Segir eftirliti með fiskeldi ábótavant Aron Ingi Guðmundsson skrifar 3. janúar 2018 06:00 Vistfræðingur kallar eftir auknu eftirliti með fiskeldi. vísir/pjetur Eftirliti með fiskeldisfyrirtækjum er ábótavant að mati Christians Gallo, vistfræðings hjá Náttúrustofu Vestfjarða. Hann segir að mengun vegna uppsafnaðs úrgangs frá fiskeldi sé fylgifiskur slíkrar starfsemi, en þó ekki mesta áhyggjuefnið. „Það sem veldur mestum áhyggjum er laxalúsin, sjúkdómar í eldislaxi og það að eldislax sleppur úr kvíum. Og eftirlit með fiskeldi virkar ekki vel þegar fyrirtækin ákveða að fylgja ekki ákveðnum alþjóðlegum stöðlum. Þá eru ekki fyrir hendi nein ákveðin viðmið um hvað sé ásættanlegt ástand og hvað ekki. Einnig virðast ekki vera til reglur um hvað skuli gera þegar svæði koma illa út úr svokallaðri umhverfisvöktun. Það er til dæmis ekkert sem skyldar fyrirtæki til að hvíla svæði varðandi áframhaldandi fiskeldi komi það illa út úr athugun.“ Christian segir að Náttúrustofa Vestfjarða sinni umhverfisvöktun fyrir ýmis fiskeldisfyrirtæki en ekki fyrir Arnarlax. „Við sinntum umhverfisvöktun fyrir Arnarlax en gerum það ekki lengur. Þeir hjá Arnarlaxi óskuðu eftir að slíta því samstarfi.“ Náttúrustofa Vestfjarða birti skýrslu sem sýndi að botndýralíf í Patreksfirði hafði tekið miklum breytingum vegna uppsafnaðs lífræns úrgangs frá laxeldi Arnarlax við Hlaðseyri. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins í septembermánuði síðastliðnum hafði Arnarlax reynt að fá svokallaða ASC-staðlaða umhverfisvottun en tókst það ekki. Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Sea Farm, segir eftirlit gott hjá fyrirtækinu. „Við hjá Arctic Sea Farm erum með svokallaða ASC-umhverfisvottun fyrir eldisafurðir. Þetta er strangasti umhverfisstaðall sem er í gangi í dag í fiskeldi og við erum eina íslenska fyrirtækið sem er með þennan staðal.“ Sigurður segir að þrír utanaðkomandi aðilar sinni eftirliti hjá Arctic Sea Farm. „Umhverfisstofnun kemur bæði í skipulagt og óvænt eftirlit og svo líka Matvælastofnun. Svo kemur líka erlendur aðili einu sinni á ári í úttekt varðandi ASC-staðalinn,“ segir Sigurður. Ekki náðist í forsvarsmenn Arnarlax við vinnslu fréttarinnar. Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Eftirliti með fiskeldisfyrirtækjum er ábótavant að mati Christians Gallo, vistfræðings hjá Náttúrustofu Vestfjarða. Hann segir að mengun vegna uppsafnaðs úrgangs frá fiskeldi sé fylgifiskur slíkrar starfsemi, en þó ekki mesta áhyggjuefnið. „Það sem veldur mestum áhyggjum er laxalúsin, sjúkdómar í eldislaxi og það að eldislax sleppur úr kvíum. Og eftirlit með fiskeldi virkar ekki vel þegar fyrirtækin ákveða að fylgja ekki ákveðnum alþjóðlegum stöðlum. Þá eru ekki fyrir hendi nein ákveðin viðmið um hvað sé ásættanlegt ástand og hvað ekki. Einnig virðast ekki vera til reglur um hvað skuli gera þegar svæði koma illa út úr svokallaðri umhverfisvöktun. Það er til dæmis ekkert sem skyldar fyrirtæki til að hvíla svæði varðandi áframhaldandi fiskeldi komi það illa út úr athugun.“ Christian segir að Náttúrustofa Vestfjarða sinni umhverfisvöktun fyrir ýmis fiskeldisfyrirtæki en ekki fyrir Arnarlax. „Við sinntum umhverfisvöktun fyrir Arnarlax en gerum það ekki lengur. Þeir hjá Arnarlaxi óskuðu eftir að slíta því samstarfi.“ Náttúrustofa Vestfjarða birti skýrslu sem sýndi að botndýralíf í Patreksfirði hafði tekið miklum breytingum vegna uppsafnaðs lífræns úrgangs frá laxeldi Arnarlax við Hlaðseyri. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins í septembermánuði síðastliðnum hafði Arnarlax reynt að fá svokallaða ASC-staðlaða umhverfisvottun en tókst það ekki. Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Sea Farm, segir eftirlit gott hjá fyrirtækinu. „Við hjá Arctic Sea Farm erum með svokallaða ASC-umhverfisvottun fyrir eldisafurðir. Þetta er strangasti umhverfisstaðall sem er í gangi í dag í fiskeldi og við erum eina íslenska fyrirtækið sem er með þennan staðal.“ Sigurður segir að þrír utanaðkomandi aðilar sinni eftirliti hjá Arctic Sea Farm. „Umhverfisstofnun kemur bæði í skipulagt og óvænt eftirlit og svo líka Matvælastofnun. Svo kemur líka erlendur aðili einu sinni á ári í úttekt varðandi ASC-staðalinn,“ segir Sigurður. Ekki náðist í forsvarsmenn Arnarlax við vinnslu fréttarinnar.
Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira