Kvikmyndaiðnaður ræktar vörumerkið Ísland Sigurður Hannesson skrifar 21. desember 2017 07:00 Framleiðsla á kvikmyndum, myndböndum og sjónvarpsefni er umfangsmikil atvinnugrein hér á landi sem hefur víðtæk og jákvæð áhrif á samfélagið allt. Það efni sem framleitt er styrkir stöðu tungumálsins okkar, laðar erlenda ferðamenn til landsins og skapar ótal störf og önnur verðmæti í samfélaginu. Velta í þessari grein hugverkaiðnaðar nam tæplega 20 milljörðum króna í fyrra og hefur hún aldrei áður verið meiri. Hefur veltan í greininni fjórfaldast frá árinu 2010 og er samanlögð velta á tímabilinu 2009-2016 orðin tæplega 100 milljarðar króna. Fjöldi ferðamanna sækir landið heim eftir að hafa dáðst að íslenskri náttúru í alþjóðlegum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Einn af hverjum sex erlendum ferðamönnum sækir Ísland heim vegna alþjóðlegra kvikmynda, heimildarmynda, sjónvarpsþátta og tónlistarmyndbanda sem sýna íslenska náttúru, samkvæmt könnun á ferðavenjum erlendra ferðamanna. Þessu til viðbótar segja 4,4% að hugmyndin hafi vaknað við að horfa á íslenskar kvikmyndir. Það er því hægt að fullyrða að stór hluti þeirra erlendu ferðamanna sem hingað koma gerir það vegna þeirrar öflugu starfsemi sem hér er á þessum vettvangi hugverkaiðnaðar. Greinin skilar þannig talsvert meiru til þjóðarbúsins en ofangreindar veltutölur einar bera með sér og er þannig stór þáttur í gjaldeyrissköpun landsins, hagvexti síðustu ára og atvinnusköpun. Um síðustu áramót tók gildi breyting á lögum um endurgreiðslu til kvikmyndagerðar og hækkaði endurgreiðslan úr 20% í 25%. Það var mikil sátt á Alþingi með afgreiðslu málsins og voru allir flokkar sammála um mikilvægi þess. Einstök náttúra, íslenskt fagfólk með reynslu og skattalegir hvatar skapa Íslandi sérstöðu til að laða til sín erlend verkefni og ætti ekki að setja hömlur á endurgreiðslurnar líkt og greint hefur verið frá í fréttum. Þá ætti að stefna að því að auka enn frekar framleiðslu á leiknu íslensku sjónvarpsefni. Þannig ræktum við vörumerkið Ísland og aukum eftirspurn eftir Íslandi og því sem frá landinu kemur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Hannesson Mest lesið Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Framleiðsla á kvikmyndum, myndböndum og sjónvarpsefni er umfangsmikil atvinnugrein hér á landi sem hefur víðtæk og jákvæð áhrif á samfélagið allt. Það efni sem framleitt er styrkir stöðu tungumálsins okkar, laðar erlenda ferðamenn til landsins og skapar ótal störf og önnur verðmæti í samfélaginu. Velta í þessari grein hugverkaiðnaðar nam tæplega 20 milljörðum króna í fyrra og hefur hún aldrei áður verið meiri. Hefur veltan í greininni fjórfaldast frá árinu 2010 og er samanlögð velta á tímabilinu 2009-2016 orðin tæplega 100 milljarðar króna. Fjöldi ferðamanna sækir landið heim eftir að hafa dáðst að íslenskri náttúru í alþjóðlegum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Einn af hverjum sex erlendum ferðamönnum sækir Ísland heim vegna alþjóðlegra kvikmynda, heimildarmynda, sjónvarpsþátta og tónlistarmyndbanda sem sýna íslenska náttúru, samkvæmt könnun á ferðavenjum erlendra ferðamanna. Þessu til viðbótar segja 4,4% að hugmyndin hafi vaknað við að horfa á íslenskar kvikmyndir. Það er því hægt að fullyrða að stór hluti þeirra erlendu ferðamanna sem hingað koma gerir það vegna þeirrar öflugu starfsemi sem hér er á þessum vettvangi hugverkaiðnaðar. Greinin skilar þannig talsvert meiru til þjóðarbúsins en ofangreindar veltutölur einar bera með sér og er þannig stór þáttur í gjaldeyrissköpun landsins, hagvexti síðustu ára og atvinnusköpun. Um síðustu áramót tók gildi breyting á lögum um endurgreiðslu til kvikmyndagerðar og hækkaði endurgreiðslan úr 20% í 25%. Það var mikil sátt á Alþingi með afgreiðslu málsins og voru allir flokkar sammála um mikilvægi þess. Einstök náttúra, íslenskt fagfólk með reynslu og skattalegir hvatar skapa Íslandi sérstöðu til að laða til sín erlend verkefni og ætti ekki að setja hömlur á endurgreiðslurnar líkt og greint hefur verið frá í fréttum. Þá ætti að stefna að því að auka enn frekar framleiðslu á leiknu íslensku sjónvarpsefni. Þannig ræktum við vörumerkið Ísland og aukum eftirspurn eftir Íslandi og því sem frá landinu kemur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar