Viðskipti innlent

Markaðsmisnotkun í Glitni: Orðalag bankamanna beri ekki að skilja of bókstaflega

Málið er afar umfangsmikið.
Málið er afar umfangsmikið. Vísir/Anton
Ákveðin orðanotkun myndaðist í daglegum samskiptum starfsmanna Glitnis sem beri ekki alltaf að taka bókstaflega. Þetta er meðal þess sem kom fram í aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Þannig sé oft um að ræða grín í orðalagi sem komi fram í samskiptum starfsmanna eigin viðskipta Glitnis við starfsmenn verðbréfamiðlunar.

Meðal gagna í málinu er símasamtal Jónasar Guðmundssonar, fyrrverandi starfsmanns eigin viðskipta Glitnis og Stefáns Hrafns Jónssonar, fyrrverandi starfsmanns verðbréfamiðlunar bankans. Þar er haft eftir Jónasi:



„Djöfull ertu erfiður maður, veistu ekki að ég er að reyna að hækka markaðinn?“

Ýmsir frasar notaðir

Í skýrslu sinni fyrir dómi í gær bar Jónas fyrir sig að líklega væri um grín að ræða og tók Stefán Hrafn undir þá skýringu þegar hann bar vitni fyrir dómi í dag. Sveinbjörn Sveinbjörnsson, sem einnig bar vitni í dag, sagði einnig að um ákveðna menningu væri að ræða þegar hann var spurður um símtal milli hans og Jónasar.

Þar segir Jónas: „Þurfum við ekki aðeins að reyna að hækka þetta?“ og Sveinbjörn svarar „Já ég held það, mér líst þannig á það.“

Sveinbjörn sagði að þeir Jónas hefðu verið góðir félagar og þekkst áður en þeir byrjuðu að vinna saman.

„Þegar ég er að tala við Jónas, eða hvern sem er, þá eru alls konar frasar notaðir til að átta sig á hvort sá aðili sé kaupandi eða seljandi eða hvaða „view“ hann hefur á markaðinn.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×