Hvöttu Clinton til að hætta í stjórnmálum og byrja að prjóna: „Skilgreiningin á kynjamisrétti“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2017 21:11 Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Vísir/afp Tímaritið Vanity Fair hefur verið gagnrýnt harðlega fyrir myndband sem birt var á samfélagsmiðlum tímartisins. Í myndbandinu var Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, hvött til að segja skilið við stjórnmál og taka upp nýtt áhugamál, til dæmis prjónaskap. Í myndbandinu er því m.a. beint til Clinton að hætta að kenna öðrum um tap sitt í bandarísku forsetakosningunum í fyrra. Þá var jafnframt mælst til þess að hún hætti þátttöku í stjórnmálum og byrji í staðinn að prjóna, sinna sjálfboðastarfi eða æfa uppistand á nýju ári.Maybe it's time for Hillary Clinton to take up a new hobby in 2018 pic.twitter.com/sbE78rA5At— VANITY FAIR (@VanityFair) December 23, 2017 Fjölmargir tengdir Clinton, þar á meðal aðstoðarmenn hennar, auk þekktra einstaklinga svöruðu Vanity Fair fullum hálsi eftir að myndbandið var birt. Adam Parkhomenko, fyrrverandi ráðgjafi Clinton, hvatti fólk til að segja upp áskrift að tímaritinu og birti mynd af eintaki af Vanity Fair í ljósum logum á Twitter-reikningi sínum.For those that, once again had Hillary's back, this time re: @VanityFair hit 1/ pic.twitter.com/Jl4XhBt7gz— Adam Parkhomenko (@AdamParkhomenko) December 27, 2017 Bandaríska leikkonan Patricia Arquette var hvöss í málflutningi sínum. „Hættið að segja konum hvað í fjandanum þær mega og mega ekki gera,“ ritaði Arquette í færslu á Twitter.Hey STOP TELLING WOMEN WHAT THE F-CK THEY SHOULD DO OR CAN DO. Get over your mommy issues.— Patricia Arquette (@PattyArquette) December 27, 2017 Á Twitter-reikningi vefsíðunnar Dictionary.com voru skilaboð myndbandsins, þ.e. að segja menntuðum lögfræðingi á borð við Clinton að byrja að prjóna, sögð „skilgreininguna á kynjamisrétti“. Þá hafa aðrir Twitter-notendur stórlega efast um að sama yrði upp á teningnum ef um karlmann væri að ræða.The word for telling a woman with a law degree from Yale to take up knitting is ... https://t.co/Lguqic3f9o#VanityFair #HillaryClinton https://t.co/kOf2qP4xDy— Dictionary.com (@Dictionarycom) December 27, 2017 Did Vanity Fair suggest that Mitt Romney, John McCain, John Kerry or Al Gore take up new hobbies? Hillary Clinton is a Wellesley and Yale Law grad, U.S. Senator, Secretary of State, and the only female presidential candidate win the popular vote by 3 million. Apologize #Misogyny https://t.co/ripJWFlSMY— Nancy Levine (@nancylevine) December 27, 2017 Donald Trump, Bandaríkjaforseti og harður andstæðingur Clinton, var einn þeirra sem blandaði sér í málið. Hann birti nokkuð sérkennilegt tíst á Twitter-reikningi sínum þar sem hann gagnrýndi Vanity Fair fyrir að leggjast svo lágt að biðjast afsökunar á myndbandinu um hina „svikulu Hillary“, eða „Crooked Hillary“ eins og forsetinn kallar fyrrverandi mótframbjóðanda sinn iðulega.Vanity Fair, which looks like it is on its last legs, is bending over backwards in apologizing for the minor hit they took at Crooked H. Anna Wintour, who was all set to be Amb to Court of St James's & a big fundraiser for CH, is beside herself in grief & begging for forgiveness!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 28, 2017 Þá blandaði Trump Önnu Wintour, ritstjóra Vogue, inn í málið. Ekki er ljóst hvað forsetanum gekk til með því. Talskona Vanity Fair, Beth Kseniak, sagði tímaritið hafa ætlað að slá á létta strengi með útgáfu myndbandsins. Hún sagði enn fremur að aðstandendur myndbandsins harmi að skilaboðin hafi misst marks. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Tímaritið Vanity Fair hefur verið gagnrýnt harðlega fyrir myndband sem birt var á samfélagsmiðlum tímartisins. Í myndbandinu var Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, hvött til að segja skilið við stjórnmál og taka upp nýtt áhugamál, til dæmis prjónaskap. Í myndbandinu er því m.a. beint til Clinton að hætta að kenna öðrum um tap sitt í bandarísku forsetakosningunum í fyrra. Þá var jafnframt mælst til þess að hún hætti þátttöku í stjórnmálum og byrji í staðinn að prjóna, sinna sjálfboðastarfi eða æfa uppistand á nýju ári.Maybe it's time for Hillary Clinton to take up a new hobby in 2018 pic.twitter.com/sbE78rA5At— VANITY FAIR (@VanityFair) December 23, 2017 Fjölmargir tengdir Clinton, þar á meðal aðstoðarmenn hennar, auk þekktra einstaklinga svöruðu Vanity Fair fullum hálsi eftir að myndbandið var birt. Adam Parkhomenko, fyrrverandi ráðgjafi Clinton, hvatti fólk til að segja upp áskrift að tímaritinu og birti mynd af eintaki af Vanity Fair í ljósum logum á Twitter-reikningi sínum.For those that, once again had Hillary's back, this time re: @VanityFair hit 1/ pic.twitter.com/Jl4XhBt7gz— Adam Parkhomenko (@AdamParkhomenko) December 27, 2017 Bandaríska leikkonan Patricia Arquette var hvöss í málflutningi sínum. „Hættið að segja konum hvað í fjandanum þær mega og mega ekki gera,“ ritaði Arquette í færslu á Twitter.Hey STOP TELLING WOMEN WHAT THE F-CK THEY SHOULD DO OR CAN DO. Get over your mommy issues.— Patricia Arquette (@PattyArquette) December 27, 2017 Á Twitter-reikningi vefsíðunnar Dictionary.com voru skilaboð myndbandsins, þ.e. að segja menntuðum lögfræðingi á borð við Clinton að byrja að prjóna, sögð „skilgreininguna á kynjamisrétti“. Þá hafa aðrir Twitter-notendur stórlega efast um að sama yrði upp á teningnum ef um karlmann væri að ræða.The word for telling a woman with a law degree from Yale to take up knitting is ... https://t.co/Lguqic3f9o#VanityFair #HillaryClinton https://t.co/kOf2qP4xDy— Dictionary.com (@Dictionarycom) December 27, 2017 Did Vanity Fair suggest that Mitt Romney, John McCain, John Kerry or Al Gore take up new hobbies? Hillary Clinton is a Wellesley and Yale Law grad, U.S. Senator, Secretary of State, and the only female presidential candidate win the popular vote by 3 million. Apologize #Misogyny https://t.co/ripJWFlSMY— Nancy Levine (@nancylevine) December 27, 2017 Donald Trump, Bandaríkjaforseti og harður andstæðingur Clinton, var einn þeirra sem blandaði sér í málið. Hann birti nokkuð sérkennilegt tíst á Twitter-reikningi sínum þar sem hann gagnrýndi Vanity Fair fyrir að leggjast svo lágt að biðjast afsökunar á myndbandinu um hina „svikulu Hillary“, eða „Crooked Hillary“ eins og forsetinn kallar fyrrverandi mótframbjóðanda sinn iðulega.Vanity Fair, which looks like it is on its last legs, is bending over backwards in apologizing for the minor hit they took at Crooked H. Anna Wintour, who was all set to be Amb to Court of St James's & a big fundraiser for CH, is beside herself in grief & begging for forgiveness!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 28, 2017 Þá blandaði Trump Önnu Wintour, ritstjóra Vogue, inn í málið. Ekki er ljóst hvað forsetanum gekk til með því. Talskona Vanity Fair, Beth Kseniak, sagði tímaritið hafa ætlað að slá á létta strengi með útgáfu myndbandsins. Hún sagði enn fremur að aðstandendur myndbandsins harmi að skilaboðin hafi misst marks.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira