Krabbameinssjúklingar eyða stórfé í frjósemismeðferðir Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. janúar 2018 20:00 Fyrsta maí síðastliðinn tók nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna heilbrigðisþjónustu gildi þar sem ákveðið þak er á greiðslum. Aftur á móti er allur annar kostnaður, sem tengist þó veikindum fólks beint, enn óniðurgreiddur að mestu. Af þeim sökum sækja margir um styrk í neyðarsjóð Krafts, stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein og sýna þá reikninga sína síðustu tvö ár. Hér er eitt lýsandi dæmi frá síðasta hausti um reikninga námsmanns í krabbameinsmeðferð. Lækniskostnaður: 133.239 Lyfjakaup: 80.261 Frjósemismeðferð: 707.000 Hjálpartæki: 23.854 Sálfræðikostnaður: 29.000Samtals 973.354Ástrós Rut Sigurðardóttir, formaður Krafts er eiginkona manns sem hefur barist við krabbamein í fimm ár. Hún segir undarlegt að ekki skuli vera þak á lyfjakostnaði krabbameinssjúklinga en einnig að ungt fólk með krabbamein skuli ekki fá fjárhagslegan stuðning við frjósemismeðferðir en lyfjameðferðir geta valdið ófrjósemi. „Þetta er gífurlegur kostnaður. Það þarf að greiða fyrir eggheimtu, hormónameðferð, uppsetningu og alls kyns annan kostnað sem fylgir þessu. Þetta er bæði erfitt líkamlega og andlega.“Lífið er núna!Ástrós segir einnig erfitt og sligandi að safna pening í fleiri mánuði og jafnvel ár til að eignast barn þegar krabbameinið og bati eru efst í huga sjúklinga og aðstandenda. „Af því að þú þarft að sneiða frá svo miklu til að hafa efni á meðferðinni. Ein meðferð hefur kostað okkur hjónin 900 þúsund og það þarf oft margar meðferðir. En ég er ólétt í dag þannig að þetta tókst! Sem betur fer eigum við góða að sem hafa hjálpað okkur fjárhagslega - annars hefðum við ekki getað látið þennan draum rætast,“ segir Ástrós Rut. Þessa dagana er Kraftur með átak þar sem sjónum er einmitt beint að aðstæðum ungs fólks með krabbamein og aflað er fjár, til að mynda fyrir neyðarsjóðinn, með sölu armbanda þar sem stendur „Lífið er núna.“ Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Sjá meira
Fyrsta maí síðastliðinn tók nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna heilbrigðisþjónustu gildi þar sem ákveðið þak er á greiðslum. Aftur á móti er allur annar kostnaður, sem tengist þó veikindum fólks beint, enn óniðurgreiddur að mestu. Af þeim sökum sækja margir um styrk í neyðarsjóð Krafts, stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein og sýna þá reikninga sína síðustu tvö ár. Hér er eitt lýsandi dæmi frá síðasta hausti um reikninga námsmanns í krabbameinsmeðferð. Lækniskostnaður: 133.239 Lyfjakaup: 80.261 Frjósemismeðferð: 707.000 Hjálpartæki: 23.854 Sálfræðikostnaður: 29.000Samtals 973.354Ástrós Rut Sigurðardóttir, formaður Krafts er eiginkona manns sem hefur barist við krabbamein í fimm ár. Hún segir undarlegt að ekki skuli vera þak á lyfjakostnaði krabbameinssjúklinga en einnig að ungt fólk með krabbamein skuli ekki fá fjárhagslegan stuðning við frjósemismeðferðir en lyfjameðferðir geta valdið ófrjósemi. „Þetta er gífurlegur kostnaður. Það þarf að greiða fyrir eggheimtu, hormónameðferð, uppsetningu og alls kyns annan kostnað sem fylgir þessu. Þetta er bæði erfitt líkamlega og andlega.“Lífið er núna!Ástrós segir einnig erfitt og sligandi að safna pening í fleiri mánuði og jafnvel ár til að eignast barn þegar krabbameinið og bati eru efst í huga sjúklinga og aðstandenda. „Af því að þú þarft að sneiða frá svo miklu til að hafa efni á meðferðinni. Ein meðferð hefur kostað okkur hjónin 900 þúsund og það þarf oft margar meðferðir. En ég er ólétt í dag þannig að þetta tókst! Sem betur fer eigum við góða að sem hafa hjálpað okkur fjárhagslega - annars hefðum við ekki getað látið þennan draum rætast,“ segir Ástrós Rut. Þessa dagana er Kraftur með átak þar sem sjónum er einmitt beint að aðstæðum ungs fólks með krabbamein og aflað er fjár, til að mynda fyrir neyðarsjóðinn, með sölu armbanda þar sem stendur „Lífið er núna.“
Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Sjá meira