Staðist allar mínar væntingar og gott betur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2017 06:00 Aron er klár í slaginn fyrir EM. Vísir/Eyþór Síðustu stórmót hafa verið heldur endaslepp hjá Aroni Pálmarssyni. Hann var ekkert með á HM í Frakklandi í fyrra vegna meiðsla og missti einnig af leikjum á EM 2014 og HM 2015 sökum meiðsla. Ísland komst svo ekki upp úr sínum riðli á EM 2016 í Póllandi. „Ég er ofboðslega spenntur fyrir þessu. Mér finnst vera langt síðan ég var á stórmóti þótt það séu bara tvö ár. Það er mikill hugur í mér,“ segir Aron í samtali við Fréttablaðið. Þrátt fyrir að vera ekki nema 27 ára gamall er Aron einn af reynslumestu leikmönnunum í íslenska hópnum.Í öðruvísi hlutverki „Maður hefur verið í stóru hlutverki í þessu liði í mörg ár. En maður finnur fyrir því að vera ekki yngstur lengur og það er ekki hægt að grínast lengur með það. Þetta er öðruvísi hlutverk en skemmtilegt,“ segir Aron. Hann kveðst bjartsýnn fyrir EM í Króatíu sem verður hans níunda stórmót. „Ég hef miklar væntingar. Við höfum alltaf talað um að við viljum bera okkur saman við stærstu þjóðirnar, vera inni á öllum stórmótum og í topp átta í heiminum eins og við vorum. Við þurfum bara að sýna það,“ segir Aron. Hafnfirðingurinn er feginn að geta einbeitt sér að því að spila handbolta á nýjan leik eftir erfiða mánuði þar sem hann spilaði ekkert og beið eftir félagaskiptum til Barcelona. „Það er æðislegt að vera loksins kominn inn í þessa rútínu og skilja þetta algjörlega eftir,“ segir Aron sem viðurkennir að það hafi tekið hann tíma að finna aftur tilfinninguna fyrir leiknum eftir langa fjarveru.Aron er á leið á sitt níunda stórmót með íslenska landsliðinu.vísir/eyþórEr sýndur skilningur „Ég er í góðu formi og allt það en „touch-ið“ vantar. Ég fór líka í nýtt lið og kom inn í það á miðju tímabili. En því er sýndur skilningur og þetta kemur með tímanum. Ég er ekkert búinn að gleyma því hvernig á að spila handbolta.“ Aron hefur alltaf talað um Barcelona sem sitt draumafélag. En hefur það staðist væntingar hans? „Já, og gott betur. Þetta er flottasta félag í heimi. Það er allt gert fyrir mann og aðstaðan alveg æðisleg. Ég gæti ekki beðið um það betra sem íþróttamaður,“ segir Aron. Að hans sögn er Barcelona skör hærra en Kiel og Veszprém sem hann lék með áður.Miklu stærra en handboltinn „Kiel og Veszprém eru frábær handboltafélög en Barcelona er miklu stærra en bara handboltinn. Maður finnur fyrir því.“ Yfirburðir Barcelona á Spáni eru miklir en liðið hefur orðið spænskur meistari sjö ár í röð. Börsungar voru til að mynda búnir að vinna 133 deildarleiki í röð áður en þeir gerðu jafntefli við Guadalajara 6. desember síðastliðinn. „Það var skandall. Við unnum reyndar sama lið í undanúrslitum í bikarkeppninni með 14 mörkum. Þetta snýst ekki bara um gæði leikmanna. Það þarf líka að vera klár í slaginn,“ segir Aron. „Við erum augljóslega með yfirburðalið þarna og standarinn hefur dalað undanfarin ár. En það eru fín lið þarna á milli.“ EM 2018 í handbolta Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira
Síðustu stórmót hafa verið heldur endaslepp hjá Aroni Pálmarssyni. Hann var ekkert með á HM í Frakklandi í fyrra vegna meiðsla og missti einnig af leikjum á EM 2014 og HM 2015 sökum meiðsla. Ísland komst svo ekki upp úr sínum riðli á EM 2016 í Póllandi. „Ég er ofboðslega spenntur fyrir þessu. Mér finnst vera langt síðan ég var á stórmóti þótt það séu bara tvö ár. Það er mikill hugur í mér,“ segir Aron í samtali við Fréttablaðið. Þrátt fyrir að vera ekki nema 27 ára gamall er Aron einn af reynslumestu leikmönnunum í íslenska hópnum.Í öðruvísi hlutverki „Maður hefur verið í stóru hlutverki í þessu liði í mörg ár. En maður finnur fyrir því að vera ekki yngstur lengur og það er ekki hægt að grínast lengur með það. Þetta er öðruvísi hlutverk en skemmtilegt,“ segir Aron. Hann kveðst bjartsýnn fyrir EM í Króatíu sem verður hans níunda stórmót. „Ég hef miklar væntingar. Við höfum alltaf talað um að við viljum bera okkur saman við stærstu þjóðirnar, vera inni á öllum stórmótum og í topp átta í heiminum eins og við vorum. Við þurfum bara að sýna það,“ segir Aron. Hafnfirðingurinn er feginn að geta einbeitt sér að því að spila handbolta á nýjan leik eftir erfiða mánuði þar sem hann spilaði ekkert og beið eftir félagaskiptum til Barcelona. „Það er æðislegt að vera loksins kominn inn í þessa rútínu og skilja þetta algjörlega eftir,“ segir Aron sem viðurkennir að það hafi tekið hann tíma að finna aftur tilfinninguna fyrir leiknum eftir langa fjarveru.Aron er á leið á sitt níunda stórmót með íslenska landsliðinu.vísir/eyþórEr sýndur skilningur „Ég er í góðu formi og allt það en „touch-ið“ vantar. Ég fór líka í nýtt lið og kom inn í það á miðju tímabili. En því er sýndur skilningur og þetta kemur með tímanum. Ég er ekkert búinn að gleyma því hvernig á að spila handbolta.“ Aron hefur alltaf talað um Barcelona sem sitt draumafélag. En hefur það staðist væntingar hans? „Já, og gott betur. Þetta er flottasta félag í heimi. Það er allt gert fyrir mann og aðstaðan alveg æðisleg. Ég gæti ekki beðið um það betra sem íþróttamaður,“ segir Aron. Að hans sögn er Barcelona skör hærra en Kiel og Veszprém sem hann lék með áður.Miklu stærra en handboltinn „Kiel og Veszprém eru frábær handboltafélög en Barcelona er miklu stærra en bara handboltinn. Maður finnur fyrir því.“ Yfirburðir Barcelona á Spáni eru miklir en liðið hefur orðið spænskur meistari sjö ár í röð. Börsungar voru til að mynda búnir að vinna 133 deildarleiki í röð áður en þeir gerðu jafntefli við Guadalajara 6. desember síðastliðinn. „Það var skandall. Við unnum reyndar sama lið í undanúrslitum í bikarkeppninni með 14 mörkum. Þetta snýst ekki bara um gæði leikmanna. Það þarf líka að vera klár í slaginn,“ segir Aron. „Við erum augljóslega með yfirburðalið þarna og standarinn hefur dalað undanfarin ár. En það eru fín lið þarna á milli.“
EM 2018 í handbolta Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira