Taka til hendinni í borginni Sævar Þór Jónsson skrifar 8. janúar 2018 13:29 Á vef Frosta Sigurjónssonar, rekstrarhagfræðings og fyrrverandi alþingismanns, kemur fram mjög fróðleg nálgun á kostnaðinum við svokallaða borgarlínu. Það sem er athyglisvert í skrifum Frosta er að samkvæmt útreikningum hans þá mun borgarlínan kosta hvern skattgreiðenda í borginni milljónir og á sama tíma mun hún ekki spara fólki tíma heldur í reynd sólunda tíma. Það muni taka þá sem nota hana 15-20 min lengur að komast leiða sinna en þeir sem notast við annan fararmáta. Er þetta dæmigert fyrir þá skammsýni sem er í stjórnun borgarinnar og hvað meirihlutinn er úr takti við raunveruleikan. Lögð hefur verið áhersla á að útfæra samgöngumál borgarinnar í líkingu við það sem aðrar evrópskar borgir hafa gert án þess þó að reikna dæmið til enda út frá aðstæðum og því umhverfi sem hér er til staðar. Meirihlutinn hefur í reynd þrengt að einkabílnum kerfisbundið og eytt í það hundruðum milljóna og borið því fyrir að verið sé að móta nýja framtíðarstefnu í samgöngumálum. Þá er spurningin er borgarlínan framtíðarstefnan? Ef svo er þá má ljóst vera að það eru stór mistök. Það er mikil meinloka í því fólgin að vilja setja hér upp samgöngukerfi sem mun ekki ganga upp fjárhagslega og er ekki raunhæf lausn á samgönguvanda borgarbúa. Það þarf líka að hugsa þetta út frá þeirri staðreynd að borgin er höfuðborg allra landsmanna og ekki bara sniðin að einu póstnúmeri. Þá eru það önnur stór mál sem þarf að taka á eins og t.d. húsnæðismálin. Þar væri t.d. hægt að byrja á að skipulegga ný hverfi og auka valkosti í húsnæðismálum fyrir alla. Væri þá lag fyrir borgina að beita sér fyrir því að gera ungu fjölskyldufólki kleift að byggja sitt eigið húsnæði á borgarlandinu. Væri t.d. hægt að bjóða upp á ódýrari kosti hvað varðar byggingarland sem er nóg af í borgarlandinu. Þá þarf að draga úr þessari sjálfshreinsunarstefnu borgarinnar þar sem gengið er út frá því að borgin sé hreinsuð af veðuröflunum og að gróðurinn sjái um sig sjálfur, hér þarf að fara að slá og hreinsa eins og á góðum bæjum. Þrifa götur reglulega og skikka fyrirtæki í miðbænum til að hreinsa upp eftir sig og gera borgarbúa meðvitaðari um umhverfismál t.d. hvað varðar notkun á umbúðum eins og plasti. Þá þarf að leggja ofuráherslu á að gera börnum í borginni kleift að stunda íþróttir og tómstundir án kostnaðar en það er verulegt áhyggjuefni hvað sá kostnaður leggst þungt á rekstur heimilanna. Það er hætt við því að þáttaka barna í íþróttum og tómstundum ráðist af efnahag sem svo getur ýtt undir misskiptingu. Það á að vera sjálfsagður hlutur að börn eigi greiðan aðgang að íþróttum og tómstundum. Það er kominn kominn tími til að hreinsa til í borginni og kom málum í lag. Það er því kominn tími til að gefa Degi B. Eggertssyni frí sem og núverandi meirihluta. Raunhæfar lausnir á vanda borgarinnar verða að koma frá nýjum aðilum enda hefur borginni verið stýrt af sama meirihluta í að verða 8 ár með smávægilegum breytingum. Það er kominn tími til að gefa öðrum tækifæri til að láta verkin tala.Höfundur er lögmaður og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í Umhverfis- og skipulagsráði RVK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Mest lesið Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Á vef Frosta Sigurjónssonar, rekstrarhagfræðings og fyrrverandi alþingismanns, kemur fram mjög fróðleg nálgun á kostnaðinum við svokallaða borgarlínu. Það sem er athyglisvert í skrifum Frosta er að samkvæmt útreikningum hans þá mun borgarlínan kosta hvern skattgreiðenda í borginni milljónir og á sama tíma mun hún ekki spara fólki tíma heldur í reynd sólunda tíma. Það muni taka þá sem nota hana 15-20 min lengur að komast leiða sinna en þeir sem notast við annan fararmáta. Er þetta dæmigert fyrir þá skammsýni sem er í stjórnun borgarinnar og hvað meirihlutinn er úr takti við raunveruleikan. Lögð hefur verið áhersla á að útfæra samgöngumál borgarinnar í líkingu við það sem aðrar evrópskar borgir hafa gert án þess þó að reikna dæmið til enda út frá aðstæðum og því umhverfi sem hér er til staðar. Meirihlutinn hefur í reynd þrengt að einkabílnum kerfisbundið og eytt í það hundruðum milljóna og borið því fyrir að verið sé að móta nýja framtíðarstefnu í samgöngumálum. Þá er spurningin er borgarlínan framtíðarstefnan? Ef svo er þá má ljóst vera að það eru stór mistök. Það er mikil meinloka í því fólgin að vilja setja hér upp samgöngukerfi sem mun ekki ganga upp fjárhagslega og er ekki raunhæf lausn á samgönguvanda borgarbúa. Það þarf líka að hugsa þetta út frá þeirri staðreynd að borgin er höfuðborg allra landsmanna og ekki bara sniðin að einu póstnúmeri. Þá eru það önnur stór mál sem þarf að taka á eins og t.d. húsnæðismálin. Þar væri t.d. hægt að byrja á að skipulegga ný hverfi og auka valkosti í húsnæðismálum fyrir alla. Væri þá lag fyrir borgina að beita sér fyrir því að gera ungu fjölskyldufólki kleift að byggja sitt eigið húsnæði á borgarlandinu. Væri t.d. hægt að bjóða upp á ódýrari kosti hvað varðar byggingarland sem er nóg af í borgarlandinu. Þá þarf að draga úr þessari sjálfshreinsunarstefnu borgarinnar þar sem gengið er út frá því að borgin sé hreinsuð af veðuröflunum og að gróðurinn sjái um sig sjálfur, hér þarf að fara að slá og hreinsa eins og á góðum bæjum. Þrifa götur reglulega og skikka fyrirtæki í miðbænum til að hreinsa upp eftir sig og gera borgarbúa meðvitaðari um umhverfismál t.d. hvað varðar notkun á umbúðum eins og plasti. Þá þarf að leggja ofuráherslu á að gera börnum í borginni kleift að stunda íþróttir og tómstundir án kostnaðar en það er verulegt áhyggjuefni hvað sá kostnaður leggst þungt á rekstur heimilanna. Það er hætt við því að þáttaka barna í íþróttum og tómstundum ráðist af efnahag sem svo getur ýtt undir misskiptingu. Það á að vera sjálfsagður hlutur að börn eigi greiðan aðgang að íþróttum og tómstundum. Það er kominn kominn tími til að hreinsa til í borginni og kom málum í lag. Það er því kominn tími til að gefa Degi B. Eggertssyni frí sem og núverandi meirihluta. Raunhæfar lausnir á vanda borgarinnar verða að koma frá nýjum aðilum enda hefur borginni verið stýrt af sama meirihluta í að verða 8 ár með smávægilegum breytingum. Það er kominn tími til að gefa öðrum tækifæri til að láta verkin tala.Höfundur er lögmaður og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í Umhverfis- og skipulagsráði RVK.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun