Björgunarsveitir leita að konu á áttræðisaldri í Bolungarvík Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. desember 2017 12:15 Björgunarsveitir leita að konu í Bolungarvík en talið er að hún hafi farið úr heimahúsi í gærkvöldi eða í nótt. Vísir/Pjetur Þrjár björgunarsveitir við Djúp á Vestfjörðum voru kallaðar út nú skömmu fyrir hádegi í leit að konu á áttræðisaldri sem talið er að sé týnd í eða við Bolungarvík. Konan er fædd er árið 1941. „Það er bara búið að kalla eiginlega allar björgunarsveitir við Djúp út eða þrjár sveitir í leit að konu sem er talið að sé týnd í eða við Bolungarvík,“ segir Reimar Vilmundarson, er svæðisstjóri hjá Landsbjörgu. Lögreglan á Ísafirði fer með rannsókn málsins og tekur þátt í leitinni með björgunarsveitunum. „Þetta er fullorðin kona sem talið er að hafi farið úr heimahúsi í gærkvöldi eða nótt og það er verið að hefja leit að henni,“ segir Reimar.Nokkur útköll yfir hátíðirnarÞá hafa björgunarsveitir Landsbjargar haft í nógu að snúast yfir hátíðarnar enda víða slæmt veður á landinu. Björgunarsveitarfólk var kallað út til að aðstoða fólk sem var í vanda statt í vonskuveðri á Fróðárheiði á tólfta tímanum á aðfangadagskvöld. Þrír bílar sátu fastir á heiðinni og þurfti fólkið að halda til í neyðarskýli þar til björgunarsveitir komu á staðinn. Þá fóru fjórir björgunarsveitarmenn frá Björgunarsveitinni á Djúpavogi á tíunda tímanum í gærkvöldi, að kvöldi jóladags, að leita að ferðamönnum á Breiðdalsheiði. Ferðamennirnir, voru á tveimur bílum á leið sinni til Egilsstaða, urðu viðskila og ók annar bílinn um suðurfirðina en hinn stefndi upp á Breiðdalsheiðina. Ferðamennirnir fundust á Axarvegi fyrir ofan Berufjörð rétt fyrir ellefu, bíll þeirra sat þá fastur í snjó og hafði verið það í einhvern tíma.Sjá einnig: Björgunarsveitarfólk aðstoðaði ferðamennUm svipað leyti voru tæplega 100 björgunarsveitarmenn á Suðvesturlandi að aðstoða lögregluna á Suðurnesjum við leit að ungum manni sem óttast var um. Maðurinn kom í leitirnar heill á húfi í Reykjanesbæ á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þá voru, á fimmta tímanum í gær, björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðir út vegna slys í hlíðum Ingólfsfjalls. Ungur karlmaður hafði runnið til á ís og fallið í brattlendi. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að mikill ís hafi verið á svæðinu og að óskað hafi verið eftir sérstökum fjallabjörgunarbúnaði í verkefnið. „Það var mjög kalt sögðu menn sem voru á staðnum. Hann fellur þarna í hálku og hrasar og slasast þó nokkuð alvarlega og það var kölluð til þyrlan sem gat ekki athafnað sig í hlíðum fjallsins. Í endann fór það svo að björgunarsveitarfólk og sjúkraflutningamenn þurftu að bera manninn niður að þyrlunni og hann var svo fluttur á slysadeild,“ segir Davíð Már í samtali við fréttastofu. Hann segir að það hafi verið nokkuð rólegt hjá björgunarsveitum í nótt og í morgun. Hins vegar hafi útkallið borist á Vestfjörðum í morgun. Tengdar fréttir Ungur karlmaður í klandri á Ingólfsfjalli Á fimmta tímanum í dag voru björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðir út vegna slys í hlíðum Ingólfsfjalls. Ungur karlmaður hafði runnið til á ís og fallið í brattlendi. 25. desember 2017 17:06 Björgunarsveitarfólk aðstoðaði ferðamenn sem höfðu ekið inn á lokaðan veg Ferðamenn á tveimur bílum á leið í austurátt til Egilsstaða urðu viðskila í gær, þar sem annar bíllinn ók um suðurfirðina en hinn stefndi upp á Breiðdalsheiði. 26. desember 2017 08:12 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Sjá meira
Þrjár björgunarsveitir við Djúp á Vestfjörðum voru kallaðar út nú skömmu fyrir hádegi í leit að konu á áttræðisaldri sem talið er að sé týnd í eða við Bolungarvík. Konan er fædd er árið 1941. „Það er bara búið að kalla eiginlega allar björgunarsveitir við Djúp út eða þrjár sveitir í leit að konu sem er talið að sé týnd í eða við Bolungarvík,“ segir Reimar Vilmundarson, er svæðisstjóri hjá Landsbjörgu. Lögreglan á Ísafirði fer með rannsókn málsins og tekur þátt í leitinni með björgunarsveitunum. „Þetta er fullorðin kona sem talið er að hafi farið úr heimahúsi í gærkvöldi eða nótt og það er verið að hefja leit að henni,“ segir Reimar.Nokkur útköll yfir hátíðirnarÞá hafa björgunarsveitir Landsbjargar haft í nógu að snúast yfir hátíðarnar enda víða slæmt veður á landinu. Björgunarsveitarfólk var kallað út til að aðstoða fólk sem var í vanda statt í vonskuveðri á Fróðárheiði á tólfta tímanum á aðfangadagskvöld. Þrír bílar sátu fastir á heiðinni og þurfti fólkið að halda til í neyðarskýli þar til björgunarsveitir komu á staðinn. Þá fóru fjórir björgunarsveitarmenn frá Björgunarsveitinni á Djúpavogi á tíunda tímanum í gærkvöldi, að kvöldi jóladags, að leita að ferðamönnum á Breiðdalsheiði. Ferðamennirnir, voru á tveimur bílum á leið sinni til Egilsstaða, urðu viðskila og ók annar bílinn um suðurfirðina en hinn stefndi upp á Breiðdalsheiðina. Ferðamennirnir fundust á Axarvegi fyrir ofan Berufjörð rétt fyrir ellefu, bíll þeirra sat þá fastur í snjó og hafði verið það í einhvern tíma.Sjá einnig: Björgunarsveitarfólk aðstoðaði ferðamennUm svipað leyti voru tæplega 100 björgunarsveitarmenn á Suðvesturlandi að aðstoða lögregluna á Suðurnesjum við leit að ungum manni sem óttast var um. Maðurinn kom í leitirnar heill á húfi í Reykjanesbæ á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þá voru, á fimmta tímanum í gær, björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðir út vegna slys í hlíðum Ingólfsfjalls. Ungur karlmaður hafði runnið til á ís og fallið í brattlendi. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að mikill ís hafi verið á svæðinu og að óskað hafi verið eftir sérstökum fjallabjörgunarbúnaði í verkefnið. „Það var mjög kalt sögðu menn sem voru á staðnum. Hann fellur þarna í hálku og hrasar og slasast þó nokkuð alvarlega og það var kölluð til þyrlan sem gat ekki athafnað sig í hlíðum fjallsins. Í endann fór það svo að björgunarsveitarfólk og sjúkraflutningamenn þurftu að bera manninn niður að þyrlunni og hann var svo fluttur á slysadeild,“ segir Davíð Már í samtali við fréttastofu. Hann segir að það hafi verið nokkuð rólegt hjá björgunarsveitum í nótt og í morgun. Hins vegar hafi útkallið borist á Vestfjörðum í morgun.
Tengdar fréttir Ungur karlmaður í klandri á Ingólfsfjalli Á fimmta tímanum í dag voru björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðir út vegna slys í hlíðum Ingólfsfjalls. Ungur karlmaður hafði runnið til á ís og fallið í brattlendi. 25. desember 2017 17:06 Björgunarsveitarfólk aðstoðaði ferðamenn sem höfðu ekið inn á lokaðan veg Ferðamenn á tveimur bílum á leið í austurátt til Egilsstaða urðu viðskila í gær, þar sem annar bíllinn ók um suðurfirðina en hinn stefndi upp á Breiðdalsheiði. 26. desember 2017 08:12 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Sjá meira
Ungur karlmaður í klandri á Ingólfsfjalli Á fimmta tímanum í dag voru björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðir út vegna slys í hlíðum Ingólfsfjalls. Ungur karlmaður hafði runnið til á ís og fallið í brattlendi. 25. desember 2017 17:06
Björgunarsveitarfólk aðstoðaði ferðamenn sem höfðu ekið inn á lokaðan veg Ferðamenn á tveimur bílum á leið í austurátt til Egilsstaða urðu viðskila í gær, þar sem annar bíllinn ók um suðurfirðina en hinn stefndi upp á Breiðdalsheiði. 26. desember 2017 08:12