Bæjarstjóri Bolungarvíkur bauð íbúum aðstoð sína við snjómokstur Birgir Olgeirsson skrifar 17. janúar 2018 18:34 Jón Páll Hreinsson með skóflu í hönd í Bolungarvík. Það hefur snjóað heldur hressilega á Vestfjörðum síðastliðna daga og hafa Bolvíkingar ekki farið varhluta af því. Snjódýpt þar mældist 42 sentímetrar klukkan níu í morgun og hafa bæjarstarfsmenn og íbúar Bolungarvíkur því haft í nógu að snúast við snjómokstur. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, ákvað fyrr í dag að bjóða fram aðstoð sína við að moka frá húsum eða losa bíla úr bílastæðum. Jón Páll sagði frá þessu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagðist viss um að einhverjir væru eflaust í vandræðum með að losa bíla sína úr bílastæðum eða bara moka frá þannig að hægt sé að komast út úr húsi. „Einhverjir sem vegna aldurs, sjúkdóma eða annars sem gerir þeim erfitt fyrir,“ skrifaði Jón Páll. Hann sagðist viss um að í Bolungarvík væri fullt af hraustu og viljugu fólki sem væri til í að moka auka tröppur eða losa einn bíl í viðbót fyrir þá sem þurfa á því að halda. „Ég hvet alla Bolvíkinga sem hafa getu og tíma til að bjóða nágrönnum og samborgurum hjálparhönd og moka einar aukatröppur eða eitt viðbótar bílastæði. Það er á svona dögum sem samfélag eins og okkar er sterkast,“ skrifaði Jón Páll um leið og hann bauð fram aðstoð sína.Einhvern tímann snjóað meira Þegar Vísir heyrði í Jóni Páli á sjötta tímanum í dag hafði enginn haft samband en hann vissi hins vegar af einni fjölskyldu sem hafði verið í burtu í einhvern tíma og ekki væri ekki væntanlegt í bæinn fyrr en seint í kvöld. Hann mokaði því frá húsi fjölskyldunnar eftir vinnu í dag. Jón Páll segir að vissulega hafi snjóað mikið í Bolungarvík. „En það segja mér fróðari menn að einhvern tímann hafi snjóað meira. Það er samt ekki búið að vera óveður og bærinn ekki ófær. Það hefur gengið vel að moka og það er ennþá verið að moka,“ segir Jón Páll. Hann segir að því sé vart saman að líkja þegar snjóar svo mikið í Bolungarvík í dag og fyrir einhverjum árum þegar Bolvíkingar gátu ekki treyst á jarðgöng og snjóflóðavarnargarð sem verndar byggðina. „Þetta er allt annað mál. Maður finnur alveg að umræðan í dag byggist ekki á ótta eða stressi. Það er náttúrlega ótrúlegur munur,“ segir Jón Páll.Stefnir í gott blót Hjón og sambúðarfólk munu blóta þorra í Félagsheimilinu í Bolungarvík næstkomandi laugardag en það var fyrst haldið árið 1944 en þetta er 73. blótið en það hefur aðeins tvisvar sinnum fallið niður í 74 ára sögu þess. Jón Páll segir veðurspána fyrir laugardag vera góða og því litlar líkur á að það muni frestast eða falla niður í ár en spáð er froststillu í Bolungarvík næstkomandi laugardagskvöld. Alvöru vetur í víkinni A post shared by Anna Karen Guðmundsdóttir (@annaguudmunds) on Jan 16, 2018 at 8:57am PST Veður Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Sjá meira
Það hefur snjóað heldur hressilega á Vestfjörðum síðastliðna daga og hafa Bolvíkingar ekki farið varhluta af því. Snjódýpt þar mældist 42 sentímetrar klukkan níu í morgun og hafa bæjarstarfsmenn og íbúar Bolungarvíkur því haft í nógu að snúast við snjómokstur. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, ákvað fyrr í dag að bjóða fram aðstoð sína við að moka frá húsum eða losa bíla úr bílastæðum. Jón Páll sagði frá þessu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagðist viss um að einhverjir væru eflaust í vandræðum með að losa bíla sína úr bílastæðum eða bara moka frá þannig að hægt sé að komast út úr húsi. „Einhverjir sem vegna aldurs, sjúkdóma eða annars sem gerir þeim erfitt fyrir,“ skrifaði Jón Páll. Hann sagðist viss um að í Bolungarvík væri fullt af hraustu og viljugu fólki sem væri til í að moka auka tröppur eða losa einn bíl í viðbót fyrir þá sem þurfa á því að halda. „Ég hvet alla Bolvíkinga sem hafa getu og tíma til að bjóða nágrönnum og samborgurum hjálparhönd og moka einar aukatröppur eða eitt viðbótar bílastæði. Það er á svona dögum sem samfélag eins og okkar er sterkast,“ skrifaði Jón Páll um leið og hann bauð fram aðstoð sína.Einhvern tímann snjóað meira Þegar Vísir heyrði í Jóni Páli á sjötta tímanum í dag hafði enginn haft samband en hann vissi hins vegar af einni fjölskyldu sem hafði verið í burtu í einhvern tíma og ekki væri ekki væntanlegt í bæinn fyrr en seint í kvöld. Hann mokaði því frá húsi fjölskyldunnar eftir vinnu í dag. Jón Páll segir að vissulega hafi snjóað mikið í Bolungarvík. „En það segja mér fróðari menn að einhvern tímann hafi snjóað meira. Það er samt ekki búið að vera óveður og bærinn ekki ófær. Það hefur gengið vel að moka og það er ennþá verið að moka,“ segir Jón Páll. Hann segir að því sé vart saman að líkja þegar snjóar svo mikið í Bolungarvík í dag og fyrir einhverjum árum þegar Bolvíkingar gátu ekki treyst á jarðgöng og snjóflóðavarnargarð sem verndar byggðina. „Þetta er allt annað mál. Maður finnur alveg að umræðan í dag byggist ekki á ótta eða stressi. Það er náttúrlega ótrúlegur munur,“ segir Jón Páll.Stefnir í gott blót Hjón og sambúðarfólk munu blóta þorra í Félagsheimilinu í Bolungarvík næstkomandi laugardag en það var fyrst haldið árið 1944 en þetta er 73. blótið en það hefur aðeins tvisvar sinnum fallið niður í 74 ára sögu þess. Jón Páll segir veðurspána fyrir laugardag vera góða og því litlar líkur á að það muni frestast eða falla niður í ár en spáð er froststillu í Bolungarvík næstkomandi laugardagskvöld. Alvöru vetur í víkinni A post shared by Anna Karen Guðmundsdóttir (@annaguudmunds) on Jan 16, 2018 at 8:57am PST
Veður Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Sjá meira