Fjórum sinnum meiri mengun Jón Kaldal skrifar 18. janúar 2018 07:00 Við fylgjum þeirra ströngustu kröfum,“ sagði Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, í útvarpsviðtali í síðustu viku aðspurður um mengun frá laxeldi og var þar að vísa til Noregs. Þetta var merkileg yfirlýsing því nýlega varð landssambandið uppvíst að því að breyta á heimasíðu sinni upplýsingum um þá umtalsverðu mengun sem stafar frá laxeldi í opnum sjókvíum, nema hvað nýju upplýsingarnar eru langt frá því sem miðað er við í Noregi. Á síðu fiskeldisstöðvanna mátti áður lesa þessa fullyrðingu: „Úrgangsefni frá framleiðslu á 1 tonni af lax samsvarar klóakrennsli frá 8 manns.“ Nú er þessi setning horfin og í hennar stað komin fullyrðing um að 1.000 tonna laxeldi skili „árlega í sjó köfnunarefni sem nemur um 4.000 íbúa byggð“. Samkvæmt þessum nýju upplýsingum hafði mengunin sem sagt minnkað um 50 prósent. Eitt tonn í eldi er nú sagt vera á við fjórar manneskjur. Við hvaða tölur skyldi hins vegar vera miðað í Noregi, sem Kristján segir að íslenskar fiskeldisstöðvar vilji fylgja eftir „ströngustu kröfum“? Samkvæmt tölum frá Umhverfisstofnun Noregs er mengunin frá hverju tonni í laxeldi ígildi 16 manns, eða 400 prósent meira en Landssamband fiskeldisstöðva heldur fram. Auðvelt er að álykta hverjir eru að segja satt í þessu tilviki. Ætli íbúar við Patreksfjörð og Tálknafjörð geri sér almennt grein fyrir að mengunin frá fyrirhuguðu stórauknu eldi í fjörðum þeirra jafngildi „klóakrennsli“ frá 280.000 manns, þegar miðað er við mælikvarða Umhverfisstofnunar Noregs? Norðmenn eru orðnir meðal helstu eigenda að íslenskum laxeldisfyrirtækjum enda eru engar takmarkanir í lögum á eignarhaldi erlendra aðila í íslensku fiskeldi. Þannig á til dæmis norski laxeldisrisinn SalMar stóran hlut í Arnarlaxi. Fyrirtækið á líka hlut í fjölmörgum öðrum laxeldisfyrirtækjum víða um heim. Þar á meðal helming í skoska eldisfyrirtækinu Scottish Sea Farm sem missti 20.000 laxa úr sjókvíum sínum við eyjuna Mull í fyrravor. Er það talið eitt mesta umhverfisslys í sögu laxeldis í Skotlandi. Er þó þar af ýmsu að taka. Nokkrum mánuðum eftir þetta atvik sluppu 11.000 laxar í öðrum kvíum við Mull og 2016 sluppu 30 þúsund laxar úr kvíum við eyjuna Lewis and Harris. Rétt er að taka fram að Scottish Sea Farm er enginn nýgræðingur í fiskeldi. Fyrirtækið hefur yfir 40 ára reynslu af laxeldi og á heimasíðu þessi segir að það fylgi ströngustu stöðlum í laxeldisiðnaðinum. Þetta var þó ekki í fyrsta skipti sem það missti frá sér fisk. Árið 2009 syntu 37.000 laxar úr kvíum þess. Staðreyndin er sú að umhverfi og lífríki stafar mikil ógn af laxeldi í opnu sjókvíum. Þetta er mengandi iðnaður þar sem verða reglulega alvarleg umhverfislys. Saga og reynsla annarra þjóða sýnir okkur, svo ekki verður um villst, að góð meining og yfirlýsingar um að fylgja „ströngustu kröfum“ við sjókvíaeldi eru einskis virði. Slysin verða samt og afleiðingarnar geta verið óafturkræfar. Höfundur er blaðamaður og félagi í The Icelandic Wildlife Fund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Kaldal Mest lesið Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við fylgjum þeirra ströngustu kröfum,“ sagði Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, í útvarpsviðtali í síðustu viku aðspurður um mengun frá laxeldi og var þar að vísa til Noregs. Þetta var merkileg yfirlýsing því nýlega varð landssambandið uppvíst að því að breyta á heimasíðu sinni upplýsingum um þá umtalsverðu mengun sem stafar frá laxeldi í opnum sjókvíum, nema hvað nýju upplýsingarnar eru langt frá því sem miðað er við í Noregi. Á síðu fiskeldisstöðvanna mátti áður lesa þessa fullyrðingu: „Úrgangsefni frá framleiðslu á 1 tonni af lax samsvarar klóakrennsli frá 8 manns.“ Nú er þessi setning horfin og í hennar stað komin fullyrðing um að 1.000 tonna laxeldi skili „árlega í sjó köfnunarefni sem nemur um 4.000 íbúa byggð“. Samkvæmt þessum nýju upplýsingum hafði mengunin sem sagt minnkað um 50 prósent. Eitt tonn í eldi er nú sagt vera á við fjórar manneskjur. Við hvaða tölur skyldi hins vegar vera miðað í Noregi, sem Kristján segir að íslenskar fiskeldisstöðvar vilji fylgja eftir „ströngustu kröfum“? Samkvæmt tölum frá Umhverfisstofnun Noregs er mengunin frá hverju tonni í laxeldi ígildi 16 manns, eða 400 prósent meira en Landssamband fiskeldisstöðva heldur fram. Auðvelt er að álykta hverjir eru að segja satt í þessu tilviki. Ætli íbúar við Patreksfjörð og Tálknafjörð geri sér almennt grein fyrir að mengunin frá fyrirhuguðu stórauknu eldi í fjörðum þeirra jafngildi „klóakrennsli“ frá 280.000 manns, þegar miðað er við mælikvarða Umhverfisstofnunar Noregs? Norðmenn eru orðnir meðal helstu eigenda að íslenskum laxeldisfyrirtækjum enda eru engar takmarkanir í lögum á eignarhaldi erlendra aðila í íslensku fiskeldi. Þannig á til dæmis norski laxeldisrisinn SalMar stóran hlut í Arnarlaxi. Fyrirtækið á líka hlut í fjölmörgum öðrum laxeldisfyrirtækjum víða um heim. Þar á meðal helming í skoska eldisfyrirtækinu Scottish Sea Farm sem missti 20.000 laxa úr sjókvíum sínum við eyjuna Mull í fyrravor. Er það talið eitt mesta umhverfisslys í sögu laxeldis í Skotlandi. Er þó þar af ýmsu að taka. Nokkrum mánuðum eftir þetta atvik sluppu 11.000 laxar í öðrum kvíum við Mull og 2016 sluppu 30 þúsund laxar úr kvíum við eyjuna Lewis and Harris. Rétt er að taka fram að Scottish Sea Farm er enginn nýgræðingur í fiskeldi. Fyrirtækið hefur yfir 40 ára reynslu af laxeldi og á heimasíðu þessi segir að það fylgi ströngustu stöðlum í laxeldisiðnaðinum. Þetta var þó ekki í fyrsta skipti sem það missti frá sér fisk. Árið 2009 syntu 37.000 laxar úr kvíum þess. Staðreyndin er sú að umhverfi og lífríki stafar mikil ógn af laxeldi í opnu sjókvíum. Þetta er mengandi iðnaður þar sem verða reglulega alvarleg umhverfislys. Saga og reynsla annarra þjóða sýnir okkur, svo ekki verður um villst, að góð meining og yfirlýsingar um að fylgja „ströngustu kröfum“ við sjókvíaeldi eru einskis virði. Slysin verða samt og afleiðingarnar geta verið óafturkræfar. Höfundur er blaðamaður og félagi í The Icelandic Wildlife Fund.
Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun