefur verið í aðgerðir eftir að mygla uppgötvaðist í Orkuveituhúsinu hafa 107 milljónir farið til verkfræðistofunnar Eflu. Línuhönnun, sem síðar varð Efla, kom að upphaflegri hönnun hússins. 9. september 2017 07:00 Full ástæða til að taka myglusvepp alvarlega þrátt fyrir að orsakatengslin liggi ekki fyrir Ofnæmislæknir segir að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að sýna fram á bein orsakatengsl milli myglusvepps og veikinda hafi fjölmargar rannsóknir leitt í ljós skaðleg áhrif rakaskemmda á heilsufar fólks, og segir fulla ástæðu til þess að taka þessi mál alvarlega. 5. september 2017 20:15 Útveggirnir kostuðu hundruð milljóna Útveggjakerfið sem var hannað fyrir hús Orkuveitu Reykjavíkur kostaði yfir tvö hundruð milljónir. Óháður dómkvaddur matsmaður mun skera úr um hvort kerfið hafi verið ranglega sett upp. 29. ágúst 2017 06:00 Sjö og hálfur milljaður í höfuðstöðvar Orkuveitunnar Kaup og lagfæringar á höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur mun kosta félagið rúmlega sjö og hálfan milljarð króna. 24. nóvember 2017 06:02 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Fleiri fréttir Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Sjá meira
Vinna Eflu kostað OR 107 milljónir króna Af þeim 460 milljónum króna sem varið hefur verið í aðgerðir eftir að mygla uppgötvaðist í Orkuveituhúsinu hafa 107 milljónir farið til verkfræðistofunnar Eflu. Línuhönnun, sem síðar varð Efla, kom að upphaflegri hönnun hússins. 9. september 2017 07:00
Full ástæða til að taka myglusvepp alvarlega þrátt fyrir að orsakatengslin liggi ekki fyrir Ofnæmislæknir segir að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að sýna fram á bein orsakatengsl milli myglusvepps og veikinda hafi fjölmargar rannsóknir leitt í ljós skaðleg áhrif rakaskemmda á heilsufar fólks, og segir fulla ástæðu til þess að taka þessi mál alvarlega. 5. september 2017 20:15
Útveggirnir kostuðu hundruð milljóna Útveggjakerfið sem var hannað fyrir hús Orkuveitu Reykjavíkur kostaði yfir tvö hundruð milljónir. Óháður dómkvaddur matsmaður mun skera úr um hvort kerfið hafi verið ranglega sett upp. 29. ágúst 2017 06:00
Sjö og hálfur milljaður í höfuðstöðvar Orkuveitunnar Kaup og lagfæringar á höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur mun kosta félagið rúmlega sjö og hálfan milljarð króna. 24. nóvember 2017 06:02