Jólaleg skyrkaka sem skilur eftir bros á vör Guðný Hrönn skrifar 21. desember 2017 15:00 Jólaskyrkaka Fannars er ekki bara ljúffeng heldur líka falleg. vísir/stefán Matreiðslumaðurinn Fannar Arnarsson reiddi nýverið fram jólalega og gómsæta skyrköku fyrir lesendur Lífsins. Meðfylgjandi er uppskrift að kökunni. Fannar segir hana vera nokkuð einfalda að útbúa. „Skyrkakan er góð af því að hlutföllin af botni, skyrfyllingu og svo hlaupi eru svo mátuleg,“ segir Fannar um skyrkökuna góðu. Hann tekur fram að hana sé einfalt að útbúa og allir ættu að ráða við það. „Góð skyrkaka skilur eftir bros á vör eftir góða máltíð.“ Skyrkaka fyrir 10Skyrfylling: 50 g vatn 200 g sykur 500 g skyr 500 g léttþeyttur rjómi 5 stk. matarlímsblöð 70 g blandaðar hnetur Botn: 300 g Lu-kex 300 g Oreo-kex 120 g smjör, brætt Hlaup: 6 tsk. matarlímsblöð 150 g vatn 150 g bláber 150 g sykurAðferðSkyr: Skyrið er hrært í hrærivél í 2-5 mínútur. Léttþeyttum rjómanum bætt út í. Sykur er bræddur í potti þar til hann verður að sírópi. Matarlímsblöðunum, fimm stykkjum, bætt út í sírópið og því síðan hellt rólega saman við skyr- og rjómablönduna. Öllu hrært varlega saman. Botn: Lu-kex og Oreo-kex er mulið saman í matvinnsluvél. Bræddu smjörinu hellt út í og blöndunni svo þjappað saman við kexið í formið. Sett í kæli í um það bil 25 mínútur. Skyrblöndunni er síðan hellt yfir eftir kælinguna og hnetum stráð yfir, sett aftur í kælingu í fjórar klst. eða í frysti í 1 klst. og 20 mín. Hlaup: Öllu blandað saman og sett í pott, að undanskildum 6 stk. matarlímsblöðum. Eftir að suðan kemur upp er blandan látin sjóða í átta mínútur, síðan er matarlímsblöðunum bætt út í. Skyrkakan er tekin úr kæli og hlaupinu hellt yfir. Að lokum er kakan sett aftur í kæli og geymd þar, þar til hún er borin fram. Jólamatur Kökur og tertur Skyrkökur Uppskriftir Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
Matreiðslumaðurinn Fannar Arnarsson reiddi nýverið fram jólalega og gómsæta skyrköku fyrir lesendur Lífsins. Meðfylgjandi er uppskrift að kökunni. Fannar segir hana vera nokkuð einfalda að útbúa. „Skyrkakan er góð af því að hlutföllin af botni, skyrfyllingu og svo hlaupi eru svo mátuleg,“ segir Fannar um skyrkökuna góðu. Hann tekur fram að hana sé einfalt að útbúa og allir ættu að ráða við það. „Góð skyrkaka skilur eftir bros á vör eftir góða máltíð.“ Skyrkaka fyrir 10Skyrfylling: 50 g vatn 200 g sykur 500 g skyr 500 g léttþeyttur rjómi 5 stk. matarlímsblöð 70 g blandaðar hnetur Botn: 300 g Lu-kex 300 g Oreo-kex 120 g smjör, brætt Hlaup: 6 tsk. matarlímsblöð 150 g vatn 150 g bláber 150 g sykurAðferðSkyr: Skyrið er hrært í hrærivél í 2-5 mínútur. Léttþeyttum rjómanum bætt út í. Sykur er bræddur í potti þar til hann verður að sírópi. Matarlímsblöðunum, fimm stykkjum, bætt út í sírópið og því síðan hellt rólega saman við skyr- og rjómablönduna. Öllu hrært varlega saman. Botn: Lu-kex og Oreo-kex er mulið saman í matvinnsluvél. Bræddu smjörinu hellt út í og blöndunni svo þjappað saman við kexið í formið. Sett í kæli í um það bil 25 mínútur. Skyrblöndunni er síðan hellt yfir eftir kælinguna og hnetum stráð yfir, sett aftur í kælingu í fjórar klst. eða í frysti í 1 klst. og 20 mín. Hlaup: Öllu blandað saman og sett í pott, að undanskildum 6 stk. matarlímsblöðum. Eftir að suðan kemur upp er blandan látin sjóða í átta mínútur, síðan er matarlímsblöðunum bætt út í. Skyrkakan er tekin úr kæli og hlaupinu hellt yfir. Að lokum er kakan sett aftur í kæli og geymd þar, þar til hún er borin fram.
Jólamatur Kökur og tertur Skyrkökur Uppskriftir Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira