Vilja láta rannsaka áhrif snjallsímanotkunar barna Daníel Freyr Birkisson skrifar 8. janúar 2018 11:29 Hluthafarnir tveir vilja að snjallsímanotkun barna og áhrif hennar verði könnuð. vísir/getty Tveir hluthafar í bandaríska tæknirisanum Apple hafa viðrað áhyggjur sínar um óhóflega notkun barna á snjallsímum og vilja hleypa af stað rannsókn til þess að kanna áhrifin sem hún kann að hafa. Frá þessu er greint á vef Bloomberg. Um er að ræða fjárfestingafélagið Jana Partners og California State Teachers‘ Retirement System, sem eiga hlut í Apple fyrir samtals um tvo milljarða dala. Þau hafa auk þess hvatt fyrirtækið til að koma á sérstakri vörn í síma barna sem gerir foreldrum kleift að stýra notkuninni betur. Segir í pósti frá félögunum, sem stílaður er á Apple, að grípa þurfi í taumana sem allra fyrst. Undanfarið hafi birst fjölmörg dæmi þess að aukin snjallsímanotkun barna leiði til andlegrar vanlíðan. Afleiðingarnar muni ekki einungis koma til með að hafa áhrif á Apple í framtíðinni, heldur samfélagið í heild. Það hefur verið töluverður vandræðagangur í starfsemi Apple undanfarið. Undir lok síðasta árs fundust þær kenningar staðfestar að fyrirtækið hægði viljandi á eldri gerðum síma. Þá var skömmu seinna greint frá því að öryggisgallar í örgjörvum frá Intel hefðu áhrif á iPhone, iPad-spjaldtölvur og Mac-tölvur. Apple Tækni Tengdar fréttir Apple biður viðskiptavini sína afsökunar Í síðustu viku staðfesti Apple grunsemdir margra um að fyrirtækið hafi hægt viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. 28. desember 2017 23:56 Apple gengst við því að hægja viljandi á gömlum iPhone-símum Forsvarsmenn Apple segja að líftími liþíumjónabattería valdi því að hægja þurfi á kerfinu. Gæði batteríanna rýrni með tímanum og því þurfi að hægja á nýjustu stýrikerfum svo síminn slökkvi einfaldlega ekki á sér. 21. desember 2017 15:10 Öryggisgallar í örgjörvum hafa áhrif á tæki Apple Apple hefur greint frá því að alvarlegir öryggisgallar sem fundist hafa í örgjörvum hafi áhrif á iPhone, iPad-spjaldtölvur og Mac-tölvur. 5. janúar 2018 10:49 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tveir hluthafar í bandaríska tæknirisanum Apple hafa viðrað áhyggjur sínar um óhóflega notkun barna á snjallsímum og vilja hleypa af stað rannsókn til þess að kanna áhrifin sem hún kann að hafa. Frá þessu er greint á vef Bloomberg. Um er að ræða fjárfestingafélagið Jana Partners og California State Teachers‘ Retirement System, sem eiga hlut í Apple fyrir samtals um tvo milljarða dala. Þau hafa auk þess hvatt fyrirtækið til að koma á sérstakri vörn í síma barna sem gerir foreldrum kleift að stýra notkuninni betur. Segir í pósti frá félögunum, sem stílaður er á Apple, að grípa þurfi í taumana sem allra fyrst. Undanfarið hafi birst fjölmörg dæmi þess að aukin snjallsímanotkun barna leiði til andlegrar vanlíðan. Afleiðingarnar muni ekki einungis koma til með að hafa áhrif á Apple í framtíðinni, heldur samfélagið í heild. Það hefur verið töluverður vandræðagangur í starfsemi Apple undanfarið. Undir lok síðasta árs fundust þær kenningar staðfestar að fyrirtækið hægði viljandi á eldri gerðum síma. Þá var skömmu seinna greint frá því að öryggisgallar í örgjörvum frá Intel hefðu áhrif á iPhone, iPad-spjaldtölvur og Mac-tölvur.
Apple Tækni Tengdar fréttir Apple biður viðskiptavini sína afsökunar Í síðustu viku staðfesti Apple grunsemdir margra um að fyrirtækið hafi hægt viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. 28. desember 2017 23:56 Apple gengst við því að hægja viljandi á gömlum iPhone-símum Forsvarsmenn Apple segja að líftími liþíumjónabattería valdi því að hægja þurfi á kerfinu. Gæði batteríanna rýrni með tímanum og því þurfi að hægja á nýjustu stýrikerfum svo síminn slökkvi einfaldlega ekki á sér. 21. desember 2017 15:10 Öryggisgallar í örgjörvum hafa áhrif á tæki Apple Apple hefur greint frá því að alvarlegir öryggisgallar sem fundist hafa í örgjörvum hafi áhrif á iPhone, iPad-spjaldtölvur og Mac-tölvur. 5. janúar 2018 10:49 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Apple biður viðskiptavini sína afsökunar Í síðustu viku staðfesti Apple grunsemdir margra um að fyrirtækið hafi hægt viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. 28. desember 2017 23:56
Apple gengst við því að hægja viljandi á gömlum iPhone-símum Forsvarsmenn Apple segja að líftími liþíumjónabattería valdi því að hægja þurfi á kerfinu. Gæði batteríanna rýrni með tímanum og því þurfi að hægja á nýjustu stýrikerfum svo síminn slökkvi einfaldlega ekki á sér. 21. desember 2017 15:10
Öryggisgallar í örgjörvum hafa áhrif á tæki Apple Apple hefur greint frá því að alvarlegir öryggisgallar sem fundist hafa í örgjörvum hafi áhrif á iPhone, iPad-spjaldtölvur og Mac-tölvur. 5. janúar 2018 10:49