Handbolti

Rúnar fer ekki með landsliðinu til Þýskalands | Fór veikur heim fyrir leikinn í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúnar Kárason er hér í miðjunni.
Rúnar Kárason er hér í miðjunni. Vísir/Anton
Handknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna veikinda Rúnars Kárasonar sem gat ekki tekið þátt í leiknum á móti Japan í kvöld.

Íslenska landsliðið heldur til Þýskalands í fyrramálið þar sem liðið mun æfa og leika tvo vináttulandsleiki gegn heimamönnum.

Rúnar Kárason er veikur og mun ekki ferðast með liðinu til Þýskalands en reiknað er með því að hann komi til móts við liðið á næstu dögum.

Óðinn Þór Ríkharðsson hefur verið kallaður inn í hópinn og æfir með liðinu í Þýskalandi. Óðinn skoraði sex mörk í seinni hálfleik í kvöld og nýtti tækifæri sitt frábærlega.

Rúnar Kárason átti að spila á móti Japan í kvöld en Óðinn tók þar sæti Ómars Inga Magnússonar í liðiinu. Ómar Ingi var einnig veikur.

Geir Sveinsson sagði frá því eftir leikinn að Rúnar hafi fyrst fundið fyrir veikindum sínum á liðsfundi fyrir leikinn og hafði síðan yfirgefið Laugardalshöllina eftir aðeins fimm mínútna upphitun þegar ljóst var að hann var orðinn veikur.

Leikir íslenska liðsins í Þýskalandi:

Fös. 5. janúar     kl. 17.10               Porsche Arena, Stuttgart

Sun. 7. janúar    kl. 13.00               Ratiopharm Arena, Neu-Ulm

 

Liðið heldur til Króatíu miðvikudaginn 10. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×