Kofi Hrafns Gunnlaugssonar í Laugarnesinu til útleigu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. desember 2017 08:00 Víkingaskjöldur er fyrir ofan innganginn að kofanum sem Hrafn leigir út á Airbnb. Airbnb/Hrafn Jökulsson „Yndislegur staður“, „einstök hönnun“ og „geggjaðir gestgjafar“. Á þennan veg hljóma umsagnir gesta sem hafa leigt víkingakofa kvikmyndaleikstjórans Hrafns Gunnlaugssonar í Laugarnesinu undanfarna mánuði. Hrafn er með kofann til leigu í gegnum leigusíðuna Airbnb sem nokkur þúsund Íslendingar nýta sér, ýmist endrum og sinnum eða hafa meginþorra tekna sinna af viðskiptum í gegnum síðuna. Verðið er 22 þúsund krónur nóttin. Gestir virðast kunna vel að meta nuddpottinn. Nuddpotturinn slær í gegn Í lýsingu á kofanum kemur fram að hann sé 39 fermetrar og þar geti allt að fjórir gist. Þar er stærðarinnar sturta, nuddpottur, hiti í gólfi, þvottavél og eldhús. Þá sé stutt að fara út að strönd og staðsetningin sé frábær til að skima um eftir norðurljósum. Engar veislur eða viðburðir eru þó leyfðar á lóðinni, reykingar bannaðar og vera gæludýra afþökkuð. Sjö hafa veit Hrafni umsögn og hafa þær verið á einn veg, fimm og aftur fimm stjörnur, frá því útleiga hófst í sumar. Langt utan við mörk lóðar Hrafns Gunnlaugssonar hefur hann reist bátaskýli í fjöruborðinu.Vísir/Daníel „Ég naut þess sérstaklega að geta slakað á í nuddpottinum eftir langt flug,“ segir einn gestur. „Hlýtur að vera eftirsóttasta gistingin í Reykjavík!“ segir annar. Þá er Hrafni og konu hans Yairu endurtekið þökkuð gestrisnin.Rúmið í víkingakofanum hans Hrafns.Airbnb/Hrafn GunnlaugssonUmboðsmaður borgarbúa ósátturKofinn er á lóð Hrafns í Laugarnesinu þar sem Hrafn býr ásamt konu sinni. Óhætt er að segja að lóðin sé einstök að því leyti að Hrafn hefur komið upp ýmsum skúlptúr í anda víkinganna sem verið hafa honum innblástur fjölda kvikmynda í gegnum árin.Töluverður styr hefur staðið um lóðina og hefur Hrafn staðið í stappi við Reykjavíkurborg um árabil vegna óleyfisframkvæmda á lóðinni. Hrafn Gunnlaugsson leikstýrði meðal annars Myrkrahöfðingjanum og Hrafninn flýgur.visir/gvaUmboðsmaður borgarbúa hefur verið mjög harðorður í garð borgarinnar og sagt borgina bera að framfylgja ákvörðunum sínum um að fjarlægja byggingar sem reistar hafi verið í óleyfi.Íbúð Hrafns á Airbnb. Airbnb Hús og heimili Húsnæðismál Tengdar fréttir „Það mega margir verða voða hneykslaðir á mér, ég hef bara gaman af því“ Hrafn Gunnlaugsson rifjaði upp umræðu um kynferðislega áreitni í útvarpsráði og viðbrögð frægrar leikkonu við þeirri henni. 26. nóvember 2017 14:00 „Maður veltir því fyrir sér hvort garðyrkjustjóri hafi ekkert betra að gera“ Hrafn Gunnlaugsson var ósáttur við að verið væri að rífa upp tröllahvönnina. 21. júlí 2017 20:29 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira
„Yndislegur staður“, „einstök hönnun“ og „geggjaðir gestgjafar“. Á þennan veg hljóma umsagnir gesta sem hafa leigt víkingakofa kvikmyndaleikstjórans Hrafns Gunnlaugssonar í Laugarnesinu undanfarna mánuði. Hrafn er með kofann til leigu í gegnum leigusíðuna Airbnb sem nokkur þúsund Íslendingar nýta sér, ýmist endrum og sinnum eða hafa meginþorra tekna sinna af viðskiptum í gegnum síðuna. Verðið er 22 þúsund krónur nóttin. Gestir virðast kunna vel að meta nuddpottinn. Nuddpotturinn slær í gegn Í lýsingu á kofanum kemur fram að hann sé 39 fermetrar og þar geti allt að fjórir gist. Þar er stærðarinnar sturta, nuddpottur, hiti í gólfi, þvottavél og eldhús. Þá sé stutt að fara út að strönd og staðsetningin sé frábær til að skima um eftir norðurljósum. Engar veislur eða viðburðir eru þó leyfðar á lóðinni, reykingar bannaðar og vera gæludýra afþökkuð. Sjö hafa veit Hrafni umsögn og hafa þær verið á einn veg, fimm og aftur fimm stjörnur, frá því útleiga hófst í sumar. Langt utan við mörk lóðar Hrafns Gunnlaugssonar hefur hann reist bátaskýli í fjöruborðinu.Vísir/Daníel „Ég naut þess sérstaklega að geta slakað á í nuddpottinum eftir langt flug,“ segir einn gestur. „Hlýtur að vera eftirsóttasta gistingin í Reykjavík!“ segir annar. Þá er Hrafni og konu hans Yairu endurtekið þökkuð gestrisnin.Rúmið í víkingakofanum hans Hrafns.Airbnb/Hrafn GunnlaugssonUmboðsmaður borgarbúa ósátturKofinn er á lóð Hrafns í Laugarnesinu þar sem Hrafn býr ásamt konu sinni. Óhætt er að segja að lóðin sé einstök að því leyti að Hrafn hefur komið upp ýmsum skúlptúr í anda víkinganna sem verið hafa honum innblástur fjölda kvikmynda í gegnum árin.Töluverður styr hefur staðið um lóðina og hefur Hrafn staðið í stappi við Reykjavíkurborg um árabil vegna óleyfisframkvæmda á lóðinni. Hrafn Gunnlaugsson leikstýrði meðal annars Myrkrahöfðingjanum og Hrafninn flýgur.visir/gvaUmboðsmaður borgarbúa hefur verið mjög harðorður í garð borgarinnar og sagt borgina bera að framfylgja ákvörðunum sínum um að fjarlægja byggingar sem reistar hafi verið í óleyfi.Íbúð Hrafns á Airbnb.
Airbnb Hús og heimili Húsnæðismál Tengdar fréttir „Það mega margir verða voða hneykslaðir á mér, ég hef bara gaman af því“ Hrafn Gunnlaugsson rifjaði upp umræðu um kynferðislega áreitni í útvarpsráði og viðbrögð frægrar leikkonu við þeirri henni. 26. nóvember 2017 14:00 „Maður veltir því fyrir sér hvort garðyrkjustjóri hafi ekkert betra að gera“ Hrafn Gunnlaugsson var ósáttur við að verið væri að rífa upp tröllahvönnina. 21. júlí 2017 20:29 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira
„Það mega margir verða voða hneykslaðir á mér, ég hef bara gaman af því“ Hrafn Gunnlaugsson rifjaði upp umræðu um kynferðislega áreitni í útvarpsráði og viðbrögð frægrar leikkonu við þeirri henni. 26. nóvember 2017 14:00
„Maður veltir því fyrir sér hvort garðyrkjustjóri hafi ekkert betra að gera“ Hrafn Gunnlaugsson var ósáttur við að verið væri að rífa upp tröllahvönnina. 21. júlí 2017 20:29