Appelsínugul viðvörun eins og vika á leikskólanum Jakob Bjarnar skrifar 9. janúar 2018 09:18 Stefán og Friðrik furða sig á því að appelsínugul viðvörun sé höfð yfir það veður sem nú gengur yfir landið. Takmarkanir íslenskunnar á ögurstundu virðast vera að koma á daginn. Eða, það er í það minnsta mat Stefáns Pálssonar sagnfræðings og Friðriks Erlingssonar rithöfundar. Þeim þykir hin appelsínugula viðvörun ekki gefa rétta mynd af veðrinu sem nú gengur yfir landið. „Enn koma takmarkanir íslenskunnar í ljós. - „Orange Alert“ er mjög dramatískur frasi á ensku og felur í sér mikla ógn. „Appelsínugul viðvörun“ hljómar meira eins og eitthvað úr barnatímanum,“ segir Stefán Pálsson á sínum Facebook-vegg. Þetta kann að koma einhverjum spánskt fyrir sjónir, eða eins og Einar Benediktsson kvað: „Ég skildi að orð er á Íslandi til / um allt sem er hugsað á jörðu“. Og hvað þá þegar ýmis tilbrigði veðurfars eru annars vegar. En, þetta snýst kannski ekki um það heldur þá tilhneigingu sem hefur færst í aukana að þýða allt beint úr ensku. Rithöfundurinn Friðrik Erlingsson er á svipuðum nótum og Stefán, honum þykir þessi appelsínugula viðvörun ekki gefa rétta mynd af stöðu mála: „„Appelsínugul“ viðvörun - hljómar svolítið eins og „appelsínugul vika“ á leikskólanum og maður skynjar því ekki beinlínis hættuástand. Er Veðurstofu og Almannavörnum fyrirmunað að nefna stigin þrjú: Gult, rauðgult, rautt? (Jafnvel: Gult, rautt, svart? Sbr. „Nú er það svart!“)?“ Veður Mest lesið „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Innlent Áslaug Arna boðar til fundar Innlent Segist ekki muna eftir atburðunum Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Meiriháttar líkamsárás í miðbænum Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Fleiri fréttir Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Sjá meira
Takmarkanir íslenskunnar á ögurstundu virðast vera að koma á daginn. Eða, það er í það minnsta mat Stefáns Pálssonar sagnfræðings og Friðriks Erlingssonar rithöfundar. Þeim þykir hin appelsínugula viðvörun ekki gefa rétta mynd af veðrinu sem nú gengur yfir landið. „Enn koma takmarkanir íslenskunnar í ljós. - „Orange Alert“ er mjög dramatískur frasi á ensku og felur í sér mikla ógn. „Appelsínugul viðvörun“ hljómar meira eins og eitthvað úr barnatímanum,“ segir Stefán Pálsson á sínum Facebook-vegg. Þetta kann að koma einhverjum spánskt fyrir sjónir, eða eins og Einar Benediktsson kvað: „Ég skildi að orð er á Íslandi til / um allt sem er hugsað á jörðu“. Og hvað þá þegar ýmis tilbrigði veðurfars eru annars vegar. En, þetta snýst kannski ekki um það heldur þá tilhneigingu sem hefur færst í aukana að þýða allt beint úr ensku. Rithöfundurinn Friðrik Erlingsson er á svipuðum nótum og Stefán, honum þykir þessi appelsínugula viðvörun ekki gefa rétta mynd af stöðu mála: „„Appelsínugul“ viðvörun - hljómar svolítið eins og „appelsínugul vika“ á leikskólanum og maður skynjar því ekki beinlínis hættuástand. Er Veðurstofu og Almannavörnum fyrirmunað að nefna stigin þrjú: Gult, rauðgult, rautt? (Jafnvel: Gult, rautt, svart? Sbr. „Nú er það svart!“)?“
Veður Mest lesið „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Innlent Áslaug Arna boðar til fundar Innlent Segist ekki muna eftir atburðunum Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Meiriháttar líkamsárás í miðbænum Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Fleiri fréttir Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Sjá meira