Handbolti

Króatar héldu upp heiðri okkar riðils í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Manuel Strlek var markahæstur hjá Króötum í kvöld.
Manuel Strlek var markahæstur hjá Króötum í kvöld. Vísir/Getty
Króatar, mótherjar Íslands í A-riðli á Evrópumótinu í handbolta, voru í eldlínunni í kvöld alveg eins og íslensku strákarnir.

Króatar unnu þá þriggja marka sigur á Svartfjallalandi, 25-22, eftir að hafa verið 13-10 yfir í hálfleik.

Ísland og Serbía, sem eru með Króatíu í riðli, töpuðu sínum undirbúningsleikjum í kvöld, Íslendingar fyrir Evrópumeisturum Þýskalands en Serbar fyrir nágrönnum sínum í Makedóníu.

Króatar halda Evrópumótið í ár og ætla sér stóra hluti á heimavelli.

     

Manuel Strlek var markahæstur hjá Króötum í kvöld með fimm mörk en  Domagoj Duvnjak skoraði fjögur mörk. Vasko Sevaljevic skoraði mest fyrir Svartfellinga eða sex mörk.

Lærisveinar Patreks Jóhannessonar í Austurríki töpuðu með þremur mörkum í kvöld, 23-26, í vináttulandsleik á móti Tékkum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×