Ellý flúrar yfir nafn fyrrverandi: „Þetta er eins og endurfæðing“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. desember 2017 11:00 Ellý stóð sig eins og hetja í stólnum á húðflúrstofunni. Vísir / Lilja Katrín & Reykjavík Ink „Ég stend á tímamótum og ég hlakka til að byrja þennan nýja kafla í mínum lífi á þennan hátt. Ég er stressuð, en líka spennt og þakklát fyrir þennan mikla styrk sem felst í þessu flúri,“ segir fjölmiðlakonan Ellý Ármannsdóttir. Ellý eyddi tæpum sjö tímum á húðflúrstofunni Reykjavík Ink í gær þar sem hún lét flúra yfir nafn fyrrverandi kærasta síns, Steingríms Erlingssonar, eða Denna eins og hann er kallaður. Lífið fékk að fylgjast með þessari þýðingarmiklu stund í lífi Ellýjar en hún var búin að leita lengi að leiðum til að annað hvort fjarlægja húðflúrið eða fela það. Til vinstri er gamla flúrið. Til hægri má sjá Tony Skate og Lindu Mjöll, eiganda Reykjavík Ink máta nýja flúrið á Ellý.Vísir / Lilja Katrín Mikil meining í flúrinu Ellý mætti á húðflúrstofuna Reykjavík Ink klukkan 14.00 í gær, þar sem húðflúrið var mátað á hana. Húðflúrið hannaði hún í samstarfi við húðflúrmeistarann Tony Skate, en Ellý vildi hafa mikla og djúpa þýðingu á bak við flúrið. Hún valdi trúarlega táknið mandala sem meginþema í gegnum tattúið en í því má einnig sjá galdrastafinn Vegvísi, sem tryggir að Ellý muni aldrei týnast eða fara út af brautinni í lífinu. „Flúrið þarf að hafa mikla meiningu fyrir mér,“ segir Ellý, sem er ein af okkar þekktustu spákonum og trúir staðfastlega á hið yfirnáttúrulega. Því var hún heppin að fá húðflúrarann Tony Skate til að flúra sig, þar sem hann trúir einnig mikið á andlegu hliðina. Hann lagði mikla vinnu í flúrið og bað til að mynda um fæðingardag og -stað Ellýjar til að persónugera tattúið eins mikið og hægt er. Undirbúningur í fullum gangi.Vísir / Reykjavík Ink Það var síðan klukkan 15.00 að flúrunin hófst, eftir að Ellý var búin að spegla sig í bak og fyrir og samþykkja hönnunina. Fyrsta stungan var sársaukafull, en frelsandi að sögn Ellýjar. Fyrsta stungan var frelsandi að sögn Ellýjar.Vísir / Lilja Katrín „Sársaukinn venst og það hjálpaði mikið að anda djúpt og halda ró sinni. Þá ímyndaði ég mér líka þetta nýja upphaf á mjög táknrænan hátt,“ segir Ellý, sem fer ekki nánar út í hvað hún var nákvæmlega að hugsa á þessari tímamótastund. Stundum báru tilfinningarnar Ellý ofurliði.Vísir / Lilja Katrín Gamla flúrið eins og slæmt stefnumót Þegar klukkan var að ganga 21.00 í gærkvöldi var flúruninni lokið og endaspretturinn var vægast sagt tilfinningaþrunginn fyrir Ellý. „Þetta er eins og endurfæðing. Ef gamla flúrið var eins og slæmt stefnumót, þá er nýja flúrið eins og farsælt hjónaband,“ segir Ellý og bætir við hve þakklát hún sé starfsfólki Reykjavík Ink. Ellý, Tony og Linda.Vísir / Lilja Katrín „Stemningin hérna er yndisleg og þau buðu mig svo velkomna. Þau skildu sársauka minn og hve mikið mér lá á að fela gamla flúrið. Þau komu fram við mig af virðingu og kærleik og fyrir það verð ég þeim eilíflega þakklát.“ Ellý dvaldi alls í tæpa sjö tíma á Reykjavík Ink í gær.Vísir / Lilja KatrínHér má sjá framhlið flúrsins.Vísir / Reykjavík InkOg hér er svo bakhliðin. Ekki er hægt að sjá leifar gamla flúrsins neins staðar.Vísir / Reykjavík Ink Húðflúr Tengdar fréttir Einhleyp Ellý situr uppi með tattú með nafni fyrrverandi: "Ég er í rusli yfir þessu“ Ellý Ármanns og Steingrímur Erlingsson eru hætt saman. Ellý tilkynnir þetta á Facebook með hvelli. 6. desember 2017 13:17 Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira
„Ég stend á tímamótum og ég hlakka til að byrja þennan nýja kafla í mínum lífi á þennan hátt. Ég er stressuð, en líka spennt og þakklát fyrir þennan mikla styrk sem felst í þessu flúri,“ segir fjölmiðlakonan Ellý Ármannsdóttir. Ellý eyddi tæpum sjö tímum á húðflúrstofunni Reykjavík Ink í gær þar sem hún lét flúra yfir nafn fyrrverandi kærasta síns, Steingríms Erlingssonar, eða Denna eins og hann er kallaður. Lífið fékk að fylgjast með þessari þýðingarmiklu stund í lífi Ellýjar en hún var búin að leita lengi að leiðum til að annað hvort fjarlægja húðflúrið eða fela það. Til vinstri er gamla flúrið. Til hægri má sjá Tony Skate og Lindu Mjöll, eiganda Reykjavík Ink máta nýja flúrið á Ellý.Vísir / Lilja Katrín Mikil meining í flúrinu Ellý mætti á húðflúrstofuna Reykjavík Ink klukkan 14.00 í gær, þar sem húðflúrið var mátað á hana. Húðflúrið hannaði hún í samstarfi við húðflúrmeistarann Tony Skate, en Ellý vildi hafa mikla og djúpa þýðingu á bak við flúrið. Hún valdi trúarlega táknið mandala sem meginþema í gegnum tattúið en í því má einnig sjá galdrastafinn Vegvísi, sem tryggir að Ellý muni aldrei týnast eða fara út af brautinni í lífinu. „Flúrið þarf að hafa mikla meiningu fyrir mér,“ segir Ellý, sem er ein af okkar þekktustu spákonum og trúir staðfastlega á hið yfirnáttúrulega. Því var hún heppin að fá húðflúrarann Tony Skate til að flúra sig, þar sem hann trúir einnig mikið á andlegu hliðina. Hann lagði mikla vinnu í flúrið og bað til að mynda um fæðingardag og -stað Ellýjar til að persónugera tattúið eins mikið og hægt er. Undirbúningur í fullum gangi.Vísir / Reykjavík Ink Það var síðan klukkan 15.00 að flúrunin hófst, eftir að Ellý var búin að spegla sig í bak og fyrir og samþykkja hönnunina. Fyrsta stungan var sársaukafull, en frelsandi að sögn Ellýjar. Fyrsta stungan var frelsandi að sögn Ellýjar.Vísir / Lilja Katrín „Sársaukinn venst og það hjálpaði mikið að anda djúpt og halda ró sinni. Þá ímyndaði ég mér líka þetta nýja upphaf á mjög táknrænan hátt,“ segir Ellý, sem fer ekki nánar út í hvað hún var nákvæmlega að hugsa á þessari tímamótastund. Stundum báru tilfinningarnar Ellý ofurliði.Vísir / Lilja Katrín Gamla flúrið eins og slæmt stefnumót Þegar klukkan var að ganga 21.00 í gærkvöldi var flúruninni lokið og endaspretturinn var vægast sagt tilfinningaþrunginn fyrir Ellý. „Þetta er eins og endurfæðing. Ef gamla flúrið var eins og slæmt stefnumót, þá er nýja flúrið eins og farsælt hjónaband,“ segir Ellý og bætir við hve þakklát hún sé starfsfólki Reykjavík Ink. Ellý, Tony og Linda.Vísir / Lilja Katrín „Stemningin hérna er yndisleg og þau buðu mig svo velkomna. Þau skildu sársauka minn og hve mikið mér lá á að fela gamla flúrið. Þau komu fram við mig af virðingu og kærleik og fyrir það verð ég þeim eilíflega þakklát.“ Ellý dvaldi alls í tæpa sjö tíma á Reykjavík Ink í gær.Vísir / Lilja KatrínHér má sjá framhlið flúrsins.Vísir / Reykjavík InkOg hér er svo bakhliðin. Ekki er hægt að sjá leifar gamla flúrsins neins staðar.Vísir / Reykjavík Ink
Húðflúr Tengdar fréttir Einhleyp Ellý situr uppi með tattú með nafni fyrrverandi: "Ég er í rusli yfir þessu“ Ellý Ármanns og Steingrímur Erlingsson eru hætt saman. Ellý tilkynnir þetta á Facebook með hvelli. 6. desember 2017 13:17 Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira
Einhleyp Ellý situr uppi með tattú með nafni fyrrverandi: "Ég er í rusli yfir þessu“ Ellý Ármanns og Steingrímur Erlingsson eru hætt saman. Ellý tilkynnir þetta á Facebook með hvelli. 6. desember 2017 13:17