180.000 króna rafmagnsreikningur Björn Berg Gunnarsson skrifar 20. desember 2017 10:37 Nett sería á svalirnar þarf hvorki að vera dýr né fyrirferðarmikil en er ljómandi innlegg í hátíðirnar og baráttuna við myrkrið. Jólaljós draga vissulega úr áhrifum myrkasta skammdegisins en það er þó hægt að ganga of langt. Bandaríkjamaður að nafni Clark Griswold arkaði mun lengra en það árið 1989 þegar hann þakti húsið sitt í úthverfi Chicagoborgar með 25.000 hvítum ljósaperum, nágrönnunum til mikillar gremju.10 kílóvatta gamanDetti einhverjum hugulsömum Íslendingi í hug að gera slíkt hið sama er mikilvægt að muna eftir rafmagnsreikningnum. Þó perurnar verði eflaust rándýrar og uppsetningin tímafrek, myndu perur á borð við þær sem settar voru upp í umræddri kvikmynd, Christmas Vacation eftir John Hughes, eyða um það bil 10 kílóvöttum og þá er mælirinn í kjallaranum farinn að snúast ansi hratt.Muna að spara!Verði perurnar látnar lýsa allan sólarhringinn í heilan mánuð (minna má það nú varla vera) má áætla að reikningurinn verði um 180.560 krónur. Til að spara fyrir því þarf fjölskyldan að muna að stilla mánaðalegan sparnað að upphæð 15.000 krónur í netbankanum.En LED?En er eitthvað að marka þessa orkunotkun nú þegar flestir hafa skipt yfir í ljósdíóður (LED ljós)? Vissulega lítur dæmið allt öðruvísi út og orkureikningurinn fer niður fyrir 20.000 krónur. Hins vegar kosta LED perur um fimmfalt meira en þær gömlu, en ættu þó að endast mun lengur. Þeir sem ekki hafa enn misst þráðinn mega að sjálfsögðu reyna að reikna dæmið til enda og samspil stofnkostnaðar, endingar og orkunotkunar, en þá mætti endilega gera ráð fyrir myrkvunargluggatjöldum fyrir grannana í leiðinni.Hofundur er fræðslustjóri Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Nett sería á svalirnar þarf hvorki að vera dýr né fyrirferðarmikil en er ljómandi innlegg í hátíðirnar og baráttuna við myrkrið. Jólaljós draga vissulega úr áhrifum myrkasta skammdegisins en það er þó hægt að ganga of langt. Bandaríkjamaður að nafni Clark Griswold arkaði mun lengra en það árið 1989 þegar hann þakti húsið sitt í úthverfi Chicagoborgar með 25.000 hvítum ljósaperum, nágrönnunum til mikillar gremju.10 kílóvatta gamanDetti einhverjum hugulsömum Íslendingi í hug að gera slíkt hið sama er mikilvægt að muna eftir rafmagnsreikningnum. Þó perurnar verði eflaust rándýrar og uppsetningin tímafrek, myndu perur á borð við þær sem settar voru upp í umræddri kvikmynd, Christmas Vacation eftir John Hughes, eyða um það bil 10 kílóvöttum og þá er mælirinn í kjallaranum farinn að snúast ansi hratt.Muna að spara!Verði perurnar látnar lýsa allan sólarhringinn í heilan mánuð (minna má það nú varla vera) má áætla að reikningurinn verði um 180.560 krónur. Til að spara fyrir því þarf fjölskyldan að muna að stilla mánaðalegan sparnað að upphæð 15.000 krónur í netbankanum.En LED?En er eitthvað að marka þessa orkunotkun nú þegar flestir hafa skipt yfir í ljósdíóður (LED ljós)? Vissulega lítur dæmið allt öðruvísi út og orkureikningurinn fer niður fyrir 20.000 krónur. Hins vegar kosta LED perur um fimmfalt meira en þær gömlu, en ættu þó að endast mun lengur. Þeir sem ekki hafa enn misst þráðinn mega að sjálfsögðu reyna að reikna dæmið til enda og samspil stofnkostnaðar, endingar og orkunotkunar, en þá mætti endilega gera ráð fyrir myrkvunargluggatjöldum fyrir grannana í leiðinni.Hofundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun