Greenpeace tapaði dómsmáli gegn olíuleit á norðurslóðum Kristján Már Unnarsson skrifar 5. janúar 2018 20:30 Frá mótmælaaðgerðum Greenpeace í Barentshafi. Mynd/Greenpeace. Greenpeace og fleiri umhverfissamtök töpuðu í gær málssókn sinni gegn norska ríkinu þegar Þingréttur Oslóar kvað upp þann dóm að úthlutun nýrra olíuvinnsluleyfa í Barentshafi bryti ekki gegn ákvæði stjórnarskrár Noregs um umhverfisvernd. Fjallað var um dómsmálið í fréttum Stöðvar 2. Greenpeace-samtökin höfðu fram að lögsókninni beint athygli umheimsins á vaxandi olíuvinnslu Norðmanna í Barentshafi einkum með því að reyna að trufla starfsemi borpalla og mæta í ísbjarnabúningum fyrir utan olíuráðstefnur. Slíkar mótmælaaðgerðir högguðu hins vegar hvergi áformum norskra stjórnvalda um meiri olíuleit á norðurslóðum. Í samvinnu við tvenn önnur norsk umhverfisverndarsamtök ákvað Greenpeace í Noregi því að höfða mál gegn olíumálaráðuneytinu, fyrir hönd norska ríkisins, til fá að nýjustu olíuleitarleyfi dæmd ólögmæt. Málssókn Greenpeace vakti heimsathygli síðastliðið haust. Við dómshús Þingréttarins í Osló var stillt upp ísskúlptur þar sem minnt var á 112. grein stjórnarskrár Noregs sem kveður á um það að sérhver maður eigi rétt til heilnæms umhverfis og náttúru og að nýta beri náttúruauðlindir á grundvelli langtímasjónarmiða þar sem réttur komandi kynslóða sé einnig virtur. Talsmaður Greenpeace, Trols Gulowsen, sagði að á sama tíma og forsætisráðherra Noregs undirritaði Parísarsáttmálann hefðu norsk stjórnvöld opnað á stórfellda nýja olíuleit í Barentshafi. Samtökin ætluðu þannig jafnframt að láta reyna á gildi loftlagssáttmálans. Í Noregi sagði þingmaður Hægriflokksins lögsóknina vera pólitíska leiksýningu og sakaði umhverfissamtökin um að misnota dómstóla með því að kæra þangað mál sem væru á verksviði stjórnmálanna að útkljá. Slík réttarhöld gætu í versta falli veikt traust almennings til dómstóla. Í gær féll svo dómurinn. Norska ríkið var sýknað af öllum kröfum. Greenpeace og hin umhverfissamtökin voru jafnframt dæmd til að greiða málskostnað olíumálaráðuneytisins, um sjö og hálfa milljón íslenskra króna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Fjórfalda fjárheimildir til olíuleitar á Drekasvæði Olíuleit á íslenska Drekasvæðinu fjórfaldast að umfangi á næsta ári, miðað við fjárheimildir sem norska Stórþingið samþykkti fyrir helgi til ríkisolíufélagsins Petoro. 18. desember 2017 21:15 Norskum stjórnvöldum stefnt vegna olíuleitarleyfa Náttúruverndarsamtök krefjast þess að tíu olíuleitarleyfi í Barentshafi verði felld úr gildi og telja þau stangast á við umhverfisverndarákvæði stjórnarskrár Noregs. 14. nóvember 2017 14:00 Statoil byggir upp nýtt olíusvæði í Barentshafi Norska ríkisolíufélagið Statoil hefur tilkynnt um 600 milljarða króna uppbyggingu á nýju olíuvinnslusvæði í Barentshafi, þess nyrsta í olíusögu Noregs. 12. desember 2017 22:15 Segir hvítabirni misvísandi tákn Umhverfisverndarsamtök eru sökuð um misvísandi skilaboð með því að nota hvítabirni sem tákn í baráttu sinni, á sama tíma og ísbjarnastofninn hafi fimmfaldast að stærð. 19. nóvember 2017 22:00 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Greenpeace og fleiri umhverfissamtök töpuðu í gær málssókn sinni gegn norska ríkinu þegar Þingréttur Oslóar kvað upp þann dóm að úthlutun nýrra olíuvinnsluleyfa í Barentshafi bryti ekki gegn ákvæði stjórnarskrár Noregs um umhverfisvernd. Fjallað var um dómsmálið í fréttum Stöðvar 2. Greenpeace-samtökin höfðu fram að lögsókninni beint athygli umheimsins á vaxandi olíuvinnslu Norðmanna í Barentshafi einkum með því að reyna að trufla starfsemi borpalla og mæta í ísbjarnabúningum fyrir utan olíuráðstefnur. Slíkar mótmælaaðgerðir högguðu hins vegar hvergi áformum norskra stjórnvalda um meiri olíuleit á norðurslóðum. Í samvinnu við tvenn önnur norsk umhverfisverndarsamtök ákvað Greenpeace í Noregi því að höfða mál gegn olíumálaráðuneytinu, fyrir hönd norska ríkisins, til fá að nýjustu olíuleitarleyfi dæmd ólögmæt. Málssókn Greenpeace vakti heimsathygli síðastliðið haust. Við dómshús Þingréttarins í Osló var stillt upp ísskúlptur þar sem minnt var á 112. grein stjórnarskrár Noregs sem kveður á um það að sérhver maður eigi rétt til heilnæms umhverfis og náttúru og að nýta beri náttúruauðlindir á grundvelli langtímasjónarmiða þar sem réttur komandi kynslóða sé einnig virtur. Talsmaður Greenpeace, Trols Gulowsen, sagði að á sama tíma og forsætisráðherra Noregs undirritaði Parísarsáttmálann hefðu norsk stjórnvöld opnað á stórfellda nýja olíuleit í Barentshafi. Samtökin ætluðu þannig jafnframt að láta reyna á gildi loftlagssáttmálans. Í Noregi sagði þingmaður Hægriflokksins lögsóknina vera pólitíska leiksýningu og sakaði umhverfissamtökin um að misnota dómstóla með því að kæra þangað mál sem væru á verksviði stjórnmálanna að útkljá. Slík réttarhöld gætu í versta falli veikt traust almennings til dómstóla. Í gær féll svo dómurinn. Norska ríkið var sýknað af öllum kröfum. Greenpeace og hin umhverfissamtökin voru jafnframt dæmd til að greiða málskostnað olíumálaráðuneytisins, um sjö og hálfa milljón íslenskra króna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Fjórfalda fjárheimildir til olíuleitar á Drekasvæði Olíuleit á íslenska Drekasvæðinu fjórfaldast að umfangi á næsta ári, miðað við fjárheimildir sem norska Stórþingið samþykkti fyrir helgi til ríkisolíufélagsins Petoro. 18. desember 2017 21:15 Norskum stjórnvöldum stefnt vegna olíuleitarleyfa Náttúruverndarsamtök krefjast þess að tíu olíuleitarleyfi í Barentshafi verði felld úr gildi og telja þau stangast á við umhverfisverndarákvæði stjórnarskrár Noregs. 14. nóvember 2017 14:00 Statoil byggir upp nýtt olíusvæði í Barentshafi Norska ríkisolíufélagið Statoil hefur tilkynnt um 600 milljarða króna uppbyggingu á nýju olíuvinnslusvæði í Barentshafi, þess nyrsta í olíusögu Noregs. 12. desember 2017 22:15 Segir hvítabirni misvísandi tákn Umhverfisverndarsamtök eru sökuð um misvísandi skilaboð með því að nota hvítabirni sem tákn í baráttu sinni, á sama tíma og ísbjarnastofninn hafi fimmfaldast að stærð. 19. nóvember 2017 22:00 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Fjórfalda fjárheimildir til olíuleitar á Drekasvæði Olíuleit á íslenska Drekasvæðinu fjórfaldast að umfangi á næsta ári, miðað við fjárheimildir sem norska Stórþingið samþykkti fyrir helgi til ríkisolíufélagsins Petoro. 18. desember 2017 21:15
Norskum stjórnvöldum stefnt vegna olíuleitarleyfa Náttúruverndarsamtök krefjast þess að tíu olíuleitarleyfi í Barentshafi verði felld úr gildi og telja þau stangast á við umhverfisverndarákvæði stjórnarskrár Noregs. 14. nóvember 2017 14:00
Statoil byggir upp nýtt olíusvæði í Barentshafi Norska ríkisolíufélagið Statoil hefur tilkynnt um 600 milljarða króna uppbyggingu á nýju olíuvinnslusvæði í Barentshafi, þess nyrsta í olíusögu Noregs. 12. desember 2017 22:15
Segir hvítabirni misvísandi tákn Umhverfisverndarsamtök eru sökuð um misvísandi skilaboð með því að nota hvítabirni sem tákn í baráttu sinni, á sama tíma og ísbjarnastofninn hafi fimmfaldast að stærð. 19. nóvember 2017 22:00