Annatími hjá sorphirðufólki: Fólk hvatt til að flokka gjafapappír, plastumbúðir og krullubönd Erla Björg Gunnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 26. desember 2017 15:30 Það er ýmislegt sem að íbúar geta gert til að auðvelda sorphirðu. Vísir/Anton Snemma í fyrramálið verður byrjað að losa sorptunnur borgarbúa eftir jólin. Í Reykjavík var tvöfalt meira plast flokkað í ár en í fyrra og er fólk hvatt áfram til góðra verka með því að flokka gjafapappír, plastumbúðir og krullubönd. Mikill annatími er hjá sorphirðufólki yfir hátíðirnar og verður hafist handa við að hirða jólasorpið eldsnemma í fyrramálið og verður unnið stíft út vikuna og fram til hádegis á Gamlársdag. Margir kannast við að hafa yfirfullar tunnur eftir jólin enda matarveislur dag eftir dag og svo að sjálfsögðu umbúðir og gjafapappír. „Það er ýmislegt sem að íbúar geta gert og við erum að bjóða upp á það að íbúar geta sótt poka, fimm stykki á rúllu, á N1 stöðvarnar. Hver poki kostar 850 krónur og er fyrir blandaðan úrgang. Þannig að það er hægt að setja úrgang í þennan poka og setja við hliðina á tunnunni og við munum taka hann um leið og við losum gráu tunnuna,“ sagði Eygerður Margrétardóttir, deildarstjóri umhverfis- og úrgangsstjórnunar hjá Reykjavíkurborg, í samtali við fréttastofu í dag. Hún hvetur íbúa til þess að taka pappírinn og plastið frá og setja í endurvinnslu.Biðja íbúa að hálkuverja Hægt er að fara með jólapappír, krullubönd og umbúðir í 57 grenndarstöðvar sem eru víðs vegar um borgina eða í endurvinnslustöðvar Sorpu. Borgarbúar hafa verið sérlega duglegir við að flokka plast og fá sér græna tunnu á þessu ári. Á árinu hafa safnast 236 tonn af plasti í grænu tunnuna en 126 tonn á sama tíma í fyrra. Þetta eru 109 tonn sem bætast við á milli ára eða 46 prósent aukning. Eygerður segir mikilvægt að borgarbúar hugi að aðgengi að sorpinu svo allt gangi vel á næstu dögum. „Okkur langar til þess að beina því til íbúa að hálkuverja hjá sér. Við þurfum oft að komast upp tröppur og annað og það skiptir alveg svakalega miklu máli að við komumst um og getum losað og sinnt og þjónustað íbúa vel um hátíðirnar.“ Umhverfismál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Snemma í fyrramálið verður byrjað að losa sorptunnur borgarbúa eftir jólin. Í Reykjavík var tvöfalt meira plast flokkað í ár en í fyrra og er fólk hvatt áfram til góðra verka með því að flokka gjafapappír, plastumbúðir og krullubönd. Mikill annatími er hjá sorphirðufólki yfir hátíðirnar og verður hafist handa við að hirða jólasorpið eldsnemma í fyrramálið og verður unnið stíft út vikuna og fram til hádegis á Gamlársdag. Margir kannast við að hafa yfirfullar tunnur eftir jólin enda matarveislur dag eftir dag og svo að sjálfsögðu umbúðir og gjafapappír. „Það er ýmislegt sem að íbúar geta gert og við erum að bjóða upp á það að íbúar geta sótt poka, fimm stykki á rúllu, á N1 stöðvarnar. Hver poki kostar 850 krónur og er fyrir blandaðan úrgang. Þannig að það er hægt að setja úrgang í þennan poka og setja við hliðina á tunnunni og við munum taka hann um leið og við losum gráu tunnuna,“ sagði Eygerður Margrétardóttir, deildarstjóri umhverfis- og úrgangsstjórnunar hjá Reykjavíkurborg, í samtali við fréttastofu í dag. Hún hvetur íbúa til þess að taka pappírinn og plastið frá og setja í endurvinnslu.Biðja íbúa að hálkuverja Hægt er að fara með jólapappír, krullubönd og umbúðir í 57 grenndarstöðvar sem eru víðs vegar um borgina eða í endurvinnslustöðvar Sorpu. Borgarbúar hafa verið sérlega duglegir við að flokka plast og fá sér græna tunnu á þessu ári. Á árinu hafa safnast 236 tonn af plasti í grænu tunnuna en 126 tonn á sama tíma í fyrra. Þetta eru 109 tonn sem bætast við á milli ára eða 46 prósent aukning. Eygerður segir mikilvægt að borgarbúar hugi að aðgengi að sorpinu svo allt gangi vel á næstu dögum. „Okkur langar til þess að beina því til íbúa að hálkuverja hjá sér. Við þurfum oft að komast upp tröppur og annað og það skiptir alveg svakalega miklu máli að við komumst um og getum losað og sinnt og þjónustað íbúa vel um hátíðirnar.“
Umhverfismál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira