Rússar sigri hrósandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. desember 2017 06:00 Hinn 189 sentimetra hái Bashar al-Assad , Sýrlandsforseti, tók á móti hinum 170 sentimetra háa Vladimír Pútín, Rússlandsforseta. Nordicphotos/AFP Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í gær að hann hefði skipað varnarmálaráðherra sínum að kalla herlið Rússa aftur heim. „Ég hef tekið ákvörðun í þessu máli. Stærsti hluti rússneska herliðsins í Sýrlandi er á leiðinni heim til Rússlands,“ sagði Pútín sem staddur er í Sýrlandi. Rússar munu þó enn hafa aðstöðu fyrir lofther sinn þar í landi en í júlí síðastliðnum lögfestu þeir samkomulag sem gert var við ríkisstjórn Sýrlands um að Rússar fengju að hafa herstöð í Sýrlandi í nærri hálfa öld, hið minnsta. Heimsókn forsetans var óvænt en Bashar al-Assad, forseti Sýrlands og bandamaður Rússa, tók á móti honum á herflugvelli Rússa í Hmeimim. Stuðningur Rússa við ríkisstjórn Assads hefur hjálpað stjórnarhernum mikið í baráttunni við uppreisnarmenn. Rússar hafa þó ekki einungis hjálpað Assad í baráttunni gegn ISIS heldur hafa loftárásir þeirra einnig beinst gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við Íslamskt ríki, þó ekki að jafnmiklu leyti og uppreisnarmönnum að því er Bandaríkjamenn hafa haldið fram. Loftárásir Rússa í Sýrlandi hófust í september 2015 og var markmiðið að koma á stöðugleika undir stjórn Assads sem þá hafði beðið ósigur í allnokkrum orrustum. Sögðust Rússar eingöngu einbeita sér að því að ráðast gegn hryðjuverkamönnum á meðan óháð félagasamtök og aktívistar sögðu þá ráðast á almenna borgara. Bresku samtökin Syrian Observatory for Human Rights héldu því til að mynda fram á sunnudag að loftárásir Rússa hefðu kostað 6.328 almenna borgara lífið, þar af 1.537 börn. Einna mest áberandi orrustan sem Rússar aðstoðuðu Assad-liða við var um borgina Aleppo. Eftir nærri tveggja ára loftárásir rússneska hersins endurheimti stjórnarherinn borgina af uppreisnarmönnum í desember 2016. Að sögn eftirlitsmanna Mannréttindastofnunar SÞ fórust hundruð almennra borgara í loftárásunum auk þess sem spítalar, skólar og markaðir eyðilögðust. Yfirvöld í Moskvu hafa þó hafnað því að hafa drepið almenna borgara. Ljóst er að Rússar hrósa sigri í stríðinu í Sýrlandi en í síðustu viku sagði forsetinn að liðsmenn ISIS flýðu svæðið. Í gær varaði Rússinn ISIS-liða við því að skjóta aftur upp kollinum. „Þá myndum við gera árásir ólíkar öllu sem þeir hafa nokkurn tímann séð,“ sagði Pútín. Þess er skemmst að minnast að í október tilkynnti varnarmálaráðherra Rússa, Sergei Shoigu, um að með aðstoð rússneska hersins hefði stjórnarherinn endurheimt rúmlega 500.000 ferkílómetra af íslamska ríkinu. Í greiningu BBC á þeim ummælum kemur fram að þau ummæli hljóti að vera röng þar sem viðurkennt landsvæði Sýrlands spanni einungis 185.000 ferkílómetra. Því hefðu Sýrlendingar þurft að margfalda fyrra landsvæði sitt með 2,5 til að fá sömu útkomu og Shoigu tilkynnti um. Orðspor Rússa, með tilliti til hernaðar og milliríkjasamskipta, hefur styrkst eftir að afskipti þeirra af borgarastríðinu í Sýrlandi hófust, að því er BBC hefur greint frá. Þrátt fyrir gagnrýni óháðra félagasamtaka og ýmissa vestrænna ríkja eru Rússar í lykilstöðu þegar að ákvörðunum um framtíð Sýrlands kemur. Pútín er í forsvari fyrir bandalagi Rússlands, Írans og Tyrklands og hefur grafið undan ítökum Bandaríkjamanna á svæðinu. Pútín mun nær örugglega tryggja sér endurkjör á næsta ári en hann tilkynnti nýlega að hann hygðist sækjast eftir öðru kjörtímabili. Sé farið aftur til ársins 2013 finnst ekki stór skoðanakönnun þar sem forsetinn mælist með minna en 42 prósenta fylgi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Sjá meira
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í gær að hann hefði skipað varnarmálaráðherra sínum að kalla herlið Rússa aftur heim. „Ég hef tekið ákvörðun í þessu máli. Stærsti hluti rússneska herliðsins í Sýrlandi er á leiðinni heim til Rússlands,“ sagði Pútín sem staddur er í Sýrlandi. Rússar munu þó enn hafa aðstöðu fyrir lofther sinn þar í landi en í júlí síðastliðnum lögfestu þeir samkomulag sem gert var við ríkisstjórn Sýrlands um að Rússar fengju að hafa herstöð í Sýrlandi í nærri hálfa öld, hið minnsta. Heimsókn forsetans var óvænt en Bashar al-Assad, forseti Sýrlands og bandamaður Rússa, tók á móti honum á herflugvelli Rússa í Hmeimim. Stuðningur Rússa við ríkisstjórn Assads hefur hjálpað stjórnarhernum mikið í baráttunni við uppreisnarmenn. Rússar hafa þó ekki einungis hjálpað Assad í baráttunni gegn ISIS heldur hafa loftárásir þeirra einnig beinst gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við Íslamskt ríki, þó ekki að jafnmiklu leyti og uppreisnarmönnum að því er Bandaríkjamenn hafa haldið fram. Loftárásir Rússa í Sýrlandi hófust í september 2015 og var markmiðið að koma á stöðugleika undir stjórn Assads sem þá hafði beðið ósigur í allnokkrum orrustum. Sögðust Rússar eingöngu einbeita sér að því að ráðast gegn hryðjuverkamönnum á meðan óháð félagasamtök og aktívistar sögðu þá ráðast á almenna borgara. Bresku samtökin Syrian Observatory for Human Rights héldu því til að mynda fram á sunnudag að loftárásir Rússa hefðu kostað 6.328 almenna borgara lífið, þar af 1.537 börn. Einna mest áberandi orrustan sem Rússar aðstoðuðu Assad-liða við var um borgina Aleppo. Eftir nærri tveggja ára loftárásir rússneska hersins endurheimti stjórnarherinn borgina af uppreisnarmönnum í desember 2016. Að sögn eftirlitsmanna Mannréttindastofnunar SÞ fórust hundruð almennra borgara í loftárásunum auk þess sem spítalar, skólar og markaðir eyðilögðust. Yfirvöld í Moskvu hafa þó hafnað því að hafa drepið almenna borgara. Ljóst er að Rússar hrósa sigri í stríðinu í Sýrlandi en í síðustu viku sagði forsetinn að liðsmenn ISIS flýðu svæðið. Í gær varaði Rússinn ISIS-liða við því að skjóta aftur upp kollinum. „Þá myndum við gera árásir ólíkar öllu sem þeir hafa nokkurn tímann séð,“ sagði Pútín. Þess er skemmst að minnast að í október tilkynnti varnarmálaráðherra Rússa, Sergei Shoigu, um að með aðstoð rússneska hersins hefði stjórnarherinn endurheimt rúmlega 500.000 ferkílómetra af íslamska ríkinu. Í greiningu BBC á þeim ummælum kemur fram að þau ummæli hljóti að vera röng þar sem viðurkennt landsvæði Sýrlands spanni einungis 185.000 ferkílómetra. Því hefðu Sýrlendingar þurft að margfalda fyrra landsvæði sitt með 2,5 til að fá sömu útkomu og Shoigu tilkynnti um. Orðspor Rússa, með tilliti til hernaðar og milliríkjasamskipta, hefur styrkst eftir að afskipti þeirra af borgarastríðinu í Sýrlandi hófust, að því er BBC hefur greint frá. Þrátt fyrir gagnrýni óháðra félagasamtaka og ýmissa vestrænna ríkja eru Rússar í lykilstöðu þegar að ákvörðunum um framtíð Sýrlands kemur. Pútín er í forsvari fyrir bandalagi Rússlands, Írans og Tyrklands og hefur grafið undan ítökum Bandaríkjamanna á svæðinu. Pútín mun nær örugglega tryggja sér endurkjör á næsta ári en hann tilkynnti nýlega að hann hygðist sækjast eftir öðru kjörtímabili. Sé farið aftur til ársins 2013 finnst ekki stór skoðanakönnun þar sem forsetinn mælist með minna en 42 prósenta fylgi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Sjá meira