Freyr: Ætlum að þroska leikfræðina og gefa ungum leikmönnum tækifæri Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. janúar 2018 15:15 Freyr Alexandersson vísir/ernir Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur aldrei áður spilað landsleik í janúar, en þegar tækifæri bauðst til þess að spila við sterkt lið Norðmanna og æfa í flottri aðstöðu þeirra á Spáni þá gripu Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari og KSÍ gæsina glóðvolga. „Við höfum nýtt janúargluggann síðustu tvö ár til æfinga, og það hefur reynst okkur vel. Núna gafst þetta tækifæri til að fara til La Manga þar sem norska sambandið er með aðsetur yfir vetrartímann og það er frábært tækifæri,“ sagði Freyr eftir blaðamannafund KSÍ þar sem landsliðshópurinn sem fer í þetta verkefni var tilkynntur. „Við verðum þar í fimm daga, æfum vel við topp aðstæður og fáum síðan leik við feikilega sterkt norskt lið.“ Tíu af 23 leikmönnum í hópnum væru gjaldgengar í U23 landslið, væri slíkt við lýði hjá KSÍ. Freyr vill nýta þennan glugga til þess að gefa þeim tækifæri. „Eitt af markmiðunum, bæði núna og þegar við förum til Portúgal [á Algarve mótið] er að ýta við yngri leikmönnum og hjálpa þeim að verða betri eins fljótt og kostur er á.“ „Við fáum ekki mörg tækifæri til þess, þetta er tækifærið. Að einhverju leyti þá horfum við ekki til úrslita í þessum leikjum heldur verðum við að horfa til framtíðar og leyfa þessum leikmönnum að þroskast.“ „Á sama tíma þá verðum við að halda áfram að þroska leikstíl liðsins. Við þurfum að vera undirbúin undir það að missa leikmenn, eins og við lendum í núna [Dagný Brynjarsdóttir mun ekki spila með liðinu að minnsta kosti út sumarið þar sem hún er barnshafandi], svo við horfum á þetta með þessi tvö markmið að leiðarljósi: að halda áfram að þroska leikfræðina og gefa ungum leikmönnum tækifæri.“ Þrír nýliðar eru í hópi Freys að þessu sinni, hvað varð til þess að þessi 23 manna hópur var valinn? „Þetta eru þeir leikmenn af þessum ungu sem ég vildi fá að skoða á þessum tímapunkti í bland við okkar sterkustu leikmenn sem eru þarna allir. Svo erum við með reynslumeiri leikmenn fyrir utan hópinn, eins og Hörpu og Hólmfríði, og það er óljóst hvað verður um þeirra feril. Við gefum þeim bara tíma til þess að vinna úr því og ekki tímabært til þess að velja þær í landsliðið á þessum tímapunkti,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari. Fótbolti Tengdar fréttir Þrír nýliðar í landsliðshópi Freys Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir vináttulandsleik gegn Noregi. 4. janúar 2018 13:22 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur aldrei áður spilað landsleik í janúar, en þegar tækifæri bauðst til þess að spila við sterkt lið Norðmanna og æfa í flottri aðstöðu þeirra á Spáni þá gripu Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari og KSÍ gæsina glóðvolga. „Við höfum nýtt janúargluggann síðustu tvö ár til æfinga, og það hefur reynst okkur vel. Núna gafst þetta tækifæri til að fara til La Manga þar sem norska sambandið er með aðsetur yfir vetrartímann og það er frábært tækifæri,“ sagði Freyr eftir blaðamannafund KSÍ þar sem landsliðshópurinn sem fer í þetta verkefni var tilkynntur. „Við verðum þar í fimm daga, æfum vel við topp aðstæður og fáum síðan leik við feikilega sterkt norskt lið.“ Tíu af 23 leikmönnum í hópnum væru gjaldgengar í U23 landslið, væri slíkt við lýði hjá KSÍ. Freyr vill nýta þennan glugga til þess að gefa þeim tækifæri. „Eitt af markmiðunum, bæði núna og þegar við förum til Portúgal [á Algarve mótið] er að ýta við yngri leikmönnum og hjálpa þeim að verða betri eins fljótt og kostur er á.“ „Við fáum ekki mörg tækifæri til þess, þetta er tækifærið. Að einhverju leyti þá horfum við ekki til úrslita í þessum leikjum heldur verðum við að horfa til framtíðar og leyfa þessum leikmönnum að þroskast.“ „Á sama tíma þá verðum við að halda áfram að þroska leikstíl liðsins. Við þurfum að vera undirbúin undir það að missa leikmenn, eins og við lendum í núna [Dagný Brynjarsdóttir mun ekki spila með liðinu að minnsta kosti út sumarið þar sem hún er barnshafandi], svo við horfum á þetta með þessi tvö markmið að leiðarljósi: að halda áfram að þroska leikfræðina og gefa ungum leikmönnum tækifæri.“ Þrír nýliðar eru í hópi Freys að þessu sinni, hvað varð til þess að þessi 23 manna hópur var valinn? „Þetta eru þeir leikmenn af þessum ungu sem ég vildi fá að skoða á þessum tímapunkti í bland við okkar sterkustu leikmenn sem eru þarna allir. Svo erum við með reynslumeiri leikmenn fyrir utan hópinn, eins og Hörpu og Hólmfríði, og það er óljóst hvað verður um þeirra feril. Við gefum þeim bara tíma til þess að vinna úr því og ekki tímabært til þess að velja þær í landsliðið á þessum tímapunkti,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari.
Fótbolti Tengdar fréttir Þrír nýliðar í landsliðshópi Freys Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir vináttulandsleik gegn Noregi. 4. janúar 2018 13:22 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Þrír nýliðar í landsliðshópi Freys Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir vináttulandsleik gegn Noregi. 4. janúar 2018 13:22