Handbolti

Þrír Evrópumeistarar skildir eftir heima

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Prokop fær það erfiða verkefni að verja Evrópumeistarattiilinn sem Dagur Sigurðsson vann með þýska liðinu fyrir tveim árum síðan.
Prokop fær það erfiða verkefni að verja Evrópumeistarattiilinn sem Dagur Sigurðsson vann með þýska liðinu fyrir tveim árum síðan. vísir/getty
Christian Prokop, landsliðsþjálfari Þýskalands, tilkynnti EM-hópinn sinn eftir síðari landsleikinn gegn Íslandi í gær en val hans var erfitt.

Prokop var með 20 manna hóp í leikjunum tveimur gegn Íslandi og þurfti hann því að skera niður um fjóra leikmenn eftir leikina.

Þrír leikmenn úr Evrópumeistaraliði Þjóðverja frá því fyrir tveimur árum komust ekki í hópinn að þessu sinni. Það eru þeir Rune Dahmke, Finn Lemke og Fabian Wiede. Marian Michalczik komst ekki heldur í hópinn.

Að sama skapi kom nokkuð á óvart að þeir Maximilian Janke og Bastian Roschek skildu komast í gegnum niðurskurðinn.

Þjóðverjar eru í riðli með Svartfjallalandi, Slóveníu og Makedóníu á EM.

Þýski hópurinn:

Markverðir:

Silvio Heinevetter (Füchse Berlin)

Andreas Wolff (THW Kiel)

Vinstra horn:

Uwe Gensheimer (PSG)

Vinstri skyttur:

Maximilian Janke (SC DHfK Leipzig)

Julius Kühn (MT Melsungen)

Paul Drux (Füchse Berlin)

Miðjumenn:

Steffen Fäth (Füchse Berlin)

Philipp Weber (SC DHfK Leipzig)

Hægri skyttur:

Kai Häfner (TSV Hannover Burgdorf)

Steffen Weinhold (THW Kiel)

Hægra horn:

Patrick Groetzki (Rhein-Neckar Löwen)

Tobias Reichmann (MT Melsungen)

Línumenn:

Jannik Kohlbacher (HSG Wetzlar)

Patrick Wiencek (THW Kiel)

Hendrik Pekeler (Rhein-Neckar Löwen)

Bastian Roschek (SC DHfK Leipzig)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×