Þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti: „Ég öðlaðist algjörlega nýtt líf“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. janúar 2018 21:15 Halla Guðmundsdóttir, nemi í heilbrigðislíftækni, hafði gengið lengi á milli lækna vegna ýmissa kvilla þegar í ljós kom að hún þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti. Hún þurfti að taka 20 þúsund alþjóðaeiningar af D-vítamíni á viku til að bæta upp fyrir skortinn sem er mun meira en ráðlagður dagskammtur. Er hann samkvæmt vef landlæknis 600 einingar eða 4200 einingar á viku. Halla segist hafa öðlast nýtt líf við að fara á þennan sterka D-vítamínkúr en hún ræddi um þessa reynslu sína í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir þetta hafa hafist með vægum kvillum ef svo má segja, til dæmis tannskemmdum, beinverkjum, tognunum og gallsteinaköstum. „Blóðgildin sýndu samt aldrei neina afgerandi niðurstöðu sem þyrft að skoða betur annað en að ég var komin með skort á kalki og fosfóri,“ segir Halla. Allt var þetta óútskýrt og var Halla til að mynda hætt að geta vakað mikið þar sem hún var farin að sofa 15 til 16 klukkustundir á sólarhring. Þá var hún komin með sár í húðina út um allan líkamann.Með gildin 8 og 11 Halla gekk á milli margra lækna en ekkert fannst. Eftir ársbaráttu fór hún svo til læknis sem fór í frekari rannsóknir á blóðgildum. D-vítamínmælingin sýndi svo verulega mikinn D-vítamín skort. „Ég var með gildi 11 en gildin eiga að vera á milli 50 til 150 í blóði. Undir 50 telst skortur, 30 er alvarlegur skortur og allt fyrir neðan það er bara mjög alvarlegt. Þegar þessar niðurstöður koma þá fannst mörgum þetta mjög ótrúlegt svo það var framkvæmd önnur blóðprufa til að athuga hvort þetta væri einhver skekkja í mælingunni. [...] Þá kom gildið 8,“ segir Halla og lýsir því að þarna var gildi D-vítamíns í líkama hennar orðið það lágt að hún var með iðraverki og hjartsláttaónot. „Það var svo margt farið að herja á mig.“ Í kjölfarið fór hún til innkirtlasérfræðings sem setti hana á mjög sterkan D-vítamínkúr og segist Halla vera nær við alla kvillana í dag. Aðspurð hvort að það hefði þá verið nóg fyrir hana að taka stóran skammt af D-vítamíni til að endurræsa líkamanna segir Halla: „Já, algjörlega. Ég öðlaðist bara algjörlega nýtt líf.“D-vítamín með mörg mikilvæg hlutverk í líkamanum Halla vill vekja athygli á því hversu nauðsynlegt er að huga að D-vítamínbúskap líkamans. „Við búum á Íslandi og getum ekki nýtt sólarljósið til að framleiða D-vítamín frá húð frá nóvember og þar til í apríl,“ segir hún. Þá bendir hún á að ef manns eigin skuggi er stærri en maur sjálfur þá er sólin það lágt á lofti að útfjólubláu geislarnir ná ekki til manns en þá þarf til að mynda D-vítamín í húð. Samkvæmt vef landlæknis hefur D-vítamín mörg mikilvæg hlutverk í líkamanum: „Það er til dæmis nauðsynlegt til að stýra kalkbúskap líkamans og er nauðsynlegt fyrir uppbyggingu beina þar sem það örvar frásog kalks í meltingarvegi og stuðlar að eðlilegum kalkstyrk í blóði.“Viðtalið við Höllu má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér efst í fréttinni.Fréttin hefur verið uppfærð. Heilsa Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
Halla Guðmundsdóttir, nemi í heilbrigðislíftækni, hafði gengið lengi á milli lækna vegna ýmissa kvilla þegar í ljós kom að hún þjáðist af mjög alvarlegum D-vítamínskorti. Hún þurfti að taka 20 þúsund alþjóðaeiningar af D-vítamíni á viku til að bæta upp fyrir skortinn sem er mun meira en ráðlagður dagskammtur. Er hann samkvæmt vef landlæknis 600 einingar eða 4200 einingar á viku. Halla segist hafa öðlast nýtt líf við að fara á þennan sterka D-vítamínkúr en hún ræddi um þessa reynslu sína í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir þetta hafa hafist með vægum kvillum ef svo má segja, til dæmis tannskemmdum, beinverkjum, tognunum og gallsteinaköstum. „Blóðgildin sýndu samt aldrei neina afgerandi niðurstöðu sem þyrft að skoða betur annað en að ég var komin með skort á kalki og fosfóri,“ segir Halla. Allt var þetta óútskýrt og var Halla til að mynda hætt að geta vakað mikið þar sem hún var farin að sofa 15 til 16 klukkustundir á sólarhring. Þá var hún komin með sár í húðina út um allan líkamann.Með gildin 8 og 11 Halla gekk á milli margra lækna en ekkert fannst. Eftir ársbaráttu fór hún svo til læknis sem fór í frekari rannsóknir á blóðgildum. D-vítamínmælingin sýndi svo verulega mikinn D-vítamín skort. „Ég var með gildi 11 en gildin eiga að vera á milli 50 til 150 í blóði. Undir 50 telst skortur, 30 er alvarlegur skortur og allt fyrir neðan það er bara mjög alvarlegt. Þegar þessar niðurstöður koma þá fannst mörgum þetta mjög ótrúlegt svo það var framkvæmd önnur blóðprufa til að athuga hvort þetta væri einhver skekkja í mælingunni. [...] Þá kom gildið 8,“ segir Halla og lýsir því að þarna var gildi D-vítamíns í líkama hennar orðið það lágt að hún var með iðraverki og hjartsláttaónot. „Það var svo margt farið að herja á mig.“ Í kjölfarið fór hún til innkirtlasérfræðings sem setti hana á mjög sterkan D-vítamínkúr og segist Halla vera nær við alla kvillana í dag. Aðspurð hvort að það hefði þá verið nóg fyrir hana að taka stóran skammt af D-vítamíni til að endurræsa líkamanna segir Halla: „Já, algjörlega. Ég öðlaðist bara algjörlega nýtt líf.“D-vítamín með mörg mikilvæg hlutverk í líkamanum Halla vill vekja athygli á því hversu nauðsynlegt er að huga að D-vítamínbúskap líkamans. „Við búum á Íslandi og getum ekki nýtt sólarljósið til að framleiða D-vítamín frá húð frá nóvember og þar til í apríl,“ segir hún. Þá bendir hún á að ef manns eigin skuggi er stærri en maur sjálfur þá er sólin það lágt á lofti að útfjólubláu geislarnir ná ekki til manns en þá þarf til að mynda D-vítamín í húð. Samkvæmt vef landlæknis hefur D-vítamín mörg mikilvæg hlutverk í líkamanum: „Það er til dæmis nauðsynlegt til að stýra kalkbúskap líkamans og er nauðsynlegt fyrir uppbyggingu beina þar sem það örvar frásog kalks í meltingarvegi og stuðlar að eðlilegum kalkstyrk í blóði.“Viðtalið við Höllu má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér efst í fréttinni.Fréttin hefur verið uppfærð.
Heilsa Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira