Fótbolti

Hallgrímur á heimleið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hallgrímur í leik með Lyngby.
Hallgrímur í leik með Lyngby. vísir/getty
Hallgrímur Jónasson er á förum frá danska úrvalsdeildarliðinu Lyngby og á heimleið. Þetta kemur fram á heimasíðu Lyngby.

Hallgrímur og Lyngby komust að samkomulagi um að slíta samstarfinu hálfu ári áður en samningur hans við danska félagið rennur út.

Hallgrímur, sem er 31 árs, hefur m.a. verið orðaður við KA.

Hallgrímur gekk í raðir Lyngby í fyrra og hjálpaði liðinu að ná 3. sæti í dönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Hann hefur ekki fengið mörg tækifæri á þessu tímabili og það hafði áhrif á ákvörðun hans að koma aftur heim, að því er fram kemur á heimasíðu Lyngby. Þá býr fjölskylda Hallgríms hér á landi.

Hallgrímur hefur leikið í Danmörku síðan 2011; fyrst með SönderjyskE, svo OB og loks Lyngby. Hann lék einnig með GAIS í Svíþjóð. Hér heima lék hann með Völsungi, Þór og Keflavík.

Hallgrímur hefur leikið 16 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og skorað þrjú mörk.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×