Umferðin á höfuðborgarsvæðinu gengið áfallalaust fyrir sig í hríðarveðri Birgir Olgeirsson skrifar 20. desember 2017 22:37 Frá Hringbraut á ellefta tímanum í kvöld. Vísir Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur gengið ágætlega í kvöld þrátt fyrir hríðarveður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir eitthvað af minniháttar óhöppum hafa átt sér stað en ekkert alvarlegt hafi komið upp á. Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar og hefur verið slæmt skyggni á köflum í éljum. Veðurstofa Íslands segir draga muni úr ofankomunni í fyrramálið og að veðrið muni ekki koma til með að versna þegar líður á nóttina, heldur haldast svipað. Allhvöss suðvestanátt verður til morguns um landið vestanvert með nokkuð þéttum éljagangi og búast má við dimmum og hvössum éljum og takmörkuðu skyggni, einkum á fjallvegum. Á Suður- og Suðvesturlandi er víðast hvar hálka eða hálkublettir en sums staðar éljagangur og snjóþekja. Flughált er í Grafningi. Éljagangur er á Vesturlandi og Vestfjörðum, og víða hálka eða snjóþekja. Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði eru ófærar og þungfært norður í Árneshrepp. Éljagangurinn hefur náð inn á Norðurland vestanvert og þar er nokkur hálka og snjóþekja en mun minni hálka er á Norðausturlandi. Nokkur hálka er á köflum á Austurlandi, einkum á fáfarnari vegum. Hálka eða hálkublettir eru með suðausturströndinni.Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á morgun:Dregur úr vindi og éljum í fyrramálið, en snýst í vaxandi suðaustanátt fyrst um landið suðvestanvert annað kvöld með slyddu og síðan rigningu.Á föstudag:Sunnan og suðaustan 13-18 m/s og rigning víðast hvar og talsverð um landið sunnanvert. Snýst í suðvestan 5-13 síðdegis með slyddu- og síðan snjóéljum, en rofar til um landið austanvert. Hiti 2 til 7 stig en kólnar niður undir frostmark um kvöldið.Á laugardag (Þorláksmessa):Suðvestan 5-10 m/s með éljum vestantil, en úrkomulítið um landið austanvert. Hiti víða í kringum frostmark. Snýst í vaxandi austanátt með norðurströndinni um kvöldið með snjókomu eða éljum og kólnandi veðri.Á sunnudag (aðfangadagur jóla):Norðaustan 10-15 NV-til, annars 5-13 m/s. Snjókoma norðan og austantil annars él, en úrkomulítið suðvestanlands síðdegis. Frost 0 til 5 stig, en fer kólnandi með kvöldinu.Á mánudag (jóladagur):Norðaustan 8-15 m/s með éljum, en úrkomulítið suðvestanlands. Kalt í veðri.Á þriðjudag (annar í jólum) og miðvikudag:Norðan og norðaustan 8-15 m/s. Él víða norðan og austantil en bjartviðri sunnan jökla. Frost 2 til 12 stig. Samgöngur Veður Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur gengið ágætlega í kvöld þrátt fyrir hríðarveður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir eitthvað af minniháttar óhöppum hafa átt sér stað en ekkert alvarlegt hafi komið upp á. Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar og hefur verið slæmt skyggni á köflum í éljum. Veðurstofa Íslands segir draga muni úr ofankomunni í fyrramálið og að veðrið muni ekki koma til með að versna þegar líður á nóttina, heldur haldast svipað. Allhvöss suðvestanátt verður til morguns um landið vestanvert með nokkuð þéttum éljagangi og búast má við dimmum og hvössum éljum og takmörkuðu skyggni, einkum á fjallvegum. Á Suður- og Suðvesturlandi er víðast hvar hálka eða hálkublettir en sums staðar éljagangur og snjóþekja. Flughált er í Grafningi. Éljagangur er á Vesturlandi og Vestfjörðum, og víða hálka eða snjóþekja. Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði eru ófærar og þungfært norður í Árneshrepp. Éljagangurinn hefur náð inn á Norðurland vestanvert og þar er nokkur hálka og snjóþekja en mun minni hálka er á Norðausturlandi. Nokkur hálka er á köflum á Austurlandi, einkum á fáfarnari vegum. Hálka eða hálkublettir eru með suðausturströndinni.Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á morgun:Dregur úr vindi og éljum í fyrramálið, en snýst í vaxandi suðaustanátt fyrst um landið suðvestanvert annað kvöld með slyddu og síðan rigningu.Á föstudag:Sunnan og suðaustan 13-18 m/s og rigning víðast hvar og talsverð um landið sunnanvert. Snýst í suðvestan 5-13 síðdegis með slyddu- og síðan snjóéljum, en rofar til um landið austanvert. Hiti 2 til 7 stig en kólnar niður undir frostmark um kvöldið.Á laugardag (Þorláksmessa):Suðvestan 5-10 m/s með éljum vestantil, en úrkomulítið um landið austanvert. Hiti víða í kringum frostmark. Snýst í vaxandi austanátt með norðurströndinni um kvöldið með snjókomu eða éljum og kólnandi veðri.Á sunnudag (aðfangadagur jóla):Norðaustan 10-15 NV-til, annars 5-13 m/s. Snjókoma norðan og austantil annars él, en úrkomulítið suðvestanlands síðdegis. Frost 0 til 5 stig, en fer kólnandi með kvöldinu.Á mánudag (jóladagur):Norðaustan 8-15 m/s með éljum, en úrkomulítið suðvestanlands. Kalt í veðri.Á þriðjudag (annar í jólum) og miðvikudag:Norðan og norðaustan 8-15 m/s. Él víða norðan og austantil en bjartviðri sunnan jökla. Frost 2 til 12 stig.
Samgöngur Veður Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira