Ekki fleiri konur í Kvennaathvarfinu á þessari öld Þórdís Valsdóttir skrifar 27. desember 2017 16:15 Sigþrúður Guðmundsdóttir er framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Vísir/stefán Jólin voru haldin hátíðleg í Kvennaathvarfinu og dvöldu 20 manns í húsinu yfir hátíðarnar, konur og börn. Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir að hátt í 150 konur hafi dvalið í athvarfinu það sem af er ári. „Það hafa ekki verið svo margar konur í dvöl hjá okkur á þessari öld. Meðaldvölin er líka alltaf að lengjast þannig að hópurinn er alltaf að stækka og það eru fleiri í dvöl á hverjum degi heldur en áður hefur verið,“ segir Sigþrúður. Sigþrúður segir að jólin hafi verið haldin hátíðleg með pompi og prakt og að vel hafi tekist til. „Það var allt til alls og húsið var fallega skreytt. Það voru einnig mikið af gjöfum sem biðu þeirra sem voru hjá okkur,“ segir Sigþrúður en Kvennaathvarfið fékk mikinn stuðning frá ýmsum aðilum til að geta haldið jól með þessum hætti fyrir íbúana. Jólahaldið í athvarfinu byrjaði á hádegi á aðfangadegi jóla. „Við vorum með möndlugraut og fengum til okkar góða gesti og ýmsa sem höfðu tengst okkur á árinu. Við áttum ótrúlega skemmtilega stund.“ Sigþrúður segir að jólahaldið hafi verið tiltölulega eðlilegt og að gleði hafi ríkt miðað við aðstæður. „Þetta er auðvitað hópur sem velur sér ekki að halda jól saman og margir vildu kannski vera annars staðar en það var ótrúlega falleg stemning sem myndaðist og það var góður andi. Öllum virtist líða vel.“Meðaldvölin lengistÁ síðasta ári voru að sögn Sigþrúðar að meðaltali 25 íbúar í húsinu á hverjum degi, 13 konur og 12 börn. „Við eigum ekki tölurnar ennþá fyrir þetta ár en ég get ímyndað mér að þetta sé eitthvað svipað,“ segir Sigþrúður. Á árinu fjölgaði herbergjunum í Kvennaathvarfinu úr átta í ellefu og einnig eru önnur herbergi nýtt sem vistarverur. „Á þessu ári hafa allt að 35 íbúar verið í húsinu í einu, sem er í raun of mikið svo fólk geti fengið þá ró sem þau þurfa á að halda,“ segir Sigþrúður. Meðaldvöl kvenna í húsinu hefur einnig aukist á árinu og Sigþrúður segir að ástæða þess sé bæði erfið staða á húsnæðismarkaði og einnig ákvarðanir sem teknar voru innanhúss um að leyfa konum að taka sér lengri tíma í athvarfinu. „Þetta verður til þess að við sjáum alltaf færri og færri konur fara aftur til ofbeldismanna. Þessi þróun kemur því ekki endilega til af slæmu.“ Félagsmál Jól Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Jólin voru haldin hátíðleg í Kvennaathvarfinu og dvöldu 20 manns í húsinu yfir hátíðarnar, konur og börn. Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir að hátt í 150 konur hafi dvalið í athvarfinu það sem af er ári. „Það hafa ekki verið svo margar konur í dvöl hjá okkur á þessari öld. Meðaldvölin er líka alltaf að lengjast þannig að hópurinn er alltaf að stækka og það eru fleiri í dvöl á hverjum degi heldur en áður hefur verið,“ segir Sigþrúður. Sigþrúður segir að jólin hafi verið haldin hátíðleg með pompi og prakt og að vel hafi tekist til. „Það var allt til alls og húsið var fallega skreytt. Það voru einnig mikið af gjöfum sem biðu þeirra sem voru hjá okkur,“ segir Sigþrúður en Kvennaathvarfið fékk mikinn stuðning frá ýmsum aðilum til að geta haldið jól með þessum hætti fyrir íbúana. Jólahaldið í athvarfinu byrjaði á hádegi á aðfangadegi jóla. „Við vorum með möndlugraut og fengum til okkar góða gesti og ýmsa sem höfðu tengst okkur á árinu. Við áttum ótrúlega skemmtilega stund.“ Sigþrúður segir að jólahaldið hafi verið tiltölulega eðlilegt og að gleði hafi ríkt miðað við aðstæður. „Þetta er auðvitað hópur sem velur sér ekki að halda jól saman og margir vildu kannski vera annars staðar en það var ótrúlega falleg stemning sem myndaðist og það var góður andi. Öllum virtist líða vel.“Meðaldvölin lengistÁ síðasta ári voru að sögn Sigþrúðar að meðaltali 25 íbúar í húsinu á hverjum degi, 13 konur og 12 börn. „Við eigum ekki tölurnar ennþá fyrir þetta ár en ég get ímyndað mér að þetta sé eitthvað svipað,“ segir Sigþrúður. Á árinu fjölgaði herbergjunum í Kvennaathvarfinu úr átta í ellefu og einnig eru önnur herbergi nýtt sem vistarverur. „Á þessu ári hafa allt að 35 íbúar verið í húsinu í einu, sem er í raun of mikið svo fólk geti fengið þá ró sem þau þurfa á að halda,“ segir Sigþrúður. Meðaldvöl kvenna í húsinu hefur einnig aukist á árinu og Sigþrúður segir að ástæða þess sé bæði erfið staða á húsnæðismarkaði og einnig ákvarðanir sem teknar voru innanhúss um að leyfa konum að taka sér lengri tíma í athvarfinu. „Þetta verður til þess að við sjáum alltaf færri og færri konur fara aftur til ofbeldismanna. Þessi þróun kemur því ekki endilega til af slæmu.“
Félagsmál Jól Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira