Fékk nóg af biðinni og settist á vænginn Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. janúar 2018 07:21 Maðurinn hafði beðið í um hálftíma á flugbrautinni áður en hann ákvað að fá sér ferskt loft. Skjáskot Farþegi lággjaldaflugfélagsins Ryanair hefur bakað sér töluverð vandræði eftir að hafa yfirgefið flugvél félagsins og tyllt sér á væng vélarinnar. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að maðurinn hafi fengið upp í kok af því að sitja í vélinni sem hafði flutt hann til Malaga á Spáni. Flugtaki vélarinnar frá Lundúnum hafði seinkað um eina og hálfa klukkustund og var honum því nóg boðið þegar hann þurfti að bíða í hálftíma til viðbótar inni í vélinni meðan hún stóð á spænsku flugbrautinni. Hann ákvað því að opna neyðarútgang og koma sér makindlega fyrir á öðrum væng vélarinnar. Ekki fylgir sögunni hvað hann sat þar lengi en eftir samningaviðræður við áhöfn vélarinnar ákvað hann að halda aftur inn. Manninum, sem sagður er vera Pólverji á sextugsaldri, var síðan fylgt úr vélinni af öryggisvörðum. Í myndbandi sem annar farþegi fangaði má sjá manninn leggja frá sér handfarangurinn áður en hann sest á vænginn. Fólki, að frátaldri áhöfninni hugsanlega, þótti uppátækið hið fyndasta og má heyra það hlæja í bakgrunninum. Haft er eftir einum farþega vélarinnar að augnablikið sem maðurinn yfigaf vélina hafi verið „súrrealískt“ og er hann sagður hafa sagt, skömmu áður en hann opnaði neyðarútganginn: „Ég ferðast þá bara á vængnum!“ Annar farþegi telur þó að maðurinn hafi átt í erfiðleikum með andardrátt sökum astma og hafi því neyðst til að fá sér ferskt loft. Talsmaður Ryanair segir að sama hvort það er þá líti flugfélagið málið alvarlegum augum. Fréttir af flugi Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Farþegi lággjaldaflugfélagsins Ryanair hefur bakað sér töluverð vandræði eftir að hafa yfirgefið flugvél félagsins og tyllt sér á væng vélarinnar. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að maðurinn hafi fengið upp í kok af því að sitja í vélinni sem hafði flutt hann til Malaga á Spáni. Flugtaki vélarinnar frá Lundúnum hafði seinkað um eina og hálfa klukkustund og var honum því nóg boðið þegar hann þurfti að bíða í hálftíma til viðbótar inni í vélinni meðan hún stóð á spænsku flugbrautinni. Hann ákvað því að opna neyðarútgang og koma sér makindlega fyrir á öðrum væng vélarinnar. Ekki fylgir sögunni hvað hann sat þar lengi en eftir samningaviðræður við áhöfn vélarinnar ákvað hann að halda aftur inn. Manninum, sem sagður er vera Pólverji á sextugsaldri, var síðan fylgt úr vélinni af öryggisvörðum. Í myndbandi sem annar farþegi fangaði má sjá manninn leggja frá sér handfarangurinn áður en hann sest á vænginn. Fólki, að frátaldri áhöfninni hugsanlega, þótti uppátækið hið fyndasta og má heyra það hlæja í bakgrunninum. Haft er eftir einum farþega vélarinnar að augnablikið sem maðurinn yfigaf vélina hafi verið „súrrealískt“ og er hann sagður hafa sagt, skömmu áður en hann opnaði neyðarútganginn: „Ég ferðast þá bara á vængnum!“ Annar farþegi telur þó að maðurinn hafi átt í erfiðleikum með andardrátt sökum astma og hafi því neyðst til að fá sér ferskt loft. Talsmaður Ryanair segir að sama hvort það er þá líti flugfélagið málið alvarlegum augum.
Fréttir af flugi Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira