Ætla að halda „unga fólkinu“ á sjötugsaldri á hreyfingu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. janúar 2018 08:39 Rannveig Einarsdóttir sviðstjóri fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar, Janus Guðlaugsson frá Janusi heilsueflingu Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Guðrún Frímannsdóttir, deildarstjóri Stoðþjónustu Hafnarfjarðar, við undirritun samningsins. Hafnafjarðarbær Hafnafjarðarbær vinnur nú að heilsueflingu bæjarbúa á aldrinum 65 ára og eldri. Haraldur L. Haraldsson undirritaði í gær samning við Janus heilsueflingu til eins og hálfs árs í tengslum við það verkefni. Heilsueflingin er fyrir allt að 160 íbúa Hafnafjarðarbæjar og um er að ræða bæði þol- og styrktarþjálfun. Þolþjálfunin mun fara fram einu sinni í viku í frjálsíþróttahöllinni við Kaplakrika en styrktarþjálfunin fer fram tvisvar í viku í heilsuræktarsal Reebok fitness við Ásvallarlaug. Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar, þar sem verkefninu er stýrt, segist hafa miklar væntingar og á hún von á mikilli þátttöku í þessari heilsueflingu.Gagnlegt í baráttu við lífstílssjúkdóma „Ein af áskorunum í samfélögum nútímans er að halda „unga fólkinu“ sem er komið á sjötugs aldurinn á hreyfingu og koma á móts við þeirra þarfir hvað það varðar. Það hefur sýnt sig bæði hér heima og erlendis að verkefni eins og þetta eru mjög gagnleg tæki í baráttunni við allskyns lífstílssjúkdóma eins og ofþyngd og sykursýki B sem dæmi. Þá er einnig verið að stefna að þeim markmiðum að fólk geti dvalið sem lengst í eigin búsetu, sinnt athöfnum daglegs lífs eins lengi og kostur er og viðhaldið eða aukið lífsgæði á efri árum,“ segir Rannveig. Í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ kemur fram að hver og einn fái einstaklingsmiðaða æfingadagskrá sem gerð verður í kjölfar mælinga á þreki, styrk og líkamlegs ástands hvers og eins. Æfingarnar munu fara fram í fámennum hópum undir leiðsögn fagfólks. Auk þol og styrktaræfinga verður þátttakendum einnig boðið upp á fyrirlestra er snúa að hollu mataræði og lífsstíl. Verkefnið er unnið í samstarfi við Íþróttabandalag Hafnarfjarðar og Félags eldri borgara í Hafnarfirði. Verður haldinn kynningarfundur fyrir þjálfunina í Hraunseli, húsnæði Félags eldri borgara í bænum, við Flatahraun fimmtudaginn 25. janúar klukkan 14. Á fundinum gefst fólki einnig tækifæri til að skrá sig til þátttöku. Heilsa Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Hafnafjarðarbær vinnur nú að heilsueflingu bæjarbúa á aldrinum 65 ára og eldri. Haraldur L. Haraldsson undirritaði í gær samning við Janus heilsueflingu til eins og hálfs árs í tengslum við það verkefni. Heilsueflingin er fyrir allt að 160 íbúa Hafnafjarðarbæjar og um er að ræða bæði þol- og styrktarþjálfun. Þolþjálfunin mun fara fram einu sinni í viku í frjálsíþróttahöllinni við Kaplakrika en styrktarþjálfunin fer fram tvisvar í viku í heilsuræktarsal Reebok fitness við Ásvallarlaug. Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar, þar sem verkefninu er stýrt, segist hafa miklar væntingar og á hún von á mikilli þátttöku í þessari heilsueflingu.Gagnlegt í baráttu við lífstílssjúkdóma „Ein af áskorunum í samfélögum nútímans er að halda „unga fólkinu“ sem er komið á sjötugs aldurinn á hreyfingu og koma á móts við þeirra þarfir hvað það varðar. Það hefur sýnt sig bæði hér heima og erlendis að verkefni eins og þetta eru mjög gagnleg tæki í baráttunni við allskyns lífstílssjúkdóma eins og ofþyngd og sykursýki B sem dæmi. Þá er einnig verið að stefna að þeim markmiðum að fólk geti dvalið sem lengst í eigin búsetu, sinnt athöfnum daglegs lífs eins lengi og kostur er og viðhaldið eða aukið lífsgæði á efri árum,“ segir Rannveig. Í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ kemur fram að hver og einn fái einstaklingsmiðaða æfingadagskrá sem gerð verður í kjölfar mælinga á þreki, styrk og líkamlegs ástands hvers og eins. Æfingarnar munu fara fram í fámennum hópum undir leiðsögn fagfólks. Auk þol og styrktaræfinga verður þátttakendum einnig boðið upp á fyrirlestra er snúa að hollu mataræði og lífsstíl. Verkefnið er unnið í samstarfi við Íþróttabandalag Hafnarfjarðar og Félags eldri borgara í Hafnarfirði. Verður haldinn kynningarfundur fyrir þjálfunina í Hraunseli, húsnæði Félags eldri borgara í bænum, við Flatahraun fimmtudaginn 25. janúar klukkan 14. Á fundinum gefst fólki einnig tækifæri til að skrá sig til þátttöku.
Heilsa Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira